Frétt
Samkomulags um ofbeldislausa og örugga skemmtistaði
Nýr samningur um ofbeldislausa og örugga skemmtistaði til ársins 2024 var undirritaður í dag, föstudaginn 8. apríl.
Markmið samkomulagsins er að standa að vitundarvakningu og tryggja öryggi gesta og starfsfólks á skemmtistöðum í Reykjavík en með því er stefnt á að fyrirbyggja allt mögulegt ofbeldi á skemmtistöðum, þ.m.t. kynbundna og kynferðislega áreitni, vændi og mansal, sem og ofbeldi sem byggist t.d. á fordómum eða hatri, svo sem í garð innflytjenda eða hinsegin fólks.
Aðilar að samkomulaginu verða nú Reykjavíkurborg, Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu, Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins, Samtök ferðaþjónustunnar, Ríkislögreglustjóri, Neyðarlínan og ný Samtök reykvískra skemmtistaða. Er þetta í fjórða sinn sem samkomulag um verkefnið er undirritað en stefnt er á aukinn sýnileika verkefnisins í þetta sinn samhliða fjölgun aðila að samkomulaginu.
Stofnun Samtaka reykvískra skemmtistaða
Samhliða undirrituninni voru ný samtök skemmtistaða formlega stofnuð og bera þau heitið Samtök reykvískra skemmtistaða. Í forsvari fyrir samtökin eru þau Birgitta Líf Björnsdóttir frá Bankastræti club, Geoffrey Þ. Huntingdon – Williams frá Prikinu, Húrra o.fl. og Ásgeir Guðmundsson frá Röntgen. Auk þeirra skrifuðu 26 fulltrúar frá reykvískum skemmtistöðum undir stofnskjal samtakanna og viðbúið að þeir verði fleiri strax á næstu dögum.
Rekstraraðilar skemmtistaða í borginni eru boðnir velkomnir að samkomulagi um ofbeldislausa og örugga skemmtistaði.
Mynd: reykjavik.is
-
Pistlar3 dagar síðanEndurvakning Klúbbs Framreiðslumeistara
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðanErtu búinn að taka sunnudaginn frá fyrir BCA-verðlaunin?
-
Markaðurinn14 klukkustundir síðanViltu reka kaffihús í hjarta Miðborgarinnar
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðanBarþjónar fá einstakt tækifæri til að fylgjast með sérfræðingum að störfum
-
Nemendur & nemakeppni4 dagar síðanMatreiðslunám í VMA heldur áfram að laða að nemendur – Myndir
-
Markaðurinn3 dagar síðanGlæsilegar nýjungar fyrir veitingastaði: Phoenix línan, fjölhæfar skvísur og nýir veislubakkar
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðanAtvinnurekendur bregðast við: Styttri opnun og færri vaktir á krám
-
Markaðurinn4 dagar síðanNorðanfiskur leitar að metnaðarfullum sölufulltrúa






