Markaðurinn
Sumarið kemur með Hleðslu próteinkaffi
Sumarið er komið hjá Hleðslufjölskyldunni sem nú kynnir til leiks sérstaka Sumar Hleðslu! Sumar Hleðsla er próteinríkur kaffidrykkur úr íslenskri mjólk og kaldbrugguðu kaffi (e. cold brew coffee). Kaffið er malað úr 100% Arabica baunum frá Eþíópíu og inniheldur ein ferna 22 g prótein og 100 mg koffín.
Saman mynda kaffið og próteinrík íslensk mjólkin silkimjúka og bragðmilda kaffiblöndu sem kemur skemmtilega á óvart.
„Eftir frábærar viðtökur á Hleðslu með karamellubragði var ekki annað hægt en að gleðja Hleðslusamfélagið með annarri bragðtegund og varð kaffi fyrir valinu í þetta sinn,“
segir Halldóra Arnardóttir, markaðsstjóri hjá MS.
„Sumar Hleðsla inniheldur ekki kaffibragðefni, heldur alvöru kaldbruggað kaffi og er þetta í fyrsta sinn sem höfum við sett á markað Hleðslu með koffíni,“
bætir Halldóra við.
Hér er á ferðinni sannkallað sumar í fernu en eins og umbúðirnar gefa til kynna er hér um spennandi nýjung að ræða sem enginn Hleðslu- eða kaffiunnandi má missa af. Sumar Hleðsla geymist í kæli og þarf að hrista fyrir notkun en svo er bara að njóta og njóta vel.
-
Starfsmannavelta3 dagar síðan
Er Bryggjan hætt starfsemi?
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun11 klukkustundir síðan
Ný vefbók fyrir matvælakennslu og áhugafólk um matreiðslu – Þér er boðið í útgáfupartý
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Koffmann er loksins fáanlegt á Íslandi
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Wolt hefur sendingar á Stokkseyri og Eyrarbakka
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Matargestir ferðast aftur í tímann til villta vestursins – Myndir og vídeó
-
Vín, drykkir og keppni1 dagur síðan
Fyrsti viðburður ársins hjá Kampavínsfjelaginu – 6 rétta matseðill með kampavíns pörun
-
Keppni1 dagur síðan
Graham’s Blend Series Kokteil keppni 2025
-
Frétt2 dagar síðan
Óhæfar saxaðar döðlur til neyslu