Smári Valtýr Sæbjörnsson
Sjómannastofan Vör Grindavík | „…alveg til fyrirmyndar og vel þess virði að renna til Grindavíkur í góðan mömmumat.“
Þá er komið aftur að okkar mánaðarlega heimsókn á stað sem er með heimilismat og fyrir valinu í þetta sinn var Sjómannastofan Vör í Grindavík. Ég og ritstjórinn vorum mættir eitt föstudagshádegi kl 11:15 að beiðni Jóns Guðmundssonar veitingamanns þar sem það kæmi stór hópur kl 11:30 og þá þyrftum við að vera búnir að taka myndir af hlaðborðinu.
Það sem var á boðstólunum þennan dag var pönnusteikt ýsa og reyktur svínahnakki, meðlæti var steiktar kartöflur, grænmeti, salatbar, grænar baunir, hrásalat, rauðrófur, laukfeiti, Béarnaisesósa og brún sósa og í eftirrétt var boðið upp á grjónagraut með kanilsykri og rjómablandi.
- Guðjón að störfum
- Mmmm.. girnilegt er það
- Hlaðborðið og salatbarinn
- Hluti af meðlætinu
- Pönnusteikt ýsa
- Reyktur svínahnakki
- Grjónagrautur með kanilsykri og rjómablandi
- Grjónagrautur
Smökkuðum við á heila galleríinu og ekki leiddist okkur það, þetta var alveg til fyrirmyndar og vel þess virði að renna til Grindavíkur í góðan mömmumat.
Það reyndist rétt hjá Jóni, en um kl. 11:30 fylltist staðurinn og mikið fjör í salnum en þau tóku þessu statískri ró og allir fengu sitt.
Þetta er fjölskyldufyrirtæki rekið af Jóni og konu hans og sonur þeirra hann Guðjón Jónsson aðstoðar þau við þetta enda ekki ókunnur veitingabransanum.
Kvöddum við gestgjafana og þökkuðum fyrir góðan viðurgjörning og héldum í sitt hvora áttina frá Grindavik með sælubros á vör.
Myndir: Smári
![]()
-
Markaðurinn4 dagar síðanÓska eftir rekstraraðila fyrir 65 herbergja heilsárshótel á landsbyggðinni
-
Markaðurinn4 dagar síðanErt þú aðilinn sem við erum að leita að?
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun8 klukkustundir síðanTímamót fyrir íslenska barþjóna með nýjum samstarfssamningi
-
Markaðurinn2 dagar síðanJólaleikur ársins leitar að frumlegustu jólakræsingu landsins
-
Markaðurinn3 dagar síðanVantar þig virkilega góða jólagjöf?
-
Kokkalandsliðið8 klukkustundir síðanNýr þjálfari kokkalandsliðsins, Georg Arnar leiðir liðið til Lúxemborgar 2026
-
Markaðurinn3 dagar síðanOstakrans sem stelur senunni á jólaborðinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun9 klukkustundir síðanMatarmarkaður Íslands í Hörpu um helgina, fjölbreyttur markaður fyrir veisluborðið og jólagjafir






















