Vertu memm

Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel

Sælkerabúðin opnar kjötborð í Hagkaup Garðabæ og Kringlunni

Birting:

þann

Sælkerabúðin opnar kjötborð í Hagkaup Garðabæ og Kringlunni

Sælkerabúðin að Bitruhálsi 2

Sælkerabúðin Bitruhálsi hefur kætt mataráhugamenn síðustu ár með frábærum útfærslum af tilbúnum réttum, sósum, meðlæti og úrvali af sérvöldu gæðakjöti sem hefur verið verkað og marinerað svo henti í hvaða stórveislu sem er. Að baki hágæða vörum Sækerabúðarinnar eru meistarakokkarnir Hinrik Lárusson og Viktor Örn Andrésson sem báðir hafa verið í íslenska kokkalandsliðinu og unnið til margra verðlauna í matreiðslukeppnum.

Hugmyndin gengur út á að opna það sem talað er um sem “búð í búð” þar sem Sælkerabúðin verður með sér verslun inni í verslunum Hagkaups í Garðabæ og Kringlunni.

“Við erum tilbúnir að stækka og ná til stærri hóps með okkar frábæru vörum”

sögðu þeir félagar spurðir um ástæðu þess að færa út kvíarnar.

„Þegar tækifærið bauðst til að vinna með Hagkaup þá fannst okkur það passa við okkar framtíðarsýn. Hagkaup er sú verslun sem býður landsmönnum upp á framúrskarandi úrval í öllu sem snýr að mat og fersku grænmeti. Við töldum það frábæra leið að leggja í þetta ferðalag með þeim. Við erum þess fullvissir að viðskiptavinir Hagkaups, sem eru miklir matgæðingar, eigi eftir að taka okkur fagnandi og okkur hlakkar til að takast á við þessa spennandi áskorun,“

sögðu þeir Viktor og Hinrik spurðir út í fréttir dagsins.

Sælkerabúðin opnar kjötborð í Hagkaup Garðabæ og Kringlunni

Sigurður Reynaldsson framkvæmdastjóri Hagkaups, Viktor Örn Andrésson og Hinrik Lárusson

„Við í Hagkaup eru sífellt að leita leiða til að styrkja þá valkosti sem við getum boðið okkar viðskiptavinum. Við vitum að þeir eru kröfuharðir og við gerum okkar besta að standa undir því. Við teljum því að þetta nýjasta útspil eigi eftir að slá í gegn hjá okkar viðskiptavinum,“

segir Sigurður Reynaldsson framkvæmdastjóri Hagkaups spurður um þessar spennandi fréttir og bætir við:

„Við erum gríðarlega spennt yfir þessum breytingum og erum sannfærð um að vörum Sælkerabúðarinnar eigi eftir að vera vel tekið af okkar viðskiptavinum.“

Undirbúningur þessara breytinga er hafinn og er áætlað að opna í seinni hluta ágúst mánaðar ef allt gengur upp. Það er því spennandi haust framundan í Hagkaup.

Myndir: aðsendar

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Í dag starfar Smári hjá Tónaflóði heimasíðugerð. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið