Vertu memm

Veitingarýni

Norðurfjörður | Lokakafli | Malarkaffi og Hreðavatnsskáli | Veitingarýni

Birting:

þann

T.v. Þuríður Ásbjörnsdóttir er matráður í Malarkaffi á Drangsnesi á Ströndum. Ásbjörn Magnússon og Valgerður Magnúsdóttir reka Gistiheimilið Malarhorn og komu á fót veitingastaðnum Malarkaffi, sem dóttir þeirra Þuríður Ásbjörnsdóttir rekur nú, en ferðaþjónustu ævintýri þeirra hófst árið 2006.

T.v. Þuríður Ásbjörnsdóttir er matráður í Malarkaffi á Drangsnesi á Ströndum.
Ásbjörn Magnússon og Valgerður Magnúsdóttir reka Gistiheimilið Malarhorn og komu á fót veitingastaðnum Malarkaffi, sem dóttir þeirra Þuríður Ásbjörnsdóttir rekur nú, en ferðaþjónustu ævintýri þeirra hófst árið 2006.

Vöknuðum hressir að vanda og fyrst voru þessi daglegu störf, svo var farið yfir planið til Svenna á Kaffinu og snæddur samskonar morgunmatur og morguninn áður, lyklum skilað og vertsparið kvatt með virktum.

Nú skyldi haldið suður á leið og var fyrsti stoppustaður Gjögur, en Svenni hafði bent okkur á að leita þar upplýsinga hvar helst væri að fá siginn fisk og þess háttar og fórum við þaðan með haldgóðar upplýsingar.

Malarkaffi á Drangsnesi

Næsta stopp var veitingastaðurinn Malarkaffi á Drangsnesi en þar ætluðum við að snæða hádegisverð. Það var tekið vel á móti og færðir til sætis og boðnir matseðlar , en við báðum um bensin 98 okt og 2014 árgang af sódavatni á borðið strax.

Svo kom pöntunin og hljóðaði hún svo:

Sjávarréttarsúpa með volgu brauði

Sjávarréttarsúpa með volgu brauði

Kröftug og góð súpa, broccoli í súpu finnst mér bragðvont ef það hefur verið lengi í, en að öðru leiti flott

Malarkaffi

Hamsar

Soðinn siginn fiskur með hömsum, kartöflum, rúgbrauði og salati

Soðinn siginn fiskur með hömsum, kartöflum, rúgbrauði og salati

Besti signi fiskur sem ég hef fengið í áratugi, flottur réttur, en heldur hefði ég viljað fá soðnar rófur frekar en salat með, það hefði toppað hann.

Steikt stórlúðusteik 300 gr með steiktum kartöflum, salati og hollandaisesósu

Steikt stórlúðusteik 300 gr með steiktum kartöflum, salati og hollandaisesósu

Flunkuný flott elduð og mjög góð í alla staði.

Skyr eftirréttur með bláberjum og rjóma

Skyr eftirréttur með bláberjum og rjóma

Smakkaðist bara fantavel, ekki of sætur, alveg grand.

Ljúfeng heimalöguð ískaka að hætti hússins

Ljúfeng heimalöguð ískaka að hætti hússins

Hún var ljúf og hin besta kaka.

Mikill munur var á þjónustulundinni þarna miðað við kvöldið áður, þarna fann maður vel að maður var velkominn og leitast við að uppfylla óskir manns.

Við héldum glaðir og mjög sáttir út í bíl til að halda áfram suður á leið.

Hreðavatnsskáli

Næst var smástopp á Hólmavík og svo haldið áfram og gert stutt stopp í Búðardal og svo keyrt að Hreðavatnsskála en þar skyldi kvöldverður snæddur.

 

Hreðavatnsskáli

Hreðavatnsskáli

Hreðavatnsskáli

Úlfar Þórðarson og Þorsteinn Kr. Ragnarsson

Úlfar Þórðarson og Þorsteinn Kr. Ragnarsson

Á móti okkur tók enginn annar en Steini Kr og vísaði okkur til sætis í hina upprunalegu bása í skálanum og lét okkur fá matseðla og kom óspurður með bensín á kantinn, en það var talið of sterkt fyrir bílstjórann þannig að hann fékk sódavatn með.

Við pöntuðum eftirfarandi:

Parmaskinka með melónubitum, parmesan flögum og basilpestó

Parmaskinka með melónubitum, parmesan flögum og basilpestó

Þetta sveik engann og góð byrjun.

Ilmandi, volgt og gott brauð

Ilmandi, volgt og gott brauð

Rækjukokteill "old style"

Rækjukokteill „old style“

Góðar rækjur, ferskt salat, sósa bragðgóð en allt of þunn, hún lak af rækjunum. Með þessu fylgdi ilmandi, volgt og gott brauð.

Lambalæri með rótargrænmeti, ofnsteiktum kartöflum og soðsósu

Lambalæri með rótargrænmeti, ofnsteiktum kartöflum og soðsósu

Eins og lindin; tær og óaðfinnalegt.

Grænmetislasagna með fersku salati

Grænmetislasagna með fersku salati

Reyndist það hinn prýðilegastur réttur, salatið kannski of gróft.

Það var stjanað vel í kringum okkur og hefðum við getað leikið í tannkremsauglýsingu er við kvöddum þá félaga og fórum út það breytt var brosið á okkur.

Síðan var síðasti spölurinn ekinn til Reykjavíkur og var gott að komast í beddann og upplifa daginn í huganum áður en maður sofnaði.

Fleira tengt efni:

Norðurfjörður – 1. kafli | Landnámssetrið og Kaffi Norðurfjörður | Veitingarýni

Norðurfjörður – 2. kafli | Kaffi Norðurfjörður og Hótel Djúpavík | Veitingarýni

 

/Sverrir

twitter og instagram icon

 

† 1956-2015 | Sverrir er matreiðslumeistari, en hann lærði matreiðslu á Hótel Sögu og var við nám í hótelstjórnun í Álaborg. Hann hefur starfað mjög víða, m.a. á veitingastöðum í Englandi og Danmörku. Einnig á stöðum hér heima, m.a. Hótel Sögu, Óperu, Holliday Inn, Ránni og Þotunni í Keflavík, Fossnesti á Selfossi. Sverrir er beinskeyttur, opinskár og harðsoðinn penni.

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið