Viðtöl, örfréttir & frumraun
Nomy í samstarf við Norræna húsið
Strákarnir á Nomy eru búnir að taka yfir og sjá um veisluþjónustuna í Norræna húsinu.
Sjá einnig: AALTO Bistro kveður Norræna húsið
Villibráðaveisla
Í október og nóvember munu þeir bjóða upp á villibráðakvöld þar sem í boði verður rjóminn af því sem íslensk náttúra hefur upp á að bjóða.
Boðið verður upp á glæsilegan 15 rétta villibráðasmakkseðill, sem hægt er að skoða með því að smella hér.
Jóladagskrá
Í nóvember og desember verður sérstök jóladagskrá. Á jólunum er tilveran tekin upp á næsta stig. Fötin flottari, greiðslurnar glæstari og maturinn mikilfenglegri. það er kjörið að koma á Nomy og eiga notalega stund og leyfa bragðlaukunum að njóta sín.
Á boðstólnum í Norræna húsinu verður jólahlaðborð, jólahádegi og jólasmàrétti. Nánari upplýsingar má skoða hér.
Það eru klárlega spennandi tímar framundan hjá Nomy.
Sjá einnig: Ein öflugasta kokkasveit landsins opnar veisluþjónustu
Um Nomy – Vertu algjör spaði og græjaðu veisluna með aðstoð Nomy
Eigendur Nomy eru Bjarni Siguróli Jakobsson, Fannar Vernharðsson og Jóhannes Steinn Jóhannesson matreiðslumeistarar, en þeir hafa yfirgripsmikla reynslu á matreiðslusviðinu þegar kemur að veislum og einkamatreiðslu fyrir allskonar viðburði enda hafa þeir eldað frá litlum VIP einkadinnerum og uppí mörg hundruð manna árshátíðir o.fl.
Hjá Nomy er lögð áhersla á baráttunni við loftslagsbreytingar og eru allar vörur afgreiddar á sérstökum Nomy viðarplöttum sem eru lánaðir til viðskiptavini gegn tryggingu sem er innifalin í verði, en viðskiptavinir fá endurgreidda þegar þeir skila aftur til veisluþjónustunnar.
Vertu algjör spaði og græjaðu veisluna með aðstoð Nomy
Ein þjónusta hjá Nomy hefur heldur betur slegið í gegn, en þar sjá Nomy strákarnir um allan undirbúning og viðskiptainurinn fær svo veisluna tilbúna, til að klára heima í ofninum. Sjá nánar hér.
Myndir: nomy.is
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Iðunn Mathöll á Akureyri opnar í dag
-
Frétt4 dagar síðan
34 veitingastaðir birtu matseðil og annað kynningarefni bara á ensku
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Wolt “wrapped” samantektin – Það sem Íslendingar pöntuðu á árinu 2024
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Kalkúnaveisla með öllu tilheyrandi
-
Frétt12 klukkustundir síðan
Atvinnurekanda skylt að greiða matreiðslumanni 1,4 milljónir króna vegna vangreiddra launa
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Uppskrift – Fylltar kjúklingabringur með eplum, Dala höfðingja og rósmarín-hlynsírópsgljáa
-
Frétt3 dagar síðan
Innköllun á sviðasultu frá Kjarnafæði
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Fallegur og girnilegur jólakrans bar sigur úr býtum