Vín, drykkir og keppni
Ramón Bilbao Crianza 2016 – Hentar vel með grillkjöti
Ramón Bilbao Crianza er klassískt Rioja-vín framleitt af Bodegas Ramon Bilbao, en víngerðin á sér meira en aldargamla sögu.
Víngerðin var stofnuð árið 1924 af Don Ramón Bilbao Murga, en þar á undan hafði Don Ramón rekið litla víngerð í Haro frá árinu 1896 þar sem hann seldi fyrstu vínin sín. Ramón Bilbao Crianza er afbrigðagott vín úr Tempranillo vínberjum, dæmigerð úrval af La Rioja.
Vínberin eru tekin upp þegar þau eru orðin fullþroskuð og gerjuð við hitastig 28-29 ° C.
Ramón Bilbao Crianza er í 14 mánuði í amerískum eikartunnum. Þegar það er búið að ná réttu jafnvægi, þá er það geymt í 8 mánuði í flöskunni áður en það fer á markað.
Ramón Bilbao er ávaxtaríkt, yfirvegað og gott bragð og er á fínu verði í Vínbúðinni eða 2.399 kr , en það hentar t.a.m. mjög vel með grillkjöti, og jafnvel með ekta heimatilbúnum grillborgara:
Mynd: Smári / Veitingageirinn.is

-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Nýr veitingastaður í Hafnarfirði – „Vel vandað til verka á Sydhavn“ – matreiðslumeistarinn Sigurður gefur topp einkunn
-
Nemendur & nemakeppni2 dagar síðan
Ný kynslóð kjötiðnaðarmanna – Myndasafn af nemendum að störfum
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Vel heppnuð pop-up helgi á Eyju vínstofu & bistro: „Fólk tók einstaklega vel í seðilinn“
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Fastus – ein heild á ný
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Vorið kallar á nýsköpun og skapandi hugmyndir hjá Noma og MAD
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Yfirkokkur óskast á Fosshótel Húsavík – Executive chef Wanted at Fosshotel Húsavík
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun15 klukkustundir síðan
Aprílfundur KM: Veitingasvæði Ikea skoðað, mannúðarmál rædd og happdrætti til styrktar Myanmar bar góðan árangur – Myndir
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Fyrsta 3D-prentaða kaffihúsið rís í Texas