Frétt
Slakað á skilyrðum við ferðaþjónustuna og veitingageirann um tekjufallsstyrki í Frakklandi
Slakað verður á skilyrðum um tekjufallsstyrki í Frakklandi vegna þeirra neikvæðu áhrifa sem nýjasta bylgja heimsfaraldursins hefur haft, en frá þessu greinir turisti.is. Fyrirtæki sem geta sýnt fram á að tekjur hafi lækkað um helming geta þar með sótt um stuðning á greiðslum á föstum kostnaði. Áður var gert skilyrði um að tekjurnar hefður lækkað um að minnsta kosti 65 prósent.
Samkvæmt frétt Bloomberg sem að turisti.is vekur athygli á, þá er þessi stuðningur sérstaklega ætlaður fyrirtækjum í ferðaþjónustu og veitingarekstri.
Til viðbótar við tekjufallsstyrkina þá eru frönsk stjórnvöld einnig að skoða undanþágur frá opinberum gjöldum og eins að seinka afborgunum á þeim ríkistryggðu lánum sem fyrirtækjum buðust fyrr í heimsfaraldrinum.
Mynd: úr safni
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðanBrasa tekur á móti fyrstu gestum í Smáratorgi. Sjáðu stemninguna frá opnunarpartýinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanVendoro einfaldar pantanir og samskipti í veitingageiranum: Árni Þór Árnason matreiðslumaður segir frá þróun appsins
-
Markaðurinn2 dagar síðanÓska eftir rekstraraðila fyrir 65 herbergja heilsárshótel á landsbyggðinni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanSmassaður jólaborgari með purusteik og camembert sló í gegn – Myndir
-
Markaðurinn2 dagar síðanErt þú aðilinn sem við erum að leita að?
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðanForréttabarinn opnar útibú á horni Frakkastígs og Hverfisgötu
-
Markaðurinn1 dagur síðanVantar þig virkilega góða jólagjöf?
-
Markaðurinn16 klukkustundir síðanOstakrans sem stelur senunni á jólaborðinu






