Vertu memm

Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel

Tobba Marinós opnar nýjan veitingastað

Birting:

þann

Granólabarinn

Mæðgurnar Guðbjörg Birkis Jónsdóttir og Tobba Marinósdóttir

Nýr veitingastaður opnar í mars úti á Granda þar sem 17 sortir voru áður til húsa. Tobba Marinósdóttir, ritstjóri og ábyrgðarmaður DV, ásamt fjölskyldu eru eigendur veitingastaðarins sem hefur fengið nafnið Granólabarinn.

Granólabarinn er kaffi-, veitingastaður og heilsufæðisverslun þar sem boðið verður upp á sykurlausar kræsingar.

Granólabarinn

Granólabarinn er staðsettur úti á Granda þar sem 17 sortir voru áður til húsa.

„Matseðilinn verður samsettur af vinsælustu réttum fjölskyldunnar svo sem snickersgranólastykkjum, nicecream og hristingum. Ekkert viðbætt rugl og engar aukaafurðir. Fallegur matur fyrir alla. Við munum aldrei selja neitt (nema mögulega kaffi) sem yngsta barnið í fjölskyldunni má ekki borða,“

segir Tobba í samtali við Smartland á mbl.is.

Granólabarinn

Granólabarinn

Granóla-„snickers“ er meðal þess sem verður á matseðlinum.

Tobba Marinósdóttir og móðir hennar Guðbjörg Birkis Jónsdóttir, hófu í fyrra að framleiða handgert granóla úr íslenskum höfrum og án viðbætts sykurs sem hefur verið fáanlegt í Bónus, Nettó, Hagkaup og nú bætist Granólabarinn við.

Myndir: facebook / Granólabarinn og Náttúrulega gott

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Í dag starfar Smári hjá Tónaflóði heimasíðugerð. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið