Vertu memm

Pistlar

Þegar ég hitti Roger Whittaker

Birting:

þann

Roger Whittaker

Roger Whittaker

Nokkur ár í röð var ég sendur til Minot North Dacota á svokallaða Norsk Höstfest. Þetta var viku hátíð þarna í North Dacota og voru öll norðurlöndin með eldhús og þjóðlegan mat.

Að vísu var ég bara með íslenskan fisk á matseðlinum enda að vinna hjá íslensku fiskfyrirtæki í Bandaríkjunum Samband of Iceland. Þarna mættu þúsundir manns og var mikið á dagskránni, eldhús frá öllum norður-löndunum, verslunarbásar með minjagripum frá öllum nema Íslandi, risa tónleikar á stóru sviði, og allskonar skemmtiatriði.

Ég var sá eini frá Íslandi með fiski matseðil.

Þarna var öll árin söngvarinn Roger Whittaker. Einn daginn eftir hátiðarprógramið fór ég inn á veitingastaðinn á hótelinu þar sem ég bjó. Á næsta borði var Roger og snéri ég mér að honum, kynnti mig og sagði honum að fyrsta hljómplata sem ég hafi keypt væri safnplatan hans.

Hann tók þessu ákaflega vel og bauð mér að setjast hjá sér og borða kvöldmatinn. Við töluðum um heima og geima og eitt sem ég sagði honum væri að tónlistin hans væri spiluð oft á dag á Íslandi og hver einasti maður á klakanum þekkti hann sem söngvara.

Þá sagði hann mér að hann hafi þrisvar verið beðinn um að koma til Íslands að halda tónleika og hann hafi alltaf neitað. Kvöldið leið og við kvöddumst.

Þrem mánuðum seinna sá ég í fréttunum frá Íslandi að hann væri að halda tónleika.

Á þessum árum bjó ég í Bandaríkjunum og komst ekki á tónleikana en fannst sem að kannski hafi hann samþykkt að fara til íslands eftir samtalið okkar. Hver veit?

Blessuð sé minning hans.

Hilmar B. Jónsson

Hilmar B. Jónsson

Höfundur: Hilmar B. Jónsson matreiðslumeistari

Viltu birta grein á Veitingageirinn.is? Sendu okkur póst [email protected]. Með pistlinum þarf að fylgja nafn höfundar, titill og mynd.

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið