Markaðurinn
Pastasalat með túnfisk og avacado – Einstaklega ferskt og gott
Einstaklega ferskt og gott pastasalat sem tekur um 15 mínútur að gera. Frábært til þess að taka með sér í ferðalagið í sumar, nú eða bjóða upp á í góðra vinahópi á pallinum í sumar eða næsta barnaafmæli.
Um að gera að nota hugmyndaflugið og setja eitthvað annað sem þér þykir gott saman við eins og t.d. litla tómata.
Pastasalat með túnfisk og avacado
500 g pastaskrúfur
300 g túnfiskur
2 avacado, mjúk
Safi úr einni sítrónu
1 rauðlaukur
2 hvítlauksrif
200 g grísk jógúrt
2-3 msk sýrður rjómi 10%
1 msk Díjon sinnep
2 -3 msk Fersk steinselja
Salt og pipar
2 tsk sítrónupipar
½ tsk chilli flögur
Aðferð
- Sjóðið pastaskrúfur eftir leiðbeiningum á pakkningu.
- Skerið avacado gróflega niður og setjið í skál ásamt rauðlauk, hvítlauk og túnfisknum.
- Kreistið safann úr sítrónunni yfir allt og hrærið saman.
- Blandið pastaskrúfunum saman við ásamt grískri jógúrt, sýrðum rjóma, Dijon sinniepi og restinni af öllum kryddum. Gott er að blanda öllu vel saman og smakka til og bæta við frekari kryddi ef þess er þörf.
- Geymið í kæli þar til borið er fram.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Ný vefbók fyrir matvælakennslu og áhugafólk um matreiðslu – Þér er boðið í útgáfupartý
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Koffmann er loksins fáanlegt á Íslandi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Matargestir ferðast aftur í tímann til villta vestursins – Myndir og vídeó
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Fyrsti viðburður ársins hjá Kampavínsfjelaginu – 6 rétta matseðill með kampavíns pörun
-
Keppni19 klukkustundir síðan
Ertu lærður matreiðslumaður eða matreiðslunemi og langar til að komast í ungkokkalandsliðið?
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Uppskrift – Poke skál með kjúklingi og salatosti
-
Keppni4 dagar síðan
Graham’s Blend Series Kokteil keppni 2025
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Bóndadagurinn nálgast