Viðtöl, örfréttir & frumraun
Þakkargjörðarhátíðin haldin hátíðleg í dag | „..þetta er yfir 1000 máltíðir á dag með öllu“
Bandaríkjamenn fagna í dag þakkargjörðarhátíðinni og því víst að kalkúnn og sætar kartöflur verði á borðum víða, en þessi hátíð er haldin fjórða fimmtudag í nóvember á hverju ári.
Hér á Íslandi eru fjölmörg veitingahús og hótel sem bjóða upp þakkargjörðarmáltíð en hefðbundnir réttir eru kalkúnn og graskersbaka.
Veisluþjónustan Menu Veitingar býður að sjálfsögðu upp á Kalkún með öllu tilheyrandi enda fjölmargir bandarískir hermenn í mat hjá þeim.
Um 600 manns í morgun og núna í hádeginu. Við erum með 250 hermenn í einn mánuð í allar máltíðir yfir daginn, morgun-, hádegis-, kvöld-, og næturmat og þetta er yfir 1000 máltíðir á dag með öllu. Í kvöld verðum við með Amerískt þakkargjörðarhlaðborð fyrir hermennina.
, sagði Bjarni Sigurðsson matreiðslumaður hjá Menu Veitingum í samtali við veitingageirinn.is, aðspurður um fjöldann í mat hjá þeim.
Meðfylgjandi myndir voru taggaðar #veitingageirinn inn á Instagram og sýna lífið á bakvið veitingageirann, en myndirnar tók Bjarni Sigurðsson matreiðslumeistari hjá Menu veitingum.
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Spennandi tækifæri
-
Bocuse d´Or1 dagur síðan
Myndir: Það styttist í herlegheitin – Sindri keppir fyrir Íslands hönd 27. janúar í Bocuse d´Or
-
Frétt3 dagar síðan
Myllan innkallar heimilisbrauð
-
Markaðurinn5 dagar síðan
World Class barþjónakeppnin – Skráning 2025
-
Frétt2 dagar síðan
Menntun í matvælaiðnaði ekki metin til launa í leikskólum – Kallað eftir endurskoðun
-
Pistlar2 dagar síðan
Gæðakerfi: Lykillinn að skilvirkum rekstri, minni sóun og ánægðari viðskiptavinir
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Bóndadagsgjöf ástríðukokksins
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðan
Útlit hins sígilda íslenska Brennivíns hefur verið uppfært – Ákveðin framþróun í bragði Brennivínsins m.a. með tærari kúmenkeim en áður var