Vertu memm

Frétt

Samkomulags um ofbeldislausa og örugga skemmtistaði

Birting:

þann

Samkomulags um ofbeldislausa og örugga skemmtistaði

fulltrúar allra aðila skrifa undir samning um ofbeldislausa og örugga skemmtistað

Nýr samningur um ofbeldislausa og örugga skemmtistaði til ársins 2024 var undirritaður í dag, föstudaginn 8. apríl.

Markmið samkomulagsins er að standa að vitundarvakningu og tryggja öryggi gesta og starfsfólks á skemmtistöðum í Reykjavík en með því er stefnt á að fyrirbyggja allt mögulegt ofbeldi á skemmtistöðum, þ.m.t. kynbundna og kynferðislega áreitni, vændi og mansal, sem og ofbeldi sem byggist t.d. á fordómum eða hatri, svo sem í garð innflytjenda eða hinsegin fólks.

Aðilar að samkomulaginu verða nú Reykjavíkurborg, Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu, Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins, Samtök ferðaþjónustunnar, Ríkislögreglustjóri, Neyðarlínan og ný Samtök reykvískra skemmtistaða. Er þetta í fjórða sinn sem samkomulag um verkefnið er undirritað en stefnt er á aukinn sýnileika verkefnisins í þetta sinn samhliða fjölgun aðila að samkomulaginu.

Stofnun Samtaka reykvískra skemmtistaða

Samhliða undirrituninni voru ný samtök skemmtistaða formlega stofnuð og bera þau heitið Samtök reykvískra skemmtistaða. Í forsvari fyrir samtökin eru þau Birgitta Líf Björnsdóttir frá Bankastræti club, Geoffrey Þ. Huntingdon – Williams frá Prikinu, Húrra o.fl. og Ásgeir Guðmundsson frá Röntgen.  Auk þeirra skrifuðu 26 fulltrúar frá reykvískum skemmtistöðum undir stofnskjal samtakanna og viðbúið að þeir verði fleiri strax á næstu dögum.

Rekstraraðilar skemmtistaða í borginni eru boðnir velkomnir að samkomulagi um ofbeldislausa og örugga skemmtistaði.

Mynd: reykjavik.is

Auglýsingapláss

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið