Bjarni Gunnar Kristinsson
Svona eru ferðalögin hjá Bjarna og fjölskyldu
Bjarni Gunnar Kristinsson og fjölskylda ferðuðust víða um Ítalíu í sumar og voru í 16 daga og mest 3 daga á hverjum stað.
Ein frægasta trufflu búð var heimsótt sem staðsett er í bænum ALba á Ítalíu en búðin heitir Tartufi Morra og var stofnuð árið 1930 og var fyrsta búðin sem bauð upp á hvíta trufflusveppi. Árlega er haldin hátíð á vegum búðarinnar þar sem trufflur eru boðnar upp til góðgerðamála og kostar allt að 16 milljónir 1 stk (stór hvít) en sumar trufflur eru ódýrari og kosta um 250 evrur kílóið. Í myndbandinu má sjá þegar Bjarni kaupir eina trufflu.
Þessi var bara lítil og kostaði ekki það mikið, en bragðgóð var hún,
sagði Bjarni í samtali við veitingageirinn.is aðspurður um Tartufi Morra.
Farið var meðal annars í heimsóknir til framleiðenda á Ítalíu, ítalskir réttir gerðir á einfaldan máta og margt fleira sem hægt er að horfa á í þessu skemmtilega myndbandi sem er tæp hálftími að lengd:
Bjarni Gunnar Kristinsson er matreiðslumeistari að mennt.Hann hefur verið í íslenska kokkalandsliðinu frá árinu 2000 til 2014 og var fyrirliði þess þegar það hlaut gull– og silfurverðlaun á Ólympíuleikum matreiðslumeistara í Erfurt í Þýskalandi 2008.Bjarni útskrifaðist frá Hótel– og veitingaskólanum um miðjan tíunda áratuginn en hefur síðan þá unnið til fjölmargra alþjóðlegra verðlauna í sínu fagi og starfað sem gestakokkur á virtum veitingahúsum um allan heim. Ennfremur hefur Bjarni Gunnar komið að gerð fjölmargra sjónvarpsþátta um matreiðslu.
Mynd: skjáskot úr myndbandi.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanVendoro einfaldar pantanir og samskipti í veitingageiranum: Árni Þór Árnason matreiðslumaður segir frá þróun appsins
-
Markaðurinn3 dagar síðanÓska eftir rekstraraðila fyrir 65 herbergja heilsárshótel á landsbyggðinni
-
Markaðurinn3 dagar síðanErt þú aðilinn sem við erum að leita að?
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðanForréttabarinn opnar útibú á horni Frakkastígs og Hverfisgötu
-
Markaðurinn1 dagur síðanJólaleikur ársins leitar að frumlegustu jólakræsingu landsins
-
Markaðurinn2 dagar síðanVantar þig virkilega góða jólagjöf?
-
Markaðurinn2 dagar síðanOstakrans sem stelur senunni á jólaborðinu
-
Frétt22 klukkustundir síðanAsahi varð fyrir stórfelldri netárás, allt að 1,5 milljón viðskiptavina í hættu






