Frétt
Úlfar og Kokkarnir á frökkunum
Það þarf ekki að kynna Úlfar Eysteinsson fyrir mataráhugafólki – saga hans nær allt frá því að hann var gutti á gömlu hafskipabryggjunni og kynntist þar framandi fiskum og fólki að veitingarstaðnum hans Þremur Frökkum þar sem hann stóð vaktina við eldavélina undanfarna áratugi.
Í bókinni lagði Úlfar á borðið fjölmargar af sínum uppáhaldsuppskriftum og sagði um leið sögur af sér og fiskunum sem hafa ratað á pönnuna og í pottinn á veitingastöðunum hans í gegnum tíðina.
Úlfar lést fyrir skömmu, nokkrum vikum eftir að hann ásamt Stefáni syni sínum, Lárusi Karli Ingasyni ljósmyndara og útgefanda og Steinunni Þorsteinsdóttur, kláruðu að ganga frá bókinni Úlfar og kokkarnir á Frökkunum sem nú er komin í búðir.
Bókin fæst bæði á íslensku og ensku hjá Eymundsson, Hagkaup, Bónus, Nettó og bókabúðum Forlagsins og Máls og Menningar og einnig er hægt að fá bókina hjá Ljósmynd-útgáfa.
Myndir: aðsendar

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Hafliði Halldórsson og landsliðskokkurinn Kristín Birta kynna íslenskan mat í hjarta Chicago
-
Frétt3 dagar síðan
Kaffisala bönnuð eftir kl. 14 – Nýjar reglur um koffín á veitingastöðum
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Tækifæri í Hveragerði – Bás laus í Gróðurhúsinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Aprílgabb Veitingageirans vakti kátínu
-
Keppni3 dagar síðan
Kokkakeppni þar sem notkun á örbylgjuofni er skylda – Glæsileg verðlaun í boði
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Efnisveitan í Skeifunni: Nýtt og notað fyrir hótel, veitingastaði og mötuneyti
-
Markaðurinn19 klukkustundir síðan
Við eigum majónesið fyrir þig – Heinz & Kraft majónes – Fullkomið fyrir stóreldhús
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Lavazza frumsýnir samstarf við Maríu Guðjohnsen á HönnunarMars