Vertu memm

Markaðurinn

Sumarið kemur með Hleðslu próteinkaffi

Birting:

þann

Sumarið kemur með Hleðslu próteinkaffi

Sumarið er komið hjá Hleðslufjölskyldunni sem nú kynnir til leiks sérstaka Sumar Hleðslu! Sumar Hleðsla er próteinríkur kaffidrykkur úr íslenskri mjólk og kaldbrugguðu kaffi (e. cold brew coffee). Kaffið er malað úr 100% Arabica baunum frá Eþíópíu og inniheldur ein ferna 22 g prótein og 100 mg koffín.

Saman mynda kaffið og próteinrík íslensk mjólkin silkimjúka og bragðmilda kaffiblöndu sem kemur skemmtilega á óvart.

„Eftir frábærar viðtökur á Hleðslu með karamellubragði var ekki annað hægt en að gleðja Hleðslusamfélagið með annarri bragðtegund og varð kaffi fyrir valinu í þetta sinn,“

segir Halldóra Arnardóttir, markaðsstjóri hjá MS.

„Sumar Hleðsla inniheldur ekki kaffibragðefni, heldur alvöru kaldbruggað kaffi og er þetta í fyrsta sinn sem  höfum við sett á markað Hleðslu með koffíni,“

bætir Halldóra við.

Hér er á ferðinni sannkallað sumar í fernu en eins og umbúðirnar gefa til kynna er hér um spennandi nýjung að ræða sem enginn Hleðslu- eða kaffiunnandi má missa af. Sumar Hleðsla geymist í kæli og þarf að hrista fyrir notkun en svo er bara að njóta og njóta vel.

Ef þú hefur áhuga á að auglýsa hér á veitingageirinn.is, hafðu þá samband við okkur á netfangið [email protected] og við sendum til baka allar upplýsingar. ... smellið hér til að lesa fleiri fréttir og tilkynningar frá styrktaraðilum vefsins.

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið