Vertu memm

Markaðurinn

Quinoa skál með ristuðum kjúklingabaunum, ostakubbi og jógúrtsósu

Birting:

þann

Quinoa skál með ristuðum kjúklingabaunum, ostakubbi og jógúrtsósu

Uppskrift (fyrir 4)

3 dl quinoa, skolað

5 dl vatn

1 msk eða 1 teningur grænmetiskraftur

1 dós kjúklingabaunir

2 msk ólífuolía

1 tsk paprikukrydd

1 tsk oregano

½ agúrka

1 askja kirsjuberjatómatar

2 lárperur

1 lítill rauðlaukur

3 msk hvítvínsedik

1 ostakubbur frá Gott í matinn

Auglýsingapláss

Klettasalat og fersk steinselja eftir smekk

Salt og pipar

Jógúrtsósa:

3 msk grísk jógúrt frá MS

2 msk ólífuolía

1 msk vatn

1 lítið hvítlauksrif hakkað

1 tsk dijon sinnep

1 tsk hunang

Salt og pipar

Veisluþjónusta

Aðferð:

  1. Byrjið á að sjóða quinoað. Setjið vatnið í pott ásamt kraftinum og hleypið suðunni upp. Hellið quinoa út í og hrærið aðeins. Lækkið hitann og látið sjóða undir loki við vægan í 15 mínútur. Takið þá lokið af og leyfið að sjóða þar til allur vökvinn er horfinn, u.þ.b 10 mínútur.  Takið þá af hitanum og hrærið í með gaffli.
  2. Á meðan Quinoað sýður er upplagt að marinera rauðlaukinn. Þá setjið þið þunnt skorinn rauðlauk í skál og hellið yfir hvítvínsediki. Látið standa á meðan þið gerið restina af uppskriftinni.
  3. Hitið ofn í 180 gráður með blæstri. Setjið kjúklingabaunirnar í sigti og skolið af þeim vökvann. Þerrið vel og setjið á bökunarplötu. Kryddið með paprikukryddi, oregano, salti og pipar. Bakið í 30 mínútur eða þar til baunirnar eru vel bakaðar og aðeins stökkar.
  4. Gerið jógúrtsósuna. Pískið saman öllum hráefnunum og smakkið til með salti, pipar og hunangi.
  5. Skerið grænmetið í litla teninga og myljið niður ostakubbinn og raðið skálinni saman eins og þið viljið hafa hana. Toppið með sósunni og njótið!

Skoða nánar hér.

Uppskriftirnar á veitingageirinn.is eru frá fagmönnum og áhugafólki á matargerð sem skilar fjölbreyttar og bragðgóðar uppskriftir til þín. Ef þú lumar á uppskrift sem þú vilt birta á veitingageirinn.is sendu okkur þá uppskriftina ásamt nafni á [email protected]

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið