Markaðurinn
Þú átt eftir að elska þetta sítrónupasta með humri og burrata
Léttur og vorlegur pastaréttur sem allir í fjölskyldunni munu elska! Ljúffengt sítrónusmjörið passar fullkomlega með bökuðum tómötum, humri og burrata, nammi namm!
Fyrir 4 manns
Innihald:
300 g litlir tómatar
300 g spagettí eða linguine pasta
500 g skelflettur humar
1 sítróna (í þunnar sneiðar)
4 hvítlauksgeirar
Smjör til steikingar
Ólífuolía
Salt og pipar
Toppur:
Ferskt basilpestó
Ristaðar furuhnetur
Söxuð basilika
4 x litlar burrata kúlur frá Mjólkursamsölunni (við stofuhita)
Meðlæti:
Hvítlauksbrauð
Aðferð:
1. Hitið ofninn í 200°C.
2. Setjið tómatana í eldfast mót, hellið um 2 msk. af ólífuolíu yfir, rífið 2 hvítlauksrif saman við, saltið og piprið. Bakið í ofninum í 20 mínútur á meðan þið undirbúið annað.
3. Sjóðið spagettí/linguine í söltu vatni.
4. Smjörsteikið humarinn á meðan og rífið 2 hvítlauksrif yfir hann í lokin, saltið og piprið.
5. Takið humarinn af pönnunni, bætið á hana smjöri (um 2 msk.), ólífuolíu (um 2 msk.) og sítrónusneiðum, leyfið að malla við meðalhita þar til sneiðarnar mýkjast upp.
6. Bætið pastanu saman við sítrónusmjörið og veltið upp úr því, fjarlægið síðan sítrónusneiðarnar sjálfar.
7. Raðið síðan saman á disk; spagettí, bökuðum tómötum, smjörsteiktum humri, pestó, furuhnetum, basilíku og síðast en ekki síst lítilli burrata kúlu.
8. Njótið sem fyrst með góðu hvítlauksbrauði.
Kynning

-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Pizzabakarinn opnar á Siglufirði – Theodór Dreki: „Við hættum ekki fyrr en pizzan var fullkomin“
-
Starfsmannavelta2 dagar síðan
Harry tekur við rekstri Nauthóls – Tómas og Sigrún kveðja eftir níu dásamleg ár
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Valinn borðbúnaður frá Churchill og Dudson með sérstökum viðbótarafslætti
-
Markaðurinn5 dagar síðan
ÓJ&K-ÍSAM – Opnunartímar apríl og maí 2026
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Kokkafatnaður fyrir lítil og stór eldhús – sjáðu úrvalið á netinu eða í verslun
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Zendaya hjálpar Tom Holland að skapa nýjan bjór án áfengis – Tom Holland: „Ég vil hjálpa öðrum“
-
Starfsmannavelta1 dagur síðan
Nýr veitingastjóri á Strikinu – Elísabet Ingibjörg tekur við keflinu
-
Frétt8 klukkustundir síðan
Hilton Nordica og Reykjavík Natura fá nýjan rekstraraðila og andlitslyftingu