Frétt
Slakað á skilyrðum við ferðaþjónustuna og veitingageirann um tekjufallsstyrki í Frakklandi
Slakað verður á skilyrðum um tekjufallsstyrki í Frakklandi vegna þeirra neikvæðu áhrifa sem nýjasta bylgja heimsfaraldursins hefur haft, en frá þessu greinir turisti.is. Fyrirtæki sem geta sýnt fram á að tekjur hafi lækkað um helming geta þar með sótt um stuðning á greiðslum á föstum kostnaði. Áður var gert skilyrði um að tekjurnar hefður lækkað um að minnsta kosti 65 prósent.
Samkvæmt frétt Bloomberg sem að turisti.is vekur athygli á, þá er þessi stuðningur sérstaklega ætlaður fyrirtækjum í ferðaþjónustu og veitingarekstri.
Til viðbótar við tekjufallsstyrkina þá eru frönsk stjórnvöld einnig að skoða undanþágur frá opinberum gjöldum og eins að seinka afborgunum á þeim ríkistryggðu lánum sem fyrirtækjum buðust fyrr í heimsfaraldrinum.
Mynd: úr safni
-
Markaðurinn4 dagar síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Keppni5 dagar síðanOpið fyrir innsendingar í ítalskri kokteilkeppni Tipsý
-
Vín, drykkir og keppni1 dagur síðanErtu búinn að taka sunnudaginn frá fyrir BCA-verðlaunin?
-
Markaðurinn4 dagar síðanFLOTIÐ snýr aftur á Múlaberg, þjónar og kokkar skipta um hlutverk
-
Pistlar1 dagur síðanEndurvakning Klúbbs Framreiðslumeistara
-
Markaðurinn4 dagar síðanÍslendingar pöntuðu hamborgara, franskar og helling af kokteilsósu
-
Markaðurinn3 dagar síðanGrænmetiseldhúsið með Peter De Wandel í Garra
-
Nemendur & nemakeppni2 dagar síðanMatreiðslunám í VMA heldur áfram að laða að nemendur – Myndir






