Viðtöl, örfréttir & frumraun
Stórviðburður framundan hjá ÓX
Einstakt matarævintýri er í vændum í hjarta Reykjavíkur þegar veitingastaðurinn ÓX tekur á móti heimsþekktum gestum frá Danmörku í ágúst. Þann 15. og 16. ágúst verða haldnir tveir sérstakir kvöldverðir þar sem eldhús ÓX og margverðlaunaða veitingastaðarins Kadeau í Kaupmannahöfn sameina krafta sína.
Kadeau státar af tveimur Michelin-stjörnum auk svonefndrar Grænnar stjörnu fyrir sjálfbærni, og hefur um árabil verið í fremstu röð norrænna veitingastaða. ÓX, sem sjálfur hefur hlotið fjölda viðurkenninga og virðingar í íslensku og alþjóðlegu veitingalífi, fagnar þessu einstaka tækifæri til að fagna matargerð og samstarfi yfir landamæri.
Til landsins koma þrír lykilmenn úr teyminu hjá Kadeau:
Kyumin Hahn, yfirkokkur staðarins og virtur matreiðslumeistari með sterka sýn á nútímalega norræna matargerð.
Timothy Davies, yfirmaður nýsköpunar og rannsókna hjá Kadeau, sem er þekktur fyrir hugvitssamleg nálgun að hráefni og tækni.
Alexander Lord, aðstoðarveitingastjóri, sem mun ásamt Manuel hjá ÓX sjá um vínpörun kvöldsins.
Matseðill kvöldsins verður sambland af því besta sem ÓX og Kadeau hafa upp á að bjóða – þar sem hreinleiki og sköpun mætast í hverjum bita. Hver réttur verður unninn með nákvæmni og innsæi, og vínin valin með natni til að undirstrika og lyfta upplifuninni.
„Það er einstakt að fá að vinna með jafn metnaðarfullu og hæfileikaríku fólki og teyminu frá Kadeau.
Við hlökkum til að elda saman, deila ástríðu okkar fyrir góðum mat og víni – og hafa gaman í leiðinni.“
Segir í tilkynningu frá ÓX.
Fjöldi sæta er mjög takmarkaður, og því er gestum ráðlagt að tryggja sér borð sem allra fyrst. Þetta eru kvöld sem matgæðingar ættu ekki að láta fram hjá sér fara.
Myndir: facebook / Óx / Kadeau
-
Bocuse d´Or3 dagar síðanSnædís keppir í Bocuse d´Or í stað Hinriks
-
Keppni3 dagar síðanÍslenskir og hollenskir veitingastaðir í úrslitum á National Fish & Chip Awards 2026
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðanBrasa tekur á móti fyrstu gestum í Smáratorgi. Sjáðu stemninguna frá opnunarpartýinu
-
Markaðurinn5 dagar síðanFerskt og litríkt sætkartöflusalat sem hentar við öll tilefni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanTom Kerridge stígur til hliðar frá Pub in the Park
-
Markaðurinn3 dagar síðanParmaskinka á 50% afslætti hjá Stórkaup
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanUppselt á hátíðarkvöldverð Klúbbs matreiðslumeistara í Hörpu
-
Markaðurinn4 dagar síðanDrykkur kynnir glæsilega jólagjafapakka fyrir fyrirtæki og vini








