Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Svona lítur mat-, og vínseðillinn út hjá nýjum veitingastað Ostabúðarinnar
Ostabúðin restaurant er staðsettur við hliðina á Ostabúðinni við Skólavörðustíg 8, opnaði formlega fyrir tveimur vikum síðan og hefur verið mjög gott að gera.
Allt frá árinu 2000 hafa matgæðingar og sælkerar laumað sér inn á neðri hæðina hjá okkur í hádeginu til að gæða sér á ýmsum kræsingum.
Eins gaman og við höfum haft af röðinni sem hefur myndast hjá okkur í hádeginu þessi 15 ár þá höfum við loksins, loksins stækkað við okkur. Þannig að nú getið þið komið kvölds og morgna og valið úr kjöt- og fiskréttum sem við höfum vandað okkur sérstaklega við að þróa og auðvitað ostum, við eigum nóg af þeim. Jú, og vel á minnst, það er hægt að fá vín með matnum.
Verði ykkur að góðu, Jói.
Skrifar eigandi beggja staða hann Jóhann Jónsson matreiðslumaður sem sérstök skilaboð á matseðlana.
Ostabúðin hefur ávallt boðið upp á gott úrval af ferskum og óvenjulegum varningi sem hefur kitlað bragðlauka og örvað munnvatnsframleiðslu til muna í miðborginni og það er engin undantekning hjá nýjum veitingastað Ostabúðarinnar eins og sjá má á meðfylgjandi mat og vínseðlum:
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Viðskiptavinir okkar eiga skilið að hafa valkost: Segir Sigurður um ákvörðun MooGoo að vera opinn allt árið
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun24 klukkustundir síðan
Saga barónanna lifir – Veitingahúsið Hornið heldur upp á 46 ára afmæli
-
Frétt3 dagar síðan
Jamie Oliver rífur þögnina um erfitt samband sitt við Marco Pierre White
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Lúxus á útsölu – Fairmont Grand Hotel selur innanstokksmuni fyrir breytingar – Talið vera stærsta uppboð sinnar tegundar í Evrópu
-
Frétt3 dagar síðan
Launahækkun í næsta launaumslagi – Allir eiga að fá hækkun, hvort sem þeir eru á taxtalaunum eða umsömdum launum
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Fróðlegt námskeið á Tipsý með viskísérfræðingnum Toffa frá Dillon
-
Keppni5 dagar síðan
Ashley Marriot vann Barlady keppnina á Íslandi – Myndir
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Ný bylgja í vínheiminum – Fyrsta áfengislausa vínverslunin opnar í hjarta vínborgarinnar Bordeaux