Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Nýtt kaffihús opnar á Akureyri
Í ágúst s.l. voru dyr Listasafnsins á Akureyri opnaðar að nýju eftir stórfelldar endurbætur og stækkun á húsakynnum þess. Sýningarsalir voru áður fimm en eru nú tólf og að auki var nýtt kaffihús opnað á safninu.
Framkvæmdir við endurbæturnar hafa staðið yfir í rúmt ár og safnið að mestu verið lokað gestum og gangandi á þeim tíma.
Sýningahald hefur engu að síður verið stöðugt þar sem aðalsýningarýmið færðist yfir í Ketilhúsið. Með endurbótunum voru byggingarnar tvær sameinaðar með tengibyggingu.
Gil Kaffihús er staðsett í tengibyggingu milli aðalbyggingu safnsins og Ketilshússins. Kaffihúsið býður upp á fjölbreyttan matseðil, súpur, nachos með ídýfum, girnilegar samlokur, gott úrval af kaffi, nýbakað croissant, alvöru hnallþórur svo fátt eitt sé nefnt.
Kostnaður við endurbætur og stækkun Listasafnsins á Akureyri nemur um 700 milljónum króna.
Myndir: facebook / Listasafnið á Akureyri og Gil kaffihús

-
Markaðurinn7 dagar síðan
Frá Íslandi til New York: Hugi Rafn og Wiktor í ævintýri með Cacao Barry – Myndaveisla
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
ÓX í Reykjavík fær græna Michelin-stjörnu
-
Nemendur & nemakeppni6 dagar síðan
Sögulegt sveinspróf í matreiðslu á Akureyri – Ingibjörg Bergmann: „Það er svo frábært fólk í þessum geira“ – Myndaveisla
-
Markaðurinn6 dagar síðan
Sjálfbærar íslenskar grænsprettur Rækta Microfarm á leið inn í bestu eldhús landsins
-
Vín, drykkir og keppni1 dagur síðan
Handverksframleiðsla í hæsta gæðaflokki: Einstök vínsmökkun með Sóleyju Björk á Uppi bar
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
31 milljón króna koníak – þroskast undir yfirborði sjávar
-
Starfsmannavelta3 dagar síðan
Salt Bae í fjárhagsvandræðum
-
Vín, drykkir og keppni6 dagar síðan
Alþjóðlegi gin dagurinn fagnaður með stæl á Kokteilbarnum og Monkey’s