Frétt
Opið fyrir skráningu á Vestnorden
Vert er að benda á að nú er opið fyrir skráningu á hina árlegu Vestnorden ferðakaupstefnu sem að þessu sinni er haldin á Íslandi, nánar tiltekið í Reykjanesbæ, dagana 6.-8. október í haust. Íslendingar, Færeyingar og Grænlendingar skiptast á um að halda Vestnorden en þar er stefnt saman ferðaþjónustuaðilum frá löndunum þremur og ferðaheildsölum sem selja eða hafa áhuga á að selja ferðir til landanna.
Stærsti viðburður í ferðaþjónustu á Íslandi
Ferðamálasamtök Norður-Atlantshafsins (NATA), sem er samstarfsvettvangur Íslands, Færeyja og Grænlands á sviði ferðamála, standa að Vestnorden. Löndin þrjú skipta með sér umsjón með ferðakaupstefnunni en hún er haldin annað hvert á á Íslandi. Um er að ræða stærsta viðburðinn sem haldinn er í ferðaþjónustu á Íslandi.
Búist við 6-700 manns
Þetta verður í 35. skipti sem Vestnorden fer fram. Hún hefur verið mikilvægur vettvangur fyrir íslenska ferðaþjónustu, en búast má við að 600-700 manns taki þátt í ferðakaupstefnunni.
Vestnorden fellur vel að áhersluatriðum íslenskrar ferðaþjónustu þar sem áhersla kaupstefnunnar er að halda uppi merkjum um ábyrga ferðahegðun og sjálfbærni ferðaþjónustunnar.
Haldin í Reykjanesbæ
Íslandsstofa er framkvæmdaraðili Vestnorden þegar hún er haldin hér á landi, en hún verður að þessu sinni haldin í góðu samstarfi við Markaðsstofu Reykjaness, Reykjanesbæ, og aðra hagsmunaaðila enda um stóran viðburð að ræða.
Mynd: vestnorden.com

-
Markaðurinn5 dagar síðan
Matreiðslumaður óskast á veitingahúsið Sauðá á Sauðárkróki
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Centrum stækkar með nýrri viðbót í gamla Pósthúsbarnum
-
Keppni4 dagar síðan
Dagur Jakobsson sigraði í Graham’s Blend Series Kokteil keppninni – Myndir og vídeó
-
Keppni4 dagar síðan
Hraði og hreinlæti tryggðu Sævari Helga sigur í barþjónakeppninni – Myndaveisla
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Snjöll lausn fyrir veitingastaði – Heinz EazySauce tryggir rétta skammtinn
-
Nemendur & nemakeppni3 dagar síðan
Áhugaverð atvinnutækifæri: Veitingastaðir leita að metnaðarfullum nemum
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Ómótstæðilegar sælkerabollur – brakandi marengs, silkimjúkur rjómi og dýrindis karamella
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Ljúffengur bolluhringur – fullkominn með smjöri og osti