Keppni
Norræna nemakeppnin í fullum gangi
![Norræna nemakeppnin 2017](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2017/04/nnk-2017-9-island-1024x424.jpg)
Gréta Sóley Argrímsdóttir, Alma Karen Sverrisdóttir, Ásdís Björgvinsdóttir og Kristinn Gísli Jónsson
Mynd: Ólafur Jónsson
Í gær lauk fyrsti dagur Norrænu nemakeppninnar og stóðu Íslensku keppendurnir sig mjög vel. Keppnin er haldin í Helsinki í Finnlandi í Hótel og matvælaskólanum þar í landi. Í framreiðslu keppa fyrir hönd Íslands þær Gréta Sóley Argrímsdóttir og Alma Karen Sverrisdóttir nemar frá Hótel Natura. Verkefni gærdagsins var að para saman vín við fimm rétta matseðil. Borðlagningu og servéttubrotum, kynna vín með matseðli og blöndun drykkja.
Í matreiðslu keppa fyrir hönd Íslands þau Ásdís Björgvinsdóttir nemi á Bláa lóninu og Kristinn Gísli Jónsson nemi á Dill. Verkefni þeirra í gær var heitur grænmetisréttur á disk fyrir sex einstaklinga. Fingurfæði (finger food) fyrir 12 manns. Úrbeining og soðgerð.
Seinni keppnisdagur er í dag og óskum við þeim góðs gengis. Fréttavakt veitingageirans mun fylgjast með og færa ykkur úrslit og fréttir um leið og þær berast.
Meðfylgjandi myndir eru frá facebook síðu Norrænu nemakeppninnar.
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Saga barónanna lifir – Veitingahúsið Hornið heldur upp á 46 ára afmæli
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Viðskiptavinir okkar eiga skilið að hafa valkost: Segir Sigurður um ákvörðun MooGoo að vera opinn allt árið
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Ný bylgja í vínheiminum – Fyrsta áfengislausa vínverslunin opnar í hjarta vínborgarinnar Bordeaux
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Hvað er Heitast á BWW 2025? Sóley Björk og fremstu vínsérfræðingar heims afhjúpa leyndardóma Spænskra vína
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Súkkulaðið sem fór á flug á TikTok – Hvað er svona sérstakt við PortaNOIR?
-
Frétt2 dagar síðan
Fuglaflensa veldur eggjaskorti: Veitingastaðir og bakarí í vanda
-
Keppni11 klukkustundir síðan
Björt framtíð í íslenskri matargerð – Matreiðsla, framreiðsla, kjötiðn og bakaraiðn í brennidepli á Íslandsmótinu um helgina
-
Keppni3 dagar síðan
Þessir keppendur komust áfram í úrslitakeppni Tipsý og Bulleit