Vertu memm

Bocuse d´Or

Síðasta æfingin í dag, næst Bocuse d´Or Europe

Birting:

þann

Bocuse d´Or Team Iceland 2016

Myndina tók Katrín Sif

Síðasta tímaæfingin fyrir Bocuse D’or Europe fer fram í dag, en það er Viktor Örn Andrésson mateiðslumaður sem keppir fyrir hönd Íslands.

Viktor hefur einn aðstoðarmann með sér í sjálfri keppninni, en það er Hinrik örn Lárusson.  Aðrir aðstoðarmenn eru þeir Sölvi Már Davíðsson og Rúnar Pierre Heriveaux, en hann var aðstoðarmaður Sigurðar Helgasonar í aðalkeppninni í fyrra og lenti í 8. sæti.

„Strákarnir eru klárir í slaginn!“

sagði Viktor hress í morgun í samtali við veitingageirinn.is.

Viktor keppir fyrstur á undankeppninni Bocuse d´Or Europe sem haldin er í Búdapest höfuðborg Ungverjalands 10. til 11. maí, þar sem 20 þjóðir keppa og 12 komast áfram í sjálfa aðal keppnina sem haldin verður í Lyon í Frakklandi 24. og 25. janúar 2017.  Íslenska Bocuse d´Or teymið flýgur til Búdapest á miðvikudaginn næstkomandi.

Bocuse d´Or Team Iceland 2016

Öll smáatriði eru yfirfarin áður en tímaæfingin hefst. Mynd: Katrín Sif

Bocuse d´Or teymið hefur verið að æfa stíft síðastliðna mánuði í Fastus eldhúsinu sem er eftirlíking af Bocuse d´Or keppniseldhúsinu.

Hægt er að fylgjast með þeim félögum í facebook hópnum Bocuse d´Or Team Iceland.

 

Myndir: Bocuse d´Or Team Iceland.

Fleira tengt efni:

[feed url=“https://veitingageirinn.is/category/bocuse-dor/feed/“ number=“4″ ]

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið