Vertu memm

Markaðurinn

Pastasalat með túnfisk og avacado – Einstaklega ferskt og gott

Birting:

þann

Pastasalat með túnfisk og avacado - Einstaklega ferskt og gott

Einstaklega ferskt og gott pastasalat sem tekur um 15  mínútur að gera. Frábært til þess að taka með sér í ferðalagið í sumar, nú eða bjóða upp á í góðra vinahópi á pallinum í sumar eða næsta barnaafmæli.

Um að gera að nota hugmyndaflugið og setja eitthvað annað sem þér þykir gott saman við eins og t.d. litla tómata.

Veisluþjónusta

Pastasalat með túnfisk og avacado

500 g pastaskrúfur

300 g túnfiskur

2 avacado, mjúk

Safi úr einni sítrónu

1 rauðlaukur

2 hvítlauksrif

200 g grísk jógúrt

2-3 msk sýrður rjómi 10%

1 msk Díjon sinnep

2 -3 msk Fersk steinselja

Salt og pipar

2 tsk sítrónupipar

½ tsk chilli flögur

Aðferð

  1. Sjóðið pastaskrúfur eftir leiðbeiningum á pakkningu.
  2. Skerið avacado gróflega niður og setjið í skál ásamt rauðlauk, hvítlauk og túnfisknum.
  3. Kreistið safann úr sítrónunni yfir allt og hrærið saman.
  4. Blandið pastaskrúfunum saman við ásamt grískri jógúrt, sýrðum rjóma, Dijon sinniepi og restinni af öllum kryddum. Gott er að blanda öllu vel saman og smakka til og bæta við frekari kryddi ef þess er þörf.
  5. Geymið í kæli þar til borið er fram.

Pastasalat með túnfisk og avacado - Einstaklega ferskt og gott

Uppskriftirnar á veitingageirinn.is eru frá fagmönnum og áhugafólki á matargerð sem skilar fjölbreyttar og bragðgóðar uppskriftir til þín. Ef þú lumar á uppskrift sem þú vilt birta á veitingageirinn.is sendu okkur þá uppskriftina ásamt nafni á [email protected]

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið