Íslandsmót barþjóna
Stefán kom sá og sigraði í Íslandsmóti barþjóna – Myndir
Íslandsmót barþjóna var haldið í gær í Gamla bíó og samhliða fór fram keppnirnar Vinnustaðakeppni og Reykjavík Cocktail Weekend drykkurinn.
Úrslit úr Íslandsmóti barþjóna urðu á þessa leið:
1. sæti – Stefán Ingi Guðmundsson – Steikhúsið
2. sæti – Guðmundur Siggtyggson – Hilton
3. sæti – Árni Gunnarsson – Gullöldin
Er þetta í fyrsta sinn sem að Stefán Ingi tekur þátt í þessu virtu móti og gerði sér lítið fyrir og sigraði:
Ég verð að viðurkenna að ég fattaði það ekki strax, var svo upptekin af því að bíða eftir að heyra nafn hinna tveggja keppendanna sem ekki var búið að kalla upp, að það tók um 3 sekúndur að síast inn að mitt nafn hefði verið kallað upp.
, sagði Stefán Ingi hress í samtali við veitingageirinn.is aðspurður um hvernig tilfinningin hefði verið að heyra nafn sitt tilkynnt í 1. sæti.
Verðlaunadrykkur Stefáns er Caramillo og uppskriftin er á þessa leið:
2 cl. Butterscotch (De Kuyper)
1,5 cl. Absolut vanilla
1,5 cl. Malibu
4 cl. Rjómi
Hrist og strainað í kampavíns skál, skreytt með vanillu stöng.
Meðfylgjandi myndir eru frá mótunum í gær, þ.e. Íslandsmóti barþjóna þar sem Stefán hjá Steikhúsinu sigraði í, Vinnustaðakeppninni en þar sigraði Kári frá Apótek Restaurant og Reykjavík Cocktail Weekend drykkurinn en höfundur hans er sigurvegarinn Svavar Helgi frá Sushi Samba.
Fleira tengt efni:
[feed url=“https://veitingageirinn.is/category/islandsmot-barthjona/feed/“ number=“10″ ]
Það er Barþjónaklúbbur Íslands sem á allan veg og vanda að undirbúningi og framkvæmd á keppnunum.
Myndir: Bar.is

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Hafliði Halldórsson og landsliðskokkurinn Kristín Birta kynna íslenskan mat í hjarta Chicago
-
Frétt3 dagar síðan
Kaffisala bönnuð eftir kl. 14 – Nýjar reglur um koffín á veitingastöðum
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Tækifæri í Hveragerði – Bás laus í Gróðurhúsinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Aprílgabb Veitingageirans vakti kátínu
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Efnisveitan í Skeifunni: Nýtt og notað fyrir hótel, veitingastaði og mötuneyti
-
Keppni3 dagar síðan
Kokkakeppni þar sem notkun á örbylgjuofni er skylda – Glæsileg verðlaun í boði
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Við eigum majónesið fyrir þig – Heinz & Kraft majónes – Fullkomið fyrir stóreldhús
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Lavazza frumsýnir samstarf við Maríu Guðjohnsen á HönnunarMars