Vertu memm

Frétt

Úlfar og Kokkarnir á frökkunum

Birting:

þann

Úlfar og Kokkarnir á frökkunum

Það þarf ekki að kynna Úlfar Eysteinsson fyrir mataráhugafólki – saga hans nær allt frá því að hann var gutti á gömlu hafskipabryggjunni og kynntist þar framandi fiskum og fólki að veitingarstaðnum hans Þremur Frökkum þar sem hann stóð vaktina við eldavélina undanfarna áratugi.

Í bókinni lagði Úlfar á borðið fjölmargar af sínum uppáhaldsuppskriftum og sagði um leið sögur af sér og fiskunum sem hafa ratað á pönnuna og í pottinn á veitingastöðunum hans í gegnum tíðina.

Úlfar og Kokkarnir á frökkunum

Úlfar lést fyrir skömmu, nokkrum vikum eftir að hann ásamt Stefáni syni sínum, Lárusi Karli Ingasyni ljósmyndara og útgefanda og Steinunni Þorsteinsdóttur, kláruðu að ganga frá bókinni Úlfar og kokkarnir á Frökkunum sem nú er komin í búðir.

Bókin fæst bæði á íslensku og ensku hjá Eymundsson, Hagkaup, Bónus, Nettó og bókabúðum Forlagsins og Máls og Menningar og einnig er hægt að fá bókina hjá Ljósmynd-útgáfa.

Myndir: aðsendar

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið