Vertu memm

Keppni

Stefán Elí sigraði í matreiðslukeppninni Bragð Frakklands

Birting:

þann

Taste of France

Stefán Elí Stefánsson

Stefán Elí Stefánsson matreiðslumaður í Perlunni bar sigur úr býtum í mareiðslukeppninni Bragð Frakklands 2014 sem haldin var í vikunni á Gallery Restaurant Hótel Holti í Reykjavík.

Þrír íslenskir matreiðslumenn kepptust um það í úrslitakeppninni á miðvikudag hverjum þeirra tækist best að bræða saman íslenska og franska matargerðarlist.

Tilkynnt var um úrslitin seint á fimmtudagskvöld. Jónas Oddur Björnsson matreiðslumaður á Vox varð í öðru sæti og Óli Már Erlingsson matreiðslumaður á Fiskfélaginu í þriðja sæti. Sigurlaunin eru ferð á hina víðfrægu Bocuse d´Or matreiðslukeppni í Frakklandi í janúar og vikudvöl á Michelin veitingastað ytra.

Keppendur, dómarar og umsjónarmenn keppninnar Bragð Frakklands Mynd: Árni Þór Arnórsson

Keppendur, dómarar og umsjónarmenn keppninnar Bragð Frakklands
Mynd: Árni Þór Arnórsson

Bragð Frakklands 2014 var haldinn á Gallery Restaurant Hótel Holt og er samstarfsverkefni veitingastaðarins, franska sendiráðsins á Íslandi, Klúbbs matreiðslumeistara og Kokkalandsliðsins.

Allt hráefnið var sérvalið og flutt inn frá Frakklandi fyrir þessa keppni og yfirdómarinn tók sér frí frá Michelin matreiðslu og kom hingað sérstaklega til að dæma í keppninni.

Keppendur F.v. Jónas Oddur Björnsson matreiðslumaður á Vox varð í öðru sæti, Stefán Elí Stefánsson matreiðslumaður í Perlunni í fyrsta sæti og Óli Már Erlingsson matreiðslumaður á Fiskfélaginu í þriðja sæti. Mynd: Árni Þór Arnórsson

Keppendur
F.v. Jónas Oddur Björnsson matreiðslumaður á Vox varð í öðru sæti, Stefán Elí Stefánsson matreiðslumaður í Perlunni í fyrsta sæti og Óli Már Erlingsson matreiðslumaður á Fiskfélaginu í þriðja sæti.
Mynd: Árni Þór Arnórsson

Stefán Elí Stefánsson Mynd: Árni Þór Arnórsson

Stefán Elí Stefánsson
Mynd: Árni Þór Arnórsson

Þetta var í fyrsta skipti sem matreiðslukeppnin Bragð Frakklands var haldin hér á landi, en samhliða úrslitakeppninni var gestum og gangandi boðið að smakka á frönskum mat og kynnast frönskum vínum á Hótel Holti. Friðgeir Ingi Eiríksson yfirkokkur á Holtinu framreiddi úrvals mat úr hágæða frönsku hráefni fyrir gesti og franski vínbóndinn Vincent Dugue frá Chateau de La Ragotière kynnti framleiðslu sína.

Allar fréttir frá matreiðslukeppninni Bragð Frakklands hér.

Myndir: aðsendar

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss
  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.

Mest lesið