Vertu memm

Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel

Nýtt handverks brugghús á Akureyri – Krúttlegt og áhugavert „Nano Brewery“

Birting:

þann

6a Kraftöl

Allir eigendurnir hafa óbilandi áhuga á bjór og bjórgerð

Nú fyrir stuttu opnaði nýtt handverks brugghús á Akureyri sem staðsett er í huggulegum litlum skúr á Eyrinni í göngufæri frá Eimskips bryggjunni þar sem að skemmtiferðaskipin leggja í höfn.

Brugghúsið heitir 6a Kraftöl og eigendur eru félagarnir Björn Birgir Björnsson, Hólmgeir Þorsteinsson, Ingólfur Freyr Guðmundsson, Jón Víðir Birgisson, Óskar Atli Gestsson og Pétur Maack Þorsteinsson.

„Nafnið 6a Kraftöl höfum við verið mikið spurðir út í!“

Segir Óskar Atli í samtali við veitingageirinn.is aðspurður um hvernig nafnið varð til.

„Hvað þýðir svo þetta 6a? Er það af því að við erum 6 akureyringar? Stytting á 600 Akureyri? 6 bórar í kippu? Alls konar í viðbót sem fólk hefur spurt okkur útí. Nafnið er nú samt bara mjög saklaus tilvitnun í skúr sem að við fengum að láni undir tækin okkar til að nota þegar við byrjuðum, eða smá horn inni í skúr réttara sagt!

Skúrinn var mjög óþægilegur, kaldur og ef það rigndi að þá fylltist allt af vatni hjá okkur sem hentaði náttúrulega engan veginn fyrir okkar starfsemi! Einhver hafði spreyjað á hurðina „6a“ og við töluðum alltaf okkar á milli að skreppa niður í 6a til að brugga, taka til eða smakka bjór.

Svo þegar við fengum betri skúr undir starfsemina að þá vantaði okkur nafn á brugghúsið. Finnur Dúa hja Cave Canem hönnunarstofu góður vinur okkar hélt fyrir okkur brainstorming fund þar sem að það var kastað fram allskonar nöfnum en svo undir kvöldið að þá sagði einhver i hópnum „Af hverju höldum við okkur ekki bara við 6a?“ Finnur teiknaði strax lógóið upp á tússtöflu og við bara féllum fyrir því! Kraftöl bættist svo við einhverjum mínútum seinna.“

Fyrsti bjórinn þeirra félaga var settur á dælu hjá Centrum í Hafnarstræti á Akureyri í janúar s.l. sem var 7% Raföl (Amber Ale).

Afhentir voru 2×20 lítra kúta í hádeginu sem að kláruðust báðir fyrir lokun og mættu þeir með 3 kúta til viðbótar fyrir opnun hjá þeim daginn eftir.

6a Kraftöl

Skálað á Centrum Kitchen & Bar

Nano brugghús

„Framleiðslugeta okkar er ekki nema uppá 1 BBL eða eina 160l tunnu sem okkur finnst við ekki alveg geta flokkað okkur á sama kalíber og önnur míkró brugghús hér á landi sem eru á milli 300l og 1000l af stærð. Einhver staðar höfðum við rekist á hugtakið „Nano Brewery“ sem passar bara frábærlega við það sem við erum að gera.“

Sagði Óskar Atli.

6a Kraftöl bjórarnir eru einnig til sölu á flöskum hjá bjórland.is.

Bjórarnir hjá 6a Kraftöl eru tveir talsins eru Raföl (Amber Ale) þægilegur, millidökkur 7% öl sem rennur ljúflega niður og svo Fölöl (Pale Ale) létt humlaður boltabjór sem hentar við hvert tilefni sem er 5%.

„Eins og staðan er að þá erum við með þessa tvo ofangreinda bjóra en uppskrifta bankinn er orðinn þónokkuð stór og er alltaf að stækka. Við ætlum samt ekki að keyra allt út í einu, heldur að við kynnum nýja bjóra við tilefni eins og Páska, Jól og Þorra.

En þar sem við erum ennþá að þreifa fyrir okkur markaðinn að þá ætlum bara að mjaka okkur hægt og rólega af stað.“

Sagði Óskar Atli að lokum.

Óskar Atli og Ingólfur Freyr eigendur 6a Kraftöl í viðtali hjá N4

Fylgist með 6a Kraftöl:

Facebook

Instagram

Heimasíða (er í vinnslu)

Mynd: aðsend

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Í dag starfar Smári hjá Tónaflóði heimasíðugerð. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið