Markaðurinn
Pastasalat með túnfisk og avacado – Einstaklega ferskt og gott
Einstaklega ferskt og gott pastasalat sem tekur um 15 mínútur að gera. Frábært til þess að taka með sér í ferðalagið í sumar, nú eða bjóða upp á í góðra vinahópi á pallinum í sumar eða næsta barnaafmæli.
Um að gera að nota hugmyndaflugið og setja eitthvað annað sem þér þykir gott saman við eins og t.d. litla tómata.
Pastasalat með túnfisk og avacado
500 g pastaskrúfur
300 g túnfiskur
2 avacado, mjúk
Safi úr einni sítrónu
1 rauðlaukur
2 hvítlauksrif
200 g grísk jógúrt
2-3 msk sýrður rjómi 10%
1 msk Díjon sinnep
2 -3 msk Fersk steinselja
Salt og pipar
2 tsk sítrónupipar
½ tsk chilli flögur
Aðferð
- Sjóðið pastaskrúfur eftir leiðbeiningum á pakkningu.
- Skerið avacado gróflega niður og setjið í skál ásamt rauðlauk, hvítlauk og túnfisknum.
- Kreistið safann úr sítrónunni yfir allt og hrærið saman.
- Blandið pastaskrúfunum saman við ásamt grískri jógúrt, sýrðum rjóma, Dijon sinniepi og restinni af öllum kryddum. Gott er að blanda öllu vel saman og smakka til og bæta við frekari kryddi ef þess er þörf.
- Geymið í kæli þar til borið er fram.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanMúlaberg slær öll met: Yfir 4.000 gestir í jólahlaðborð á fimm vikum
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel20 klukkustundir síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Kokkalandsliðið4 dagar síðanKM, Kokkalandsliðið og 3D Verk skrifa undir nýjan samstarfssamning
-
Markaðurinn4 dagar síðanPampero og hefðin á bak við eitt þekktasta romm Venesúela
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðanÍslenskir barþjónar og barir tilnefndir í áttunda sinn til BCA-verðlauna
-
Markaðurinn1 dagur síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Markaðurinn4 dagar síðanStóreldhúslausnir á einum stað hjá Bako Verslunartækni








