Keppni
Stefán Elí sigraði í matreiðslukeppninni Bragð Frakklands
Stefán Elí Stefánsson matreiðslumaður í Perlunni bar sigur úr býtum í mareiðslukeppninni Bragð Frakklands 2014 sem haldin var í vikunni á Gallery Restaurant Hótel Holti í Reykjavík.
Þrír íslenskir matreiðslumenn kepptust um það í úrslitakeppninni á miðvikudag hverjum þeirra tækist best að bræða saman íslenska og franska matargerðarlist.
Tilkynnt var um úrslitin seint á fimmtudagskvöld. Jónas Oddur Björnsson matreiðslumaður á Vox varð í öðru sæti og Óli Már Erlingsson matreiðslumaður á Fiskfélaginu í þriðja sæti. Sigurlaunin eru ferð á hina víðfrægu Bocuse d´Or matreiðslukeppni í Frakklandi í janúar og vikudvöl á Michelin veitingastað ytra.
Bragð Frakklands 2014 var haldinn á Gallery Restaurant Hótel Holt og er samstarfsverkefni veitingastaðarins, franska sendiráðsins á Íslandi, Klúbbs matreiðslumeistara og Kokkalandsliðsins.
Allt hráefnið var sérvalið og flutt inn frá Frakklandi fyrir þessa keppni og yfirdómarinn tók sér frí frá Michelin matreiðslu og kom hingað sérstaklega til að dæma í keppninni.
Þetta var í fyrsta skipti sem matreiðslukeppnin Bragð Frakklands var haldin hér á landi, en samhliða úrslitakeppninni var gestum og gangandi boðið að smakka á frönskum mat og kynnast frönskum vínum á Hótel Holti. Friðgeir Ingi Eiríksson yfirkokkur á Holtinu framreiddi úrvals mat úr hágæða frönsku hráefni fyrir gesti og franski vínbóndinn Vincent Dugue frá Chateau de La Ragotière kynnti framleiðslu sína.
Allar fréttir frá matreiðslukeppninni Bragð Frakklands hér.
Myndir: aðsendar
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Glæsilegt Þorrablót Íslendinga á Gran Canaria – Kristján Frederiksen matreiðslmeistari fór á kostum – Myndir
-
Starfsmannavelta4 dagar síðan
Snædís Xyza Mae Jónsdóttir ráðin yfirmatreiðslumeistari á Fröken Reykjavík Kitchen & Bar
-
Frétt23 klukkustundir síðan
Jamie Oliver rífur þögnina um erfitt samband sitt við Marco Pierre White
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Lúxus á útsölu – Fairmont Grand Hotel selur innanstokksmuni fyrir breytingar – Talið vera stærsta uppboð sinnar tegundar í Evrópu
-
Frétt1 dagur síðan
Launahækkun í næsta launaumslagi – Allir eiga að fá hækkun, hvort sem þeir eru á taxtalaunum eða umsömdum launum
-
Keppni3 dagar síðan
Ashley Marriot vann Barlady keppnina á Íslandi – Myndir
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Kaffipressan kaupir Kaffistofuna – styrkir sérkaffimenningu á Íslandi
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðan
Er Guinness 0 algjörlega áfengislaus?