Bocuse d´Or
Síðasta æfingin í dag, næst Bocuse d´Or Europe
Síðasta tímaæfingin fyrir Bocuse D’or Europe fer fram í dag, en það er Viktor Örn Andrésson mateiðslumaður sem keppir fyrir hönd Íslands.
Viktor hefur einn aðstoðarmann með sér í sjálfri keppninni, en það er Hinrik örn Lárusson. Aðrir aðstoðarmenn eru þeir Sölvi Már Davíðsson og Rúnar Pierre Heriveaux, en hann var aðstoðarmaður Sigurðar Helgasonar í aðalkeppninni í fyrra og lenti í 8. sæti.
„Strákarnir eru klárir í slaginn!“
sagði Viktor hress í morgun í samtali við veitingageirinn.is.
Viktor keppir fyrstur á undankeppninni Bocuse d´Or Europe sem haldin er í Búdapest höfuðborg Ungverjalands 10. til 11. maí, þar sem 20 þjóðir keppa og 12 komast áfram í sjálfa aðal keppnina sem haldin verður í Lyon í Frakklandi 24. og 25. janúar 2017. Íslenska Bocuse d´Or teymið flýgur til Búdapest á miðvikudaginn næstkomandi.
Bocuse d´Or teymið hefur verið að æfa stíft síðastliðna mánuði í Fastus eldhúsinu sem er eftirlíking af Bocuse d´Or keppniseldhúsinu.
Hægt er að fylgjast með þeim félögum í facebook hópnum Bocuse d´Or Team Iceland.
Myndir: Bocuse d´Or Team Iceland.
Fleira tengt efni:
[feed url=“https://veitingageirinn.is/category/bocuse-dor/feed/“ number=“4″ ]
-
Bocuse d´Or3 dagar síðanSnædís keppir í Bocuse d´Or í stað Hinriks
-
Keppni3 dagar síðanÍslenskir og hollenskir veitingastaðir í úrslitum á National Fish & Chip Awards 2026
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðanBrasa tekur á móti fyrstu gestum í Smáratorgi. Sjáðu stemninguna frá opnunarpartýinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun7 klukkustundir síðanVendoro einfaldar pantanir og samskipti í veitingageiranum: Árni Þór Árnason matreiðslumaður segir frá þróun appsins
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanTom Kerridge stígur til hliðar frá Pub in the Park
-
Markaðurinn3 dagar síðanParmaskinka á 50% afslætti hjá Stórkaup
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanUppselt á hátíðarkvöldverð Klúbbs matreiðslumeistara í Hörpu
-
Markaðurinn4 dagar síðanDrykkur kynnir glæsilega jólagjafapakka fyrir fyrirtæki og vini







