Markaðurinn
Pizza með burrata og hráskinku
Burrata er auðvitað ein mesta snilld sem hefur verið fundin upp! Það má nota þennan ost í ýmislegt og hér höfum við dásamlega pizzu með fersku góðgæti ásamt rifnum burrata osti.
Þetta er skemmtileg tilbreyting frá hefðbundinni pizzu og við mælum sannarlega með því að þið prófið!
Fyrir 2-3 manns
- 1 kúla pizzadeig (skipt í tvennt)
- 4-6 msk. grænt pestó
- 6-8 sneiðar Heirloom tómatar
- 1 avókadó (niðurskorið)
- 2 lúkur klettasalat
- 4-6 sneiðar hráskinka
- 2 Burrata kúlur frá MS Gott í matinn
- Furuhnetur
- Basilika
- Salt + pipar
- Balsamic gljái
- Ólífuolía
Aðferð:
- Stillið ofninn á 225°C.
- Skiptið pizzadeiginu í tvo hluta. Ég keypti tilbúna kúlu í bakarí en þið getið að sjálfsögðu notað hvaða pizzadeig sem er. Teygið deigið til þar til það verður nokkurn vegin sporöskjulaga í laginu og reynið að hafa það í þynnri kantinum.
- Penslið með smá af ólífuolíu og bakið þar til þau gyllast og verða örlítið stökk á köntunum.
- Smyrjið með pestó og raðið síðan tómötum, avókadó, klettasalati og hráskinku á brauðin.
- Næst má taka Burrata ostinn í sundur og raða honum í litlum bitum hér og þar yfir brauðin.
- Að lokum má strá furuhnetum, saxaðri basiliku, salti, pipar og balsamik gljáa yfir allt saman!
-
Frétt3 dagar síðan
Nýr miðlægur listi yfir sveina með starfsréttindi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Flottir ekta ítalskir réttir og pizzur af betri gerðinni – Fagnaðu gamlárskvöldinu með stæl á Piccolo – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Veitingageirinn í jólaskapi
-
Nemendur & nemakeppni5 dagar síðan
Útskriftarnemendur Hótel- og matvælaskólans í MK tóku þátt í ýmsum keppnum og krefjandi verkefnum
-
Food & fun18 klukkustundir síðan
Tveir íslenskir gestakokkar verða á Food and Fun hátíðinni í Stavanger
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Óáfengir kokteilar frá ISH, danskur framleiðandi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Gleðileg jól, kæru lesendur – Veitingageirinn.is þakkar fyrir sig
-
Kokkalandsliðið5 dagar síðan
Jólakveðja frá Kokkalandsliðinu og Klúbbi matreiðslumeistara – Vídeó