Bocuse d´Or
Síðasta æfingin í dag, næst Bocuse d´Or Europe
Síðasta tímaæfingin fyrir Bocuse D’or Europe fer fram í dag, en það er Viktor Örn Andrésson mateiðslumaður sem keppir fyrir hönd Íslands.
Viktor hefur einn aðstoðarmann með sér í sjálfri keppninni, en það er Hinrik örn Lárusson. Aðrir aðstoðarmenn eru þeir Sölvi Már Davíðsson og Rúnar Pierre Heriveaux, en hann var aðstoðarmaður Sigurðar Helgasonar í aðalkeppninni í fyrra og lenti í 8. sæti.
„Strákarnir eru klárir í slaginn!“
sagði Viktor hress í morgun í samtali við veitingageirinn.is.
Viktor keppir fyrstur á undankeppninni Bocuse d´Or Europe sem haldin er í Búdapest höfuðborg Ungverjalands 10. til 11. maí, þar sem 20 þjóðir keppa og 12 komast áfram í sjálfa aðal keppnina sem haldin verður í Lyon í Frakklandi 24. og 25. janúar 2017. Íslenska Bocuse d´Or teymið flýgur til Búdapest á miðvikudaginn næstkomandi.
Bocuse d´Or teymið hefur verið að æfa stíft síðastliðna mánuði í Fastus eldhúsinu sem er eftirlíking af Bocuse d´Or keppniseldhúsinu.
Hægt er að fylgjast með þeim félögum í facebook hópnum Bocuse d´Or Team Iceland.
Myndir: Bocuse d´Or Team Iceland.
Fleira tengt efni:
[feed url=“https://veitingageirinn.is/category/bocuse-dor/feed/“ number=“4″ ]
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Saga barónanna lifir – Veitingahúsið Hornið heldur upp á 46 ára afmæli
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Viðskiptavinir okkar eiga skilið að hafa valkost: Segir Sigurður um ákvörðun MooGoo að vera opinn allt árið
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Ný bylgja í vínheiminum – Fyrsta áfengislausa vínverslunin opnar í hjarta vínborgarinnar Bordeaux
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðan
Hvað er Heitast á BWW 2025? Sóley Björk og fremstu vínsérfræðingar heims afhjúpa leyndardóma Spænskra vína
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Súkkulaðið sem fór á flug á TikTok – Hvað er svona sérstakt við PortaNOIR?
-
Frétt2 dagar síðan
Fuglaflensa veldur eggjaskorti: Veitingastaðir og bakarí í vanda
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Rósasalat – Salatið sem fær diskinn til að blómstra – Uppskriftir með rósasalati
-
Keppni3 dagar síðan
Þessir keppendur komust áfram í úrslitakeppni Tipsý og Bulleit