Bocuse d´Or
Þessar þjóðir keppa í evrópu keppni Bocuse d´Or – Bjarni Siguróli mun keppa fyrri daginn
Nú er búið að gefa út hvaða þjóðir keppa til úrslita í evrópu keppni Bocuse d´Or sem haldin verður 11. og 12. júní 2018 í Turin, Ítalíu.
Þær þjóðir sem keppa eru:
| 11. júní (Dagur 1) | 12. júní (Dagur 2) | ||
| 1 | Pólland | 1 | Rússland |
| 2 | Belgía | 2 | Svíþjóð |
| 3 | Ísland | 3 | Króatía |
| 4 | Ungverjaland | 4 | Finnland |
| 5 | Þýskaland | 5 | Noregur |
| 6 | Holland | 6 | Danmörk |
| 7 | Spánn | 7 | Ítalía |
| 8 | Frakkland | 8 | Búlgaría |
| 9 | Sviss | 9 | Eistland |
| 10 | Bretland | 10 | Tyrkland |
Bjarni Siguróli er kandídat Íslands
Bjarni Siguróli Jakobsson keppir fyrir Íslands hönd í evrópu keppni Bocuse d´Or. Bjarni Siguróli er sjálfstætt starfandi matreiðslumeistari og rekur eigið fyrirtæki undir heitinu Reykjavík Gastronomy. Í gegnum tíðina hefur hann m.a. starfað á og stjórnað eldhúsum eins og Geira Smart, Slippbarnum og Vox ásamt veitingahúsum í Danmörku sem skarta í dag 2* og 3* Michelin stjörnum.
Þá vann hann til fjölda gull- og silfurverðlauna sem liðsmaður Íslenska kokkalandsliðsins á árunum 2013-2017 og gegndi stöðu fyrirliða liðsins frá 2015.
Bjarni hefur tekið þátt í fjölmörgum einstaklings matreiðslukeppnum og hlaut m.a. titilinn Kokkur ársins á Íslandi árið 2012 og hreppti silfur í keppninni Matreiðslumaður Norðurlanda 2013.
Nýtt Bocuse d´Or merki
Til gamans má geta að nýtt Bocuse d’Or merki hefur litið dagsins ljós. Merkið sýnir sjónræna hugmynd á samsetningu og nýsköpunar sem stuðlar að styrkleika og velgengni.
Bocuse d´Or fréttayfirlit hér.
Samsett mynd: Sigurjón Ragnar Sigurjónsson / Bocusedor.com
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanVendoro einfaldar pantanir og samskipti í veitingageiranum: Árni Þór Árnason matreiðslumaður segir frá þróun appsins
-
Markaðurinn4 dagar síðanÓska eftir rekstraraðila fyrir 65 herbergja heilsárshótel á landsbyggðinni
-
Markaðurinn4 dagar síðanErt þú aðilinn sem við erum að leita að?
-
Markaðurinn1 dagur síðanJólaleikur ársins leitar að frumlegustu jólakræsingu landsins
-
Markaðurinn3 dagar síðanVantar þig virkilega góða jólagjöf?
-
Markaðurinn2 dagar síðanOstakrans sem stelur senunni á jólaborðinu
-
Frétt1 dagur síðanAsahi varð fyrir stórfelldri netárás, allt að 1,5 milljón viðskiptavina í hættu
-
Markaðurinn14 klukkustundir síðanOpnunartími hjá Nathan um hátíðarnar






