Keppni
Norræna nemakeppnin í fullum gangi

Gréta Sóley Argrímsdóttir, Alma Karen Sverrisdóttir, Ásdís Björgvinsdóttir og Kristinn Gísli Jónsson
Mynd: Ólafur Jónsson
Í gær lauk fyrsti dagur Norrænu nemakeppninnar og stóðu Íslensku keppendurnir sig mjög vel. Keppnin er haldin í Helsinki í Finnlandi í Hótel og matvælaskólanum þar í landi. Í framreiðslu keppa fyrir hönd Íslands þær Gréta Sóley Argrímsdóttir og Alma Karen Sverrisdóttir nemar frá Hótel Natura. Verkefni gærdagsins var að para saman vín við fimm rétta matseðil. Borðlagningu og servéttubrotum, kynna vín með matseðli og blöndun drykkja.
Í matreiðslu keppa fyrir hönd Íslands þau Ásdís Björgvinsdóttir nemi á Bláa lóninu og Kristinn Gísli Jónsson nemi á Dill. Verkefni þeirra í gær var heitur grænmetisréttur á disk fyrir sex einstaklinga. Fingurfæði (finger food) fyrir 12 manns. Úrbeining og soðgerð.
Seinni keppnisdagur er í dag og óskum við þeim góðs gengis. Fréttavakt veitingageirans mun fylgjast með og færa ykkur úrslit og fréttir um leið og þær berast.
Meðfylgjandi myndir eru frá facebook síðu Norrænu nemakeppninnar.

-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Nýr veitingastaður í Hafnarfirði – „Vel vandað til verka á Sydhavn“ – matreiðslumeistarinn Sigurður gefur topp einkunn
-
Nemendur & nemakeppni1 dagur síðan
Ný kynslóð kjötiðnaðarmanna – Myndasafn af nemendum að störfum
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Vel heppnuð pop-up helgi á Eyju vínstofu & bistro: „Fólk tók einstaklega vel í seðilinn“
-
Markaðurinn23 klukkustundir síðan
Fastus – ein heild á ný
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Vorið kallar á nýsköpun og skapandi hugmyndir hjá Noma og MAD
-
Markaðurinn18 klukkustundir síðan
Yfirkokkur óskast á Fosshótel Húsavík – Executive chef Wanted at Fosshotel Húsavík
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Dúbaí súkkulaði, knafeh og pistasíur: Nýjasta trendið í veitingageiranum
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel22 klukkustundir síðan
Fyrsta 3D-prentaða kaffihúsið rís í Texas