Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Texture opnar formlega
Agnar Sverrisson og Xavier Rousset hafa staðið í ströngu síðastliðnar tvær vikur, en þeir höfðu svokallaðan prufukvöldverði í eina viku og á fimmtudaginn 6. september s.l. opnaði staðurinn formlega.
Agnar og xavier buðu fjórum íslendingum að borða á einum slíkum prufukvöldverð, en það voru þeir Ragnar Wessmann, Reynir Magnússon, Guðmundur Guðmundsson og Trausti Víglunds. og var það á föstudagskvöldinu 31. ágúst sem þeir settust niður í hinum glæsilega veitingastað Texture við Portman Square í London.
Veitingageirinn.is hafði samband við Guðmund Guðmundsson eða Mummi eins og flest allir þekkja með nafni og bað hann um að segja okkur lítilega frá því hvernig hann upplifði kvöldið hjá þeim Agnari og Xavier.
Guðmundur Guðmundsson
„Við komum á föstudeginum og Agnar tók vel á móti okkur og kynnti okkur fyrir Xavier sem leiddu okkur í gegnum allann sannleikann. Að sjálfsögðu var kíkt á eldhúsið og þar var nóg að snúast, en 7 kokkar voru á vakt ásamt uppvöskurum.
Við fórum síðan upp á hótel og komum aftur kl: 19°° á Texture, en þetta gekk þannig fyrir sig að við vorum komnir sem venjulegir gestir og pöntuðum okkur af matseðlinum líkt og er gert á A la carte veitingastöðum og voru réttirnir hver af öðrum betri. Maturinn og þjónustan var framúrskarandi eða má segja á heimsklassa. Innréttingarnar eru í Modern stíl, en samt hlýlegur og góður andi í salnum, en það var unnusta Agnars hún Þórhildur Rafnsdóttir, innanhúshönnuður sem á veg og vanda af hönnun staðarins.“
, sagði Guðmundur Guðmundsson matreiðslumeistari.
Fjölmargir góðir gestir kíktu í prufukvöldverðina, t.a.m. matreiðslumeistarinn Raymond Blanc, en þeir félagar Agnar og Xavier störfuðu hjá honum um langt skeið og var Agnar yfirkokkur þar, eins komu Sendiherra Íslands í London, Sverrir Haukur Gunnarsson, Sigurður Arngrímsson hjá Morgan Stanley og listamaðurinn Tolli, en myndir Tolla prýða veggi staðarins.
Við hér hjá veitingageiranum óskum nýbökuðu veitingafólkinu innilega til hamingju með nýja veitingastaðinn Texture.
Myndir frá kvöldinu eru væntanlegar.
Heimasíða Texture: www.texture-restaurant.co.uk
Mynd: texture-restaurant.co.uk
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Vín, drykkir og keppni5 dagar síðan
Pílumeistarinn 2025 krýndur á stórskemmtilegu móti veitingafólks – Myndaveisla
-
Keppni4 dagar síðan
Munið skilafrestinn 14. febrúar – Graham’s Blend Series Kokteil keppni 2025
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Eldhús framtíðarinnar: Snjallbúnaður sem sparar tíma, vinnu og orku – Myndbönd
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Frönsk matargerð í hávegum höfð: Michelin-meistari færir Midland Grand Dining Room á næsta stig
-
Keppni20 klukkustundir síðan
Ísland vekur athygli með framúrskarandi vegan réttum á Ítalíu
-
Keppni2 dagar síðan
Global Chefs Challenge fer fram á Ítalíu
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Vatnsdeigsbolla með Nutella-kremi og kransabita
-
Keppni3 dagar síðan
Íslenskir barþjónar í sviðsljósinu: Barþjónakeppnin World Class er hafin á ný