Sverrir Halldórsson
Primo – Veitingarýni
Það var með tilhlökkun sem ég mætti í hádeginu 4. júlí á sjálfum þjóðhátíðardag Bandaríkjanna á Primo til að smakka á nautabbqrifjum sem þeir hafa verið að bjóða upp á að undanförnu og var mér vísað til sætis og boðið eitthvað að drekka og bað ég um amerískt bensín, eins og vera ber.
Svo kom Haukur með nýbakað foccacia brauð með basilpesto sem lagað er á staðnum og þvílíkt sælgæti og enn ein sönnun þess að lagað á staðnum er miklu betra.
Svo komu rifin með salati, gráðostasósu og kartöfluflögum.
Vá hvað þetta var girnilegt, salatið ferskt, sósan hæfilega sterk, flögurnar lagaðar á staðnum, fyrir minn smekk aðeins of sölt og rifin þau gjörsamlega bræddu mig þétt og kröftugt bbq bragð en samt ekki það sterkt að maður fann kjötbragð á bak við, harmonían í samsetningu á þessu bragði er mjög vel heppnuð og ekkert sem stelur senunni og er það gott.
Það er virkilega gaman að sjá hvað menn eru áræðnir í að prófa ódýru vöðvanna úr nautakjöti, svo sem uxahala, nautakinnar, rif, síður,og skanka og vonandi að þessi þróun haldi áfram því þessir hlutir eru ekki síðri á bragðið en lund og fille ef ekki bara bragðbetri.
Þetta var flott máltíð í tilefni dagsins og einn glaður þakkaði fyrir sig og hélt út í lífið.
Þess má geta að Haukur er kominn með lítinn kæli við, þar sem borgað er og býður hann upp á áðurnefnt basilpesto og eftirrétti sem hægt er að taka með sér og aldrei að vita hvað kemur í skápinn.
-
Vín, drykkir og keppni1 dagur síðan
Opnuðu 18 L kampavínsflösku í fyrsta sinn á Íslandi – Nýir eigendur Kampavínsfjelagsins
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Gulli bakari heiðraður sem kaupmaður ársins 2024
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Mikil aukning á fölsuðu áfengi – IBA biðlar til allra barþjóna og veitingamenn að vera vel á verði
-
Uppskriftir5 dagar síðan
Ljúffengar og góðar fiskibollur
-
Frétt4 dagar síðan
Upplýsingar til rekstraraðila í kringum Austurvöllinn
-
Keppni8 klukkustundir síðan
Myndir og vídeó frá matreiðslukeppni stjórnmálaflokkana – Sjáið úrslitin hér
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Beittir hnífar: Svartur föstudagur – Viku tilboð
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Áramótabomba Churchill