Frétt
Úlfar og Kokkarnir á frökkunum
Það þarf ekki að kynna Úlfar Eysteinsson fyrir mataráhugafólki – saga hans nær allt frá því að hann var gutti á gömlu hafskipabryggjunni og kynntist þar framandi fiskum og fólki að veitingarstaðnum hans Þremur Frökkum þar sem hann stóð vaktina við eldavélina undanfarna áratugi.
Í bókinni lagði Úlfar á borðið fjölmargar af sínum uppáhaldsuppskriftum og sagði um leið sögur af sér og fiskunum sem hafa ratað á pönnuna og í pottinn á veitingastöðunum hans í gegnum tíðina.
Úlfar lést fyrir skömmu, nokkrum vikum eftir að hann ásamt Stefáni syni sínum, Lárusi Karli Ingasyni ljósmyndara og útgefanda og Steinunni Þorsteinsdóttur, kláruðu að ganga frá bókinni Úlfar og kokkarnir á Frökkunum sem nú er komin í búðir.
Bókin fæst bæði á íslensku og ensku hjá Eymundsson, Hagkaup, Bónus, Nettó og bókabúðum Forlagsins og Máls og Menningar og einnig er hægt að fá bókina hjá Ljósmynd-útgáfa.
Myndir: aðsendar
-
Uppskriftir5 dagar síðan
Meðlæti með jólamatnum
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Girnilegt camembert jólatré með döðlu og pekan krönsi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Mikil uppbygging framundan á Hofsstöðum – Veitingastaðurinn með eigin framleiðslu og hráefni úr heimabyggð
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Ekta rjómaís með hvítu súkkulaði og piparkökum – Fullkominn á veisluborðið yfir hátíðarnar
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Hátíðar opnun Hafsins
-
Frétt1 dagur síðan
34 veitingastaðir birtu matseðil og annað kynningarefni bara á ensku
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Uppskrift – Fylltar kjúklingabringur með eplum, Dala höfðingja og rósmarín-hlynsírópsgljáa
-
Markaðurinn12 klukkustundir síðan
Kalkúnaveisla með öllu tilheyrandi