Markaðurinn
Quinoa skál með ristuðum kjúklingabaunum, ostakubbi og jógúrtsósu
Uppskrift (fyrir 4)
3 dl quinoa, skolað
5 dl vatn
1 msk eða 1 teningur grænmetiskraftur
1 dós kjúklingabaunir
2 msk ólífuolía
1 tsk paprikukrydd
1 tsk oregano
½ agúrka
1 askja kirsjuberjatómatar
2 lárperur
1 lítill rauðlaukur
3 msk hvítvínsedik
1 ostakubbur frá Gott í matinn
Klettasalat og fersk steinselja eftir smekk
Salt og pipar
Jógúrtsósa:
3 msk grísk jógúrt frá MS
2 msk ólífuolía
1 msk vatn
1 lítið hvítlauksrif hakkað
1 tsk dijon sinnep
1 tsk hunang
Salt og pipar
Aðferð:
- Byrjið á að sjóða quinoað. Setjið vatnið í pott ásamt kraftinum og hleypið suðunni upp. Hellið quinoa út í og hrærið aðeins. Lækkið hitann og látið sjóða undir loki við vægan í 15 mínútur. Takið þá lokið af og leyfið að sjóða þar til allur vökvinn er horfinn, u.þ.b 10 mínútur. Takið þá af hitanum og hrærið í með gaffli.
- Á meðan Quinoað sýður er upplagt að marinera rauðlaukinn. Þá setjið þið þunnt skorinn rauðlauk í skál og hellið yfir hvítvínsediki. Látið standa á meðan þið gerið restina af uppskriftinni.
- Hitið ofn í 180 gráður með blæstri. Setjið kjúklingabaunirnar í sigti og skolið af þeim vökvann. Þerrið vel og setjið á bökunarplötu. Kryddið með paprikukryddi, oregano, salti og pipar. Bakið í 30 mínútur eða þar til baunirnar eru vel bakaðar og aðeins stökkar.
- Gerið jógúrtsósuna. Pískið saman öllum hráefnunum og smakkið til með salti, pipar og hunangi.
- Skerið grænmetið í litla teninga og myljið niður ostakubbinn og raðið skálinni saman eins og þið viljið hafa hana. Toppið með sósunni og njótið!
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Nýr Indverskur veitingastaður opnar í Miðbæ Selfoss
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Nýtt veitingasvæði rís í austurenda Smáralindar – 13 nýir veitingastaðir
-
Bocuse d´Or3 dagar síðan
Sindri Guðbrandur keppir 27. janúar í Bocuse d´Or
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Dill opnar á ný eftir breytingar – nú með nýju borðabókunarkerfi Noona
-
Keppni1 dagur síðan
Matreiðslukeppni stjórnmálaflokkana í húsi Fagfélagana
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 klukkustundir síðan
Nýr veitingastaður á Laugarvatni – Sunneva og Sæþór: Við viljum að allir sem koma líði eins og þeir séu heima hjá sér
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 klukkustundir síðan
Kristinn Frímann bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á togaranum Kaldbak – Myndir
-
Keppni2 klukkustundir síðan
Grétar Matthíasson er Meistari meistaranna