Íslandsmót barþjóna
Reykjavík Cocktail Weekend 2015 haldin dagana 4. – 8. febrúar
Barþjónaklúbbur íslands stendur fyrir hinni árlegu kokteilhátíð „Reykjavík Cocktail Weekend“ í samstarfi við helstu veitinga- og skemmtistaði í Reykjavík dagana 4. – 8. febrúar n.k. Það var árið 1963 sem að Barþjónaklúbbur Íslands var stofnaður en árið á eftir hóf klúbburinn að etja saman barþjónum landsins í kokteilgerð og hefur vinningshafi ávallt hlotið nafnbótina Íslandsmeistari barþjóna og keppt fyrir Íslands hönd á heimsmeistaramóti barþjóna.
Hátíðin hefst miðvikudaginn 4. febrúar og stendur til sunnudagsins 8. febrúar, þar sem henni líkur með úrslitakeppni í Íslandsmóti barþjóna og keppni milli veitingastaða í kokteilgerð í Gamla bíó.
Undankeppnir fara fram fimmtudaginn 5. febrúar og opnar Gamla bíó kl 19:00.
Um að gera að taka göngutúr um miðbæinn
Allir helstu umboðsaðilar áfengra drykkja verða með kynningu á sínum vörum á meðan á keppni stendur og von er á góðri stemmningu í kringum viðburðina. Samstarfsaðilar Reykjavík Cocktail Weekend munu bjóða upp á sérstakan kokteilseðil sem samanstendur af 5 kokteilum á tilboðsverði dagana 4. – 8. febrúar til klukkan 23.00 öll kvöldin og því um að gera að taka göngutúr um miðbæinn og skilja bílinn eftir því fjöldi góðra drykkja verða á boðstólnum.
Dómnefnd skipuð af Barþjónaklúbbi Íslands mun ganga á milli og smakka valda drykki af kokteilseðlum þáttökustaðanna og velja þrjá bestu drykkina sem keppa svo til úrslita á sunnudagskvöldið í Gamla bíó, vinningsdrykkurinn hlýtur nafngiftina Reykjavík Cocktail Weekend drykkurinn 2015.
Master class – erlendir sérfræðingar
Einnig býður Barþjónaklúbburinn upp á svokallað „Master Class“ á Center Hotel Plaza laugardaginn 7. febrúar milli kl. 14 & 19, en þar býðst gestum að smakka nokkrar tegundir af viskí, koníak og romm ásamt því að njóta fróðleiks frá þeim sem best til þekkja frá hverju umboði fyrir sig.
Fyrirlestrar verða í boði á þessum tíma og mun fjölbreytileikinn ráða þar ríkjum, þar sem að erlendir gestafyrirlesarar koma og fræða okkur um vínheiminn.
Nánari upplýsingar á heimasíðu Barþjónaklúbbs Íslands hér.
Fleira tengt efni:
[feed url=“https://veitingageirinn.is/category/cocktail_weekend/feed/“ number=“8″ ]

-
Keppni2 dagar síðan
Landslið kjötiðnaðarmanna í hörkuformi fyrir París – Tímamælingar lofa góðu
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Bako Verslunartækni er nýr sölu- og þjónustuaðili TurboChef ofna á Íslandi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
ÓJ&K – ÍSAM bauð KM-félögum upp á veislu – Konditorar boðnir velkomnir – Myndir
-
Vín, drykkir og keppni1 dagur síðan
Upplifðu franska vínmenningu með Gunna Palla & Georg Leite
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Ekki lengur bara sjálfboðavinna – Matreiðslumeistarar með nýja bækistöð
-
Keppni2 dagar síðan
Ísland í sigursæti á alþjóðlegri kokteilakeppni – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Sætur draumur að veruleika: Dagur í lífi eiganda Sweet Aurora
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Saffran opnar veitingastað á Akureyri í maí