Nemendur & nemakeppni
Norræna nemakeppnin – Úrslit

Fyrir Íslands hönd kepptu:
F.v. Berglind Kristjánsdóttir, Þorsteinn Geir Kristinsson, Leó Snæfeld Pálsson og Haraldur Geir Hafsteinsson
Norræna nemakeppnin fór fram í Hótel,- og matvælaskólanum í gær föstudaginn 8 apríl og í dag laugardaginn 9. apríl, en í keppninni keppa lið matreiðslu- og framreiðslunema.
Sjá einnig: Norræna Nemakeppnin haldin á Íslandi
Úrslit urðu eftirfarandi:
Framreiðsla:
1. sæti – Danmörk
2. sæti – Noregur
3. sæti – Svíþjóð
4. sæti – Ísland
Matreiðsla:
1. sæti – Svíþjóð
2. sæti – Finnland
3. sæti – Ísland
Fyrir Íslands hönd kepptu í framreiðslu þau Leó Snæfeld Pálsson nemi á Bláa Lóninu og Berglind Kristjánsdóttir nemi á Hilton VOX. Þjálfari framreiðslunemana er Ana Marta Montes Lage framreiðslumaður á Icelandair Natura.
Í matreiðslu kepptu þeir Haraldur Geir Hafsteinsson nemi á Sjávargrillinu og Þorsteinn Geir Kristinsson nemi á Fiskfélaginu. Þjálfari nemanna í matreiðslu er Sigurður Daði Friðriksson matreiðslumeistari og kennari í Hótel- og matvælaskólanum.
Myndir: Jón Svavarsson / MOTIV

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Kokkur á miðunum: Guðmundur H. Helgason eldar fyrir áhöfn Breka VE – Fylgist með á Snapchat: Veitingageirinn
-
Keppni4 dagar síðan
Frábær árangur í Global Chef Challenge – Hinrik Örn og Andrés tryggja sér sæti í Global Chef Challenge 2026
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Bolla sem kemur skemmtilega á óvart
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Góður matur, góð viðskipti: Þekktir veitingastaðir með gríðarlega veltu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Mötuneyti í nýju húsnæði Landsbankans fær Svansvottun
-
Keppni2 dagar síðan
Landslið íslenskra matreiðslumanna fær kraftmikinn stuðning frá Íslandshótelum
-
Frétt17 klukkustundir síðan
Gjaldþrot Hooters: Eftir 40 ár á toppnum er framtíðin óviss
-
Keppni5 dagar síðan
Verður þú hraðasti og snyrtilegasti barþjónninn?