Frétt
Úlfar og Kokkarnir á frökkunum
Það þarf ekki að kynna Úlfar Eysteinsson fyrir mataráhugafólki – saga hans nær allt frá því að hann var gutti á gömlu hafskipabryggjunni og kynntist þar framandi fiskum og fólki að veitingarstaðnum hans Þremur Frökkum þar sem hann stóð vaktina við eldavélina undanfarna áratugi.
Í bókinni lagði Úlfar á borðið fjölmargar af sínum uppáhaldsuppskriftum og sagði um leið sögur af sér og fiskunum sem hafa ratað á pönnuna og í pottinn á veitingastöðunum hans í gegnum tíðina.
Úlfar lést fyrir skömmu, nokkrum vikum eftir að hann ásamt Stefáni syni sínum, Lárusi Karli Ingasyni ljósmyndara og útgefanda og Steinunni Þorsteinsdóttur, kláruðu að ganga frá bókinni Úlfar og kokkarnir á Frökkunum sem nú er komin í búðir.
Bókin fæst bæði á íslensku og ensku hjá Eymundsson, Hagkaup, Bónus, Nettó og bókabúðum Forlagsins og Máls og Menningar og einnig er hægt að fá bókina hjá Ljósmynd-útgáfa.
Myndir: aðsendar
-
Markaðurinn4 dagar síðanÓska eftir rekstraraðila fyrir 65 herbergja heilsárshótel á landsbyggðinni
-
Markaðurinn4 dagar síðanErt þú aðilinn sem við erum að leita að?
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 klukkustundir síðanTímamót fyrir íslenska barþjóna með nýjum samstarfssamningi
-
Markaðurinn2 dagar síðanJólaleikur ársins leitar að frumlegustu jólakræsingu landsins
-
Markaðurinn3 dagar síðanVantar þig virkilega góða jólagjöf?
-
Kokkalandsliðið7 klukkustundir síðanNýr þjálfari kokkalandsliðsins, Georg Arnar leiðir liðið til Lúxemborgar 2026
-
Markaðurinn3 dagar síðanOstakrans sem stelur senunni á jólaborðinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun7 klukkustundir síðanMatarmarkaður Íslands í Hörpu um helgina, fjölbreyttur markaður fyrir veisluborðið og jólagjafir







