Markaðurinn
Pastasalat með túnfisk og avacado – Einstaklega ferskt og gott
Einstaklega ferskt og gott pastasalat sem tekur um 15 mínútur að gera. Frábært til þess að taka með sér í ferðalagið í sumar, nú eða bjóða upp á í góðra vinahópi á pallinum í sumar eða næsta barnaafmæli.
Um að gera að nota hugmyndaflugið og setja eitthvað annað sem þér þykir gott saman við eins og t.d. litla tómata.
Pastasalat með túnfisk og avacado
500 g pastaskrúfur
300 g túnfiskur
2 avacado, mjúk
Safi úr einni sítrónu
1 rauðlaukur
2 hvítlauksrif
200 g grísk jógúrt
2-3 msk sýrður rjómi 10%
1 msk Díjon sinnep
2 -3 msk Fersk steinselja
Salt og pipar
2 tsk sítrónupipar
½ tsk chilli flögur
Aðferð
- Sjóðið pastaskrúfur eftir leiðbeiningum á pakkningu.
- Skerið avacado gróflega niður og setjið í skál ásamt rauðlauk, hvítlauk og túnfisknum.
- Kreistið safann úr sítrónunni yfir allt og hrærið saman.
- Blandið pastaskrúfunum saman við ásamt grískri jógúrt, sýrðum rjóma, Dijon sinniepi og restinni af öllum kryddum. Gott er að blanda öllu vel saman og smakka til og bæta við frekari kryddi ef þess er þörf.
- Geymið í kæli þar til borið er fram.
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Nýr veitingastaður á Laugarvatni – Sunneva og Sæþór: Við viljum að allir sem koma líði eins og þeir séu heima hjá sér
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Mesta úrval Japanskra hnífa á Íslandi
-
Keppni3 dagar síðan
Grétar Matthíasson er Meistari meistaranna
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Nýtt veitingasvæði rís í austurenda Smáralindar – 13 nýir veitingastaðir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Kristinn Frímann bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á togaranum Kaldbak – Myndir
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Mijita er fyrsti 100% glútenfríi veitingastaðurinn í Wolt appinu
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Dill opnar á ný eftir breytingar – nú með nýju borðabókunarkerfi Noona
-
Keppni4 dagar síðan
Matreiðslukeppni stjórnmálaflokkana í húsi Fagfélagana