Pistlar
Þegar ég hitti Roger Whittaker
Nokkur ár í röð var ég sendur til Minot North Dacota á svokallaða Norsk Höstfest. Þetta var viku hátíð þarna í North Dacota og voru öll norðurlöndin með eldhús og þjóðlegan mat.
Að vísu var ég bara með íslenskan fisk á matseðlinum enda að vinna hjá íslensku fiskfyrirtæki í Bandaríkjunum Samband of Iceland. Þarna mættu þúsundir manns og var mikið á dagskránni, eldhús frá öllum norður-löndunum, verslunarbásar með minjagripum frá öllum nema Íslandi, risa tónleikar á stóru sviði, og allskonar skemmtiatriði.
Ég var sá eini frá Íslandi með fiski matseðil.
Þarna var öll árin söngvarinn Roger Whittaker. Einn daginn eftir hátiðarprógramið fór ég inn á veitingastaðinn á hótelinu þar sem ég bjó. Á næsta borði var Roger og snéri ég mér að honum, kynnti mig og sagði honum að fyrsta hljómplata sem ég hafi keypt væri safnplatan hans.
Hann tók þessu ákaflega vel og bauð mér að setjast hjá sér og borða kvöldmatinn. Við töluðum um heima og geima og eitt sem ég sagði honum væri að tónlistin hans væri spiluð oft á dag á Íslandi og hver einasti maður á klakanum þekkti hann sem söngvara.
Þá sagði hann mér að hann hafi þrisvar verið beðinn um að koma til Íslands að halda tónleika og hann hafi alltaf neitað. Kvöldið leið og við kvöddumst.
Þrem mánuðum seinna sá ég í fréttunum frá Íslandi að hann væri að halda tónleika.
Á þessum árum bjó ég í Bandaríkjunum og komst ekki á tónleikana en fannst sem að kannski hafi hann samþykkt að fara til íslands eftir samtalið okkar. Hver veit?
Blessuð sé minning hans.
Höfundur: Hilmar B. Jónsson matreiðslumeistari
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
100 myndir frá hátíðarkvöldverði KM
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Fyrsta heildstæða kennsluefnið í matreiðslu gefið út eftir 70 ára kennslusögu – Myndir frá útgáfuteitinu
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Uppskrift – Rjómalöguð tómatsúpa og grillað ostabrauð
-
Nemendur & nemakeppni3 dagar síðan
Reynir Grétarsson matreiðslumeistari með áhugavert fræðsluerindi um súkkulaðigerð – Myndir
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Uppskrift – Mozzarella fiskréttur
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Hótel og heilsulind Bláa Lónsins á meðal 10 bestu hótelum heims – Michelin
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Bóndadagsgjöf ástríðukokksins
-
Markaðurinn2 dagar síðan
World Class barþjónakeppnin – Skráning 2025