Markaðurinn
Pastasalat með túnfisk og avacado – Einstaklega ferskt og gott
Einstaklega ferskt og gott pastasalat sem tekur um 15 mínútur að gera. Frábært til þess að taka með sér í ferðalagið í sumar, nú eða bjóða upp á í góðra vinahópi á pallinum í sumar eða næsta barnaafmæli.
Um að gera að nota hugmyndaflugið og setja eitthvað annað sem þér þykir gott saman við eins og t.d. litla tómata.
Pastasalat með túnfisk og avacado
500 g pastaskrúfur
300 g túnfiskur
2 avacado, mjúk
Safi úr einni sítrónu
1 rauðlaukur
2 hvítlauksrif
200 g grísk jógúrt
2-3 msk sýrður rjómi 10%
1 msk Díjon sinnep
2 -3 msk Fersk steinselja
Salt og pipar
2 tsk sítrónupipar
½ tsk chilli flögur
Aðferð
- Sjóðið pastaskrúfur eftir leiðbeiningum á pakkningu.
- Skerið avacado gróflega niður og setjið í skál ásamt rauðlauk, hvítlauk og túnfisknum.
- Kreistið safann úr sítrónunni yfir allt og hrærið saman.
- Blandið pastaskrúfunum saman við ásamt grískri jógúrt, sýrðum rjóma, Dijon sinniepi og restinni af öllum kryddum. Gott er að blanda öllu vel saman og smakka til og bæta við frekari kryddi ef þess er þörf.
- Geymið í kæli þar til borið er fram.

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Hafliði Halldórsson og landsliðskokkurinn Kristín Birta kynna íslenskan mat í hjarta Chicago
-
Frétt3 dagar síðan
Kaffisala bönnuð eftir kl. 14 – Nýjar reglur um koffín á veitingastöðum
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Tækifæri í Hveragerði – Bás laus í Gróðurhúsinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Aprílgabb Veitingageirans vakti kátínu
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Efnisveitan í Skeifunni: Nýtt og notað fyrir hótel, veitingastaði og mötuneyti
-
Keppni3 dagar síðan
Kokkakeppni þar sem notkun á örbylgjuofni er skylda – Glæsileg verðlaun í boði
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Við eigum majónesið fyrir þig – Heinz & Kraft majónes – Fullkomið fyrir stóreldhús
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Lavazza frumsýnir samstarf við Maríu Guðjohnsen á HönnunarMars