Veitingarýni
Norðurfjörður | Lokakafli | Malarkaffi og Hreðavatnsskáli | Veitingarýni
Vöknuðum hressir að vanda og fyrst voru þessi daglegu störf, svo var farið yfir planið til Svenna á Kaffinu og snæddur samskonar morgunmatur og morguninn áður, lyklum skilað og vertsparið kvatt með virktum.
Nú skyldi haldið suður á leið og var fyrsti stoppustaður Gjögur, en Svenni hafði bent okkur á að leita þar upplýsinga hvar helst væri að fá siginn fisk og þess háttar og fórum við þaðan með haldgóðar upplýsingar.
Malarkaffi á Drangsnesi
Næsta stopp var veitingastaðurinn Malarkaffi á Drangsnesi en þar ætluðum við að snæða hádegisverð. Það var tekið vel á móti og færðir til sætis og boðnir matseðlar , en við báðum um bensin 98 okt og 2014 árgang af sódavatni á borðið strax.
Svo kom pöntunin og hljóðaði hún svo:
Kröftug og góð súpa, broccoli í súpu finnst mér bragðvont ef það hefur verið lengi í, en að öðru leiti flott
Besti signi fiskur sem ég hef fengið í áratugi, flottur réttur, en heldur hefði ég viljað fá soðnar rófur frekar en salat með, það hefði toppað hann.
Flunkuný flott elduð og mjög góð í alla staði.
Smakkaðist bara fantavel, ekki of sætur, alveg grand.
Hún var ljúf og hin besta kaka.
Mikill munur var á þjónustulundinni þarna miðað við kvöldið áður, þarna fann maður vel að maður var velkominn og leitast við að uppfylla óskir manns.
Við héldum glaðir og mjög sáttir út í bíl til að halda áfram suður á leið.
Hreðavatnsskáli
Næst var smástopp á Hólmavík og svo haldið áfram og gert stutt stopp í Búðardal og svo keyrt að Hreðavatnsskála en þar skyldi kvöldverður snæddur.
Á móti okkur tók enginn annar en Steini Kr og vísaði okkur til sætis í hina upprunalegu bása í skálanum og lét okkur fá matseðla og kom óspurður með bensín á kantinn, en það var talið of sterkt fyrir bílstjórann þannig að hann fékk sódavatn með.
Við pöntuðum eftirfarandi:
Þetta sveik engann og góð byrjun.
Góðar rækjur, ferskt salat, sósa bragðgóð en allt of þunn, hún lak af rækjunum. Með þessu fylgdi ilmandi, volgt og gott brauð.
Eins og lindin; tær og óaðfinnalegt.
Reyndist það hinn prýðilegastur réttur, salatið kannski of gróft.
Það var stjanað vel í kringum okkur og hefðum við getað leikið í tannkremsauglýsingu er við kvöddum þá félaga og fórum út það breytt var brosið á okkur.
Síðan var síðasti spölurinn ekinn til Reykjavíkur og var gott að komast í beddann og upplifa daginn í huganum áður en maður sofnaði.
Fleira tengt efni:
Norðurfjörður – 1. kafli | Landnámssetrið og Kaffi Norðurfjörður | Veitingarýni
Norðurfjörður – 2. kafli | Kaffi Norðurfjörður og Hótel Djúpavík | Veitingarýni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan
Slippurinn í Vestmannaeyjum tekur sitt síðasta tímabil 2025 – Gísli Matt: ástæða lokunarinnar er sú að við trúum því að allt gott taki enda
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
La Barceloneta er fyrsti veitingastaðurinn á Íslandi sem hlýtur ICEX viðurkenningu
-
Food & fun7 dagar síðan
Tveir íslenskir gestakokkar verða á Food and Fun hátíðinni í Stavanger
-
Uppskriftir4 dagar síðan
Vinsælustu uppskriftirnar árið 2024
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Þessi réttir stóðu upp úr hjá Michelin eftirlitsmönnum á árinu 2024
-
Frétt3 dagar síðan
Mest lesnu fréttir ársins 2024 á Veitingageirinn.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Fálkahúsið og Kokka verðlaunuð fyrir bestu jólaskreytingarnar á árinu sem var að líða
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun19 klukkustundir síðan
Ertu frumkvöðull í íslenskri matvælaframleiðslu? 20 milljónir í boði fyrir matarfrumkvöðla