Markaðurinn
Þú átt eftir að elska þetta sítrónupasta með humri og burrata
Léttur og vorlegur pastaréttur sem allir í fjölskyldunni munu elska! Ljúffengt sítrónusmjörið passar fullkomlega með bökuðum tómötum, humri og burrata, nammi namm!
Fyrir 4 manns
Innihald:
300 g litlir tómatar
300 g spagettí eða linguine pasta
500 g skelflettur humar
1 sítróna (í þunnar sneiðar)
4 hvítlauksgeirar
Smjör til steikingar
Ólífuolía
Salt og pipar
Toppur:
Ferskt basilpestó
Ristaðar furuhnetur
Söxuð basilika
4 x litlar burrata kúlur frá Mjólkursamsölunni (við stofuhita)
Meðlæti:
Hvítlauksbrauð
Aðferð:
1. Hitið ofninn í 200°C.
2. Setjið tómatana í eldfast mót, hellið um 2 msk. af ólífuolíu yfir, rífið 2 hvítlauksrif saman við, saltið og piprið. Bakið í ofninum í 20 mínútur á meðan þið undirbúið annað.
3. Sjóðið spagettí/linguine í söltu vatni.
4. Smjörsteikið humarinn á meðan og rífið 2 hvítlauksrif yfir hann í lokin, saltið og piprið.
5. Takið humarinn af pönnunni, bætið á hana smjöri (um 2 msk.), ólífuolíu (um 2 msk.) og sítrónusneiðum, leyfið að malla við meðalhita þar til sneiðarnar mýkjast upp.
6. Bætið pastanu saman við sítrónusmjörið og veltið upp úr því, fjarlægið síðan sítrónusneiðarnar sjálfar.
7. Raðið síðan saman á disk; spagettí, bökuðum tómötum, smjörsteiktum humri, pestó, furuhnetum, basilíku og síðast en ekki síst lítilli burrata kúlu.
8. Njótið sem fyrst með góðu hvítlauksbrauði.
Kynning
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanMúlaberg slær öll met: Yfir 4.000 gestir í jólahlaðborð á fimm vikum
-
Kokkalandsliðið3 dagar síðanKM, Kokkalandsliðið og 3D Verk skrifa undir nýjan samstarfssamning
-
Markaðurinn3 dagar síðanPampero og hefðin á bak við eitt þekktasta romm Venesúela
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðanÍslenskir barþjónar og barir tilnefndir í áttunda sinn til BCA-verðlauna
-
Markaðurinn3 dagar síðanStóreldhúslausnir á einum stað hjá Bako Verslunartækni
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðanMichael O’Hare opnar nýjan veitingastað eftir erfiðan kafla í rekstri
-
Markaðurinn11 klukkustundir síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað






