Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Nýr ítalskur veitingastaður opnar í Smáralindinni
Bacco Pasta er nýr ítalskur veitingastaður í Smáralindinni, en hann er staðsettur á 2. hæð þar sem Energia var áður til húsa og tekur 50 manns í sæti.
Eigandi Bacco er Ítalinn Cornel G. Popa, maðurinn á bak við matarvagnanna „Little Italy“ sjá hér og „La Cucina“ sem hreppti 2. sætið í keppninni um titilinn Besti Götubitinn 2023.
“Hann var nefndur eftir rómverska mat og vín guðinum, vegna matarins sem ég er að búa til, þá fannst mér nafnið Bacco passa vel.”
Sagði Cornel G. Popa í samtali við veitingageirinn.is aðspurður um nafnið á veitingastaðnum.
“Þetta er minn fyrsti veitingastaður svo hugmyndirnar eru endalausar.”
Segir Cornel og lýsir Bacco sem klassískum ítölskum veitingastað með skandinavískum blæ.
Boðið er uppá ekta ítalska matargerð, ferskt pasta sem er útbúið daglega, súrdeigspizzur og smárétti “antipasti”, Pappardelle með hæg elduðum lamba-bolognese, grænt pasta með pestói, stracciatella ís og margt fleira.
Með fylgja myndir frá opnunardegi Bacco.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðanMúlaberg slær öll met: Yfir 4.000 gestir í jólahlaðborð á fimm vikum
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Kokkalandsliðið5 dagar síðanKM, Kokkalandsliðið og 3D Verk skrifa undir nýjan samstarfssamning
-
Markaðurinn5 dagar síðanPampero og hefðin á bak við eitt þekktasta romm Venesúela
-
Vín, drykkir og keppni5 dagar síðanÍslenskir barþjónar og barir tilnefndir í áttunda sinn til BCA-verðlauna
-
Markaðurinn2 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Markaðurinn5 dagar síðanStóreldhúslausnir á einum stað hjá Bako Verslunartækni


















