Frétt
Þetta fá ríkisstarfsmenn í dagpeninga fyrir gistingu og fæði
Ferðakostnaðarnefnd á vegum ríkisins hefur ákveðið dagpeninga til greiðslu gisti- og fæðiskostnaðar ríkisstarfsmanna á ferðalögum innanlands á vegum ríkisins sem hér segir:
| 1. Gisting og fæði í einn sólarhring | kr. 34.500 |
| 2. Gisting í einn sólarhring | kr. 28.800 |
| 3. Fæði hvern heilan dg, minnst 10 tíma ferðalag | kr. 13.600 |
| 4. Fæði í hálfan dag, minnst 6 tíma ferðalag | kr. 6.800 |
Dagpeningar þessir gilda frá og með 1. október 2022. Jafnframt fellur úr gildi auglýsing nr. 1/2022.
Nefndin fer þess á leit við ráðuneyti og stofnanir að viðmiðunarfjárhæðir um greiðslur dagpeninga um gistingu og veitingar verði kynntar starfsfólki til að útlagður kostnaður sé sem næst viðmiðunarfjárhæðum.
Athygli er vakin á að meginreglan er að greiða skal kostnað vegna ferðalaga innanlands, s.s. fargjöld, fæði og gistingu, eftir reikningi.
Mynd: úr safni
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðanErtu búinn að taka sunnudaginn frá fyrir BCA-verðlaunin?
-
Pistlar2 dagar síðanEndurvakning Klúbbs Framreiðslumeistara
-
Vín, drykkir og keppni1 dagur síðanBarþjónar fá einstakt tækifæri til að fylgjast með sérfræðingum að störfum
-
Markaðurinn4 dagar síðanGrænmetiseldhúsið með Peter De Wandel í Garra
-
Nemendur & nemakeppni3 dagar síðanMatreiðslunám í VMA heldur áfram að laða að nemendur – Myndir
-
Markaðurinn2 dagar síðanGlæsilegar nýjungar fyrir veitingastaði: Phoenix línan, fjölhæfar skvísur og nýir veislubakkar
-
Frétt4 dagar síðanLífrænar nýrnabaunir innkallaðar vegna ólöglegs varnarefnis
-
Frétt4 dagar síðanMatfugl innkallar ferskan kjúkling vegna gruns um salmonellu






