Smári Valtýr Sæbjörnsson
Unnur bauð upp á fimm rétti í jólaþætti Döve film
Unnur Pétursdóttir flaug til Kaupmannahafnar og eldaði fimm rétti í jólaþætti Döve film. Þátturinn verður sýndur 17. desember á dönsku sjónvarpsstöðinni Dr 2.
„Upptakan gekk bara mjög vel. Ég mætti snemma til að undirbúa en upptakan var frá klukkan 17:00 til 21:00. Það var tekið við mig viðtal en svo var ég auðvitað að elda mat sem áhorfendurnir í salnum fengu að smakka. Það voru allir mjög ánægðir og fannst maturinn góður“
, sagði Unnur í samtali við veitingageirinn.is aðspurð um hvernig gekk.
Unnur bauð upp á eins og áður segir fimm rétti, en þeir voru tvíreykt lambalæri á laufabrauði með dillrjómaosti, þorskrúllu með humarfarsi og humarsósu, hægeldaða bleikju með ristuðu brauði mæjó og perlulauk. Eftirréttirnir voru tveir ástarpungar með súkkulaðimús og skyr með bláberjasósu.
Myndir: aðsendar
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Áætla um 100 matreiðslumenn og 50 framreiðslumenn að störfum í hátíðarkvöldverði KM
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Myndaveisla – Franski bakarameistarinn Remy Corbet Daniel Jean kynnti aldagamlar aðferðir við súrdeigs- og sætabrauðsbakstur
-
Starfsmannavelta3 dagar síðan
Michelin veitingastaðnum Locanda Locatelli lokað eftir 23 ára starfsemi
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Við leitum að öflugum hótelstjóra á Fosshótel Vestfirði
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Nýtt útlit á Tanqueray nr.10
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Allt fyrir Þorrablótin
-
Markaðurinn6 dagar síðan
Fagfélögin taka í notkun nýjar Mínar síður
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Ekta heimilismatur ofl. á góðu tilboði