Smári Valtýr Sæbjörnsson
Úlfar Finnbjörnsson ráðinn yfirmatreiðslumaður á Grand Hótel Reykjavík
Matreiðslumeistarinn góðkunni Úlfar Finnbjörnsson hefur verið ráðinn yfirmatreiðslumaður á Grand Hótel Reykjavík. Úlfar hefur verið einn af fremstu kokkum landsins um árabil og hefur unnið til fjölda verðlauna á ferli sínum. Hann hefur gefið út verðlaunaðar matreiðslubækur og verið með vinsæla matreiðsluþætti. Úlfar er stundum verið kallaður „villti kokkurinn“ vegna brennandi áhuga hans á veiði og villibráð.
Úlfar byrjaði að læra til kokks árið 1983 á Hótel Esju og útskrifaðist frá Hótel- og veitingaskóla Íslands 1987. Hann hefur unnið á hinum ýmsu veitingastöðum síðan auk þess að reka sjálfur veitingahús um árabil.
Úlfar er meðlimur í Klúbbi matreiðslumeistara og var í íslenska Kokkalandsliðinu frá 1987-2002, m.a. sem fyrirliði síðustu árin, og vann til fjölda verðlauna. Hann var kjörinn matreiðslumaður ársins á Íslandi árið 1994 og keppti meðal annars á Ólympíuleikunum í matreiðslu í tvígang ásamt því að taka þátt í smærri keppnum bæði erlendis og hér heima. Árið 1991 var Úlfar heiðraður með hinni virtu Cordon Bleu-orðu af Klúbbi matreiðslumeistara fyrir vel unnin störf í matreiðslukeppnum erlendis.
Úlfar sá um matreiðsluþætti á Ríkissjónvarpinu til tveggja ára og hann hefur skrifað fjórar matreiðslubækur; A Taste of Iceland sem kom út 1995, Stóru bókina um villibráð 2011 sem var tilnefnd til Gourmand verðlaunanna sem besta villibráðabók heims 2011, Stóru Alífuglabókina 2014, Taste of Iceland 2016. Einnig á hann fjöldann allan af uppskriftum í hinum ýmsu kokkabókum bæði hér og erlendis. Uppskriftir eftir Úlfar hafa birst í tímaritinu Gestgjafanum frá árinu 1989. Hann var lausapenni hjá blaðinu til ársins 2005 en fastráðinn til ársins 2012, þar gengdi hann einnig starfi veitingarýnis.
2012- 2017 hefur Úlfar starfað sjálfstætt við veislur og vöruþróun fyrir hin ýmsu fyrirtæki og einstaklinga. Hann hefur séð um matreiðsluþáttagerð fyrir ÍNN, séð um matreiðslu í laxveiðihúsum víða um land og hann hefur einnig verið dómari í alþjóðlegum matreiðslukeppnum. Það verður spennandi að fylgjast með Úlfari á Grand Hótel Reykjavík.
Grand Hótel Reykjavík er fjögurra stjörnu ráðstefnuhótel fyrir ferðamenn og ráðstefnugesti sem vilja njóta glæsilegar aðstöðu og framúrskarandi þjónustu. Hótelið er stærsta ráðstefnuhótel landsins og telur 311 herbergi og 15 ráðstefnu- og veislusali. Á hótelinu er einnig fyrsta flokks veitingastaður og heilsulind með líkamsræktaraðstöðu. Grand Hótel Reykjavík er hluti af Íslandshótelum sem eiga og reka 17 hótel með yfir 1.700 gistirými út um allt land auk funda- og ráðstefnuaðstöðu.
Mynd: Eyþór Árnason
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Nýr veitingastaður á Laugarvatni – Sunneva og Sæþór: Við viljum að allir sem koma líði eins og þeir séu heima hjá sér
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Mesta úrval Japanskra hnífa á Íslandi
-
Keppni2 dagar síðan
Grétar Matthíasson er Meistari meistaranna
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Nýtt veitingasvæði rís í austurenda Smáralindar – 13 nýir veitingastaðir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Kristinn Frímann bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á togaranum Kaldbak – Myndir
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Mijita er fyrsti 100% glútenfríi veitingastaðurinn í Wolt appinu
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Dill opnar á ný eftir breytingar – nú með nýju borðabókunarkerfi Noona
-
Keppni3 dagar síðan
Matreiðslukeppni stjórnmálaflokkana í húsi Fagfélagana