Vertu memm

Keppni

Nýr samningur um Norrænu nemakeppnina í höfn

Birting:

þann

Nýr samningur um Norrænu nemakeppnina í höfn

Jóhannes Þór Skúlason, Þórir Erlingsson og Óskar Hafnfjörð Gunnarsson

Í vikunni skrifuðu Óskar Hafnfjörð Gunnarsson, formaður MATVÍS, Þórir Erlingsson, forseti Klúbbs matreiðslumeistara, og Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF), undir nýjan samning um skipulag og framkvæmd Norrænu nemakeppninnar í matreiðslu og framreiðslu.

Með samningnum tekur Klúbbur matreiðslumeistara við umsjón með forkeppni, þjálfun keppenda og þátttöku Íslands í lokakeppninni, sem fram fer í Svíþjóð í apríl 2026. Þess má geta að forkeppnin verður haldin í Hótel og matvælaskólanum í MK þann 8. nóvember næstkomandi.

Samstarfið er liður í því að efla faglegt starf ungra iðnnema og styrkja ímynd og gæði norrænnar matargerðar og framreiðslu.

„Það er mikill heiður fyrir Klúbb matreiðslumeistara að fá tækifæri til að leiða þetta mikilvæga verkefni. Norræna nemakeppnin er einstakur vettvangur fyrir ungt og efnilegt fólk í þessum fögum til að þróast, kynnast kollegum á Norðurlöndum og öðlast dýrmæta reynslu.

Við hlökkum til að styðja næstu kynslóð matreiðslumanna og framreiðslufólks í að ná árangri á alþjóðlegum vettvangi,“

segir Þórir.

Í ár eru 45 ár frá því keppnin var fyrst haldin, árið 1981, en Ísland tók fyrst þátt árið 1986. Frá upphafi hafa SAF og MATVÍS átt í farsælu samstarfi í tengslum við fjármögnun og þátttöku í keppninni. Umsýsla hefur um langt árabil verið í höndum Iðunnar fræðsluseturs, en með þessum nýja samningi við Klúbb matreiðslumeistara er næsta skref stigið í þróun keppninnar.

„Með þátttöku í Norrænu nemakeppninni erum við að styrkja starfsvettvang matvælagreina og þannig vekja áhuga á þeim mikilvægu störfum sem matreiðsla og framreiðsla eru fyrir íslenska ferðaþjónustu,“

segir Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.

Óskar Hafnfjörð Gunnarsson er afar ánægður með þennan áfanga.

„Það er afar ánægjulegt að sjá hvernig samstarf milli félaga og stofnana heldur áfram að styrkja íslenska fagmenntun í matreiðslu og framreiðslu,“

segir hann.

Mynd og texti: matvis.is

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Vínkjallarinn

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið