Keppni
Norræna nemakeppnin í fullum gangi

Gréta Sóley Argrímsdóttir, Alma Karen Sverrisdóttir, Ásdís Björgvinsdóttir og Kristinn Gísli Jónsson
Mynd: Ólafur Jónsson
Í gær lauk fyrsti dagur Norrænu nemakeppninnar og stóðu Íslensku keppendurnir sig mjög vel. Keppnin er haldin í Helsinki í Finnlandi í Hótel og matvælaskólanum þar í landi. Í framreiðslu keppa fyrir hönd Íslands þær Gréta Sóley Argrímsdóttir og Alma Karen Sverrisdóttir nemar frá Hótel Natura. Verkefni gærdagsins var að para saman vín við fimm rétta matseðil. Borðlagningu og servéttubrotum, kynna vín með matseðli og blöndun drykkja.
Í matreiðslu keppa fyrir hönd Íslands þau Ásdís Björgvinsdóttir nemi á Bláa lóninu og Kristinn Gísli Jónsson nemi á Dill. Verkefni þeirra í gær var heitur grænmetisréttur á disk fyrir sex einstaklinga. Fingurfæði (finger food) fyrir 12 manns. Úrbeining og soðgerð.
Seinni keppnisdagur er í dag og óskum við þeim góðs gengis. Fréttavakt veitingageirans mun fylgjast með og færa ykkur úrslit og fréttir um leið og þær berast.
Meðfylgjandi myndir eru frá facebook síðu Norrænu nemakeppninnar.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðanMúlaberg slær öll met: Yfir 4.000 gestir í jólahlaðborð á fimm vikum
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Kokkalandsliðið5 dagar síðanKM, Kokkalandsliðið og 3D Verk skrifa undir nýjan samstarfssamning
-
Markaðurinn5 dagar síðanPampero og hefðin á bak við eitt þekktasta romm Venesúela
-
Vín, drykkir og keppni5 dagar síðanÍslenskir barþjónar og barir tilnefndir í áttunda sinn til BCA-verðlauna
-
Markaðurinn2 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Markaðurinn5 dagar síðanStóreldhúslausnir á einum stað hjá Bako Verslunartækni
















