Vertu memm

Nemendur & nemakeppni

Norræna nemakeppnin – Úrslit

Birting:

þann

Keppendur - Norræna nemakeppnin 2016

Fyrir Íslands hönd kepptu:
F.v. Berglind Kristjánsdóttir, Þorsteinn Geir Kristinsson, Leó Snæfeld Pálsson og Haraldur Geir Hafsteinsson

Norræna nemakeppnin fór fram í Hótel,- og matvælaskólanum í gær föstudaginn 8 apríl og í dag laugardaginn 9. apríl, en í keppninni keppa lið matreiðslu- og framreiðslunema.

Sjá einnig: Norræna Nemakeppnin haldin á Íslandi

Úrslit urðu eftirfarandi:

Framreiðsla:

1. sæti – Danmörk
2. sæti – Noregur
3. sæti – Svíþjóð
4. sæti – Ísland

Matreiðsla:

1. sæti – Svíþjóð
2. sæti – Finnland
3. sæti – Ísland

Fyrir Íslands hönd kepptu í framreiðslu þau Leó Snæfeld Pálsson nemi á Bláa Lóninu og Berglind Kristjánsdóttir nemi á Hilton VOX.  Þjálfari framreiðslunemana er Ana Marta Montes Lage framreiðslumaður á Icelandair Natura.

Í matreiðslu kepptu þeir Haraldur Geir Hafsteinsson nemi á Sjávargrillinu og Þorsteinn Geir Kristinsson nemi á Fiskfélaginu. Þjálfari nemanna í matreiðslu er Sigurður Daði Friðriksson matreiðslumeistari og kennari í Hótel- og matvælaskólanum.

Fleira tengt efni hér.

Myndir: Jón Svavarsson / MOTIV

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið