Vertu memm

Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel

Svona lítur mat-, og vínseðillinn út hjá nýjum veitingastað Ostabúðarinnar

Birting:

þann

Ostabúðin restaurant við Skólavörðustíg 8

Ostabúðin restaurant er staðsettur við hliðina á Ostabúðinni við Skólavörðustíg 8, opnaði formlega fyrir tveimur vikum síðan og hefur verið mjög gott að gera.

Allt frá árinu 2000 hafa matgæðingar og sælkerar laumað sér inn á neðri hæðina hjá okkur í hádeginu til að gæða sér á ýmsum kræsingum.

Eins gaman og við höfum haft af röðinni sem hefur myndast hjá okkur í hádeginu þessi 15 ár þá höfum við loksins, loksins stækkað við okkur. Þannig að nú getið þið komið kvölds og morgna og valið úr kjöt- og fiskréttum sem við höfum vandað okkur sérstaklega við að þróa og auðvitað ostum, við eigum nóg af þeim. Jú, og vel á minnst, það er hægt að fá vín með matnum.

Verði ykkur að góðu, Jói.

Skrifar eigandi beggja staða hann Jóhann Jónsson matreiðslumaður sem sérstök skilaboð á matseðlana.

Ostabúðin hefur ávallt boðið upp á gott úrval af ferskum og óvenjulegum varningi sem hefur kitlað bragðlauka og örvað munnvatnsframleiðslu til muna í miðborginni og það er engin undantekning hjá nýjum veitingastað Ostabúðarinnar eins og sjá má á meðfylgjandi mat og vínseðlum:

Ostabúðin - Matseðil

Ostabúðin - Vínseðil

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið