Keppni
Norræna nemakeppnin í fullum gangi
Í gær lauk fyrsti dagur Norrænu nemakeppninnar og stóðu Íslensku keppendurnir sig mjög vel. Keppnin er haldin í Helsinki í Finnlandi í Hótel og matvælaskólanum þar í landi. Í framreiðslu keppa fyrir hönd Íslands þær Gréta Sóley Argrímsdóttir og Alma Karen Sverrisdóttir nemar frá Hótel Natura. Verkefni gærdagsins var að para saman vín við fimm rétta matseðil. Borðlagningu og servéttubrotum, kynna vín með matseðli og blöndun drykkja.
Í matreiðslu keppa fyrir hönd Íslands þau Ásdís Björgvinsdóttir nemi á Bláa lóninu og Kristinn Gísli Jónsson nemi á Dill. Verkefni þeirra í gær var heitur grænmetisréttur á disk fyrir sex einstaklinga. Fingurfæði (finger food) fyrir 12 manns. Úrbeining og soðgerð.
Seinni keppnisdagur er í dag og óskum við þeim góðs gengis. Fréttavakt veitingageirans mun fylgjast með og færa ykkur úrslit og fréttir um leið og þær berast.
Meðfylgjandi myndir eru frá facebook síðu Norrænu nemakeppninnar.
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Iðunn Mathöll á Akureyri opnar í dag
-
Frétt9 klukkustundir síðan
Nýr miðlægur listi yfir sveina með starfsréttindi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Veitingastaðurinn MAR opnar á Frakkastíg
-
Frétt3 dagar síðan
Atvinnurekanda skylt að greiða matreiðslumanni 1,4 milljónir króna vegna vangreiddra launa
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Fljótlegur hátíðareftirréttur – Einfaldasta skyrkaka í heimi
-
Keppni4 dagar síðan
Skráning hafin á Íslandsmót nema og ungsveina í matvæla -og veitingagreinum
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Veitingageirinn í jólaskapi
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Opnunartími Innnes um jólahátíðina 2024