Markaðurinn
Rafrænar ferilbækur teknar í notkun – Ferilbækurnar eru gagnvirkar til þess að nýtast sem best í vinnustaðnámi iðnnema
Fyrir helgi voru rafrænar ferilbækur formlega teknar í notkun og má þannig segja að dagurinn marki nýtt upphaf í iðnnámi á Íslandi. Fyrstu námssamningarnir voru undirritaðir sama dag undir hatti nýrra ferilbóka.
Árið 2013 hafði IÐAN fræðslusetur lokið vinnu við ferilbækur í 23 iðngreinum. Í því ferli lagði Iðan m.a. mikla áherslu við menntamálaráðuneytið að ferilbækurnar yrðu gagnvirkar til þess að nýtast sem best í vinnustaðnámi iðnnema.
Frá þeim tíma sem IÐAN tók að afhenda ferilbækur er áætlað að um 3000 eintök hafi verið í notkun á þessum tíma. Bækurnar hafa verið aðgengilegar á heimasíðu IÐUNNAR.
Ferilbók er ætlað að efla gæði starfsþjálfunar með því að mynda samskiptavettvang nemanda, vinnustaða, skóla og annarra sem koma að starfsnámi. Ferilbókin tryggir að nemandinn fái rétta þjálfun og öðlist þá hæfni sem þarf að búa yfir við lok starfsnáms.
IÐAN og Rafmennt munu innan skamms bjóða meisturum upp á námskeið í notkun rafrænna ferilbóka.
Mynd: idan.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
100 myndir frá hátíðarkvöldverði KM
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Fyrsta heildstæða kennsluefnið í matreiðslu gefið út eftir 70 ára kennslusögu – Myndir frá útgáfuteitinu
-
Nemendur & nemakeppni5 dagar síðan
Reynir Grétarsson matreiðslumeistari með áhugavert fræðsluerindi um súkkulaðigerð – Myndir
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Uppskrift – Mozzarella fiskréttur
-
Markaðurinn21 klukkustund síðan
Spennandi tækifæri
-
Frétt1 dagur síðan
Myllan innkallar heimilisbrauð
-
Markaðurinn3 dagar síðan
World Class barþjónakeppnin – Skráning 2025
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Bóndadagsgjöf ástríðukokksins