Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Public House opnar – Gefa mat og drykk á morgun til styrktar Nepal
Nýi veitingastaðurinn Public House Gastropub sem staðsettur er við Laugaveg 24 hefur verið formlega opnaður með bráðabirgðaleyfi, en ástæðan fyrir því að leyfið hefur ekki fengist er vegna verkfalls hjá lögfræðingum hjá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu.
Veitingastaður tekur 55 manns í sæti og mun pöbba stemmning ráða ríkjum með háklassa mat með asískum áhrifum.
Á morgun laugardaginn 23. maí mun Public House gefa mat og drykk frá 12:00-18:00 í samstarfi við UNICEF til styrktar Nepal.
Við hvetjum alla til að koma, smakka góðan mat og bjór og aðstoða við uppbyggingu eftir jarðskjálftana með frjálsum framlögum. Njóttu góðra veitinga og leggðu þitt af mörkum. Hver króna sem þú leggur til rennur óskipt til neyðaraðgerða UNICEF í Nepal,
segir á facebook síðu Public House, en hægt er að lesa nánar um viðburðinn á facebook hér.
Á sunnudaginn verður Brunch þar sem boðið verður upp á 50% afslátt af kampavíni og mímósu, en Brunch verður alla sunnudaga eða eins og Public House segir:
alla SUNNUDAGA í CHAMPAGNE SUNDAY á Public House Gastropub. Opnum klukkan 11:00.
Eigendur Public House eru Eyþór Mar Halldórsson matreiðslumaður og Gunnsteinn Helgi Maríusson, en þeir eru ekki ókunngir veitingabransanum þar sem þeir hafa opnað Íslenska barinn við Austurvöll, Uno og Sushisamba saman.
Matseðillinn á Public House:
Myndir: af instagram síðu Public House.
-
Frétt22 klukkustundir síðan
Nýr miðlægur listi yfir sveina með starfsréttindi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Iðunn Mathöll á Akureyri opnar í dag
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Veitingastaðurinn MAR opnar á Frakkastíg
-
Frétt4 dagar síðan
Atvinnurekanda skylt að greiða matreiðslumanni 1,4 milljónir króna vegna vangreiddra launa
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Fljótlegur hátíðareftirréttur – Einfaldasta skyrkaka í heimi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Veitingageirinn í jólaskapi
-
Keppni5 dagar síðan
Skráning hafin á Íslandsmót nema og ungsveina í matvæla -og veitingagreinum
-
Nemendur & nemakeppni3 dagar síðan
Útskriftarnemendur Hótel- og matvælaskólans í MK tóku þátt í ýmsum keppnum og krefjandi verkefnum