Vertu memm

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Ein öflugasta kokkasveit landsins opnar veisluþjónustu

Birting:

þann

Nomy - Veisluþjónusta

Nomy er ný og fersk veisluþjónusta, staðsett í glæsilegu eldhúsi að Hjallabrekku 2 í Kópavogi. Þeir sem standa að Nomy erum allir metnaðarfullir matreiðslumeistarar og hafa verið fyrirferðarmiklir á bestu veitingahúsum Reykjavíkur í gegnum tíðina.

Eigendur eru Bjarni Siguróli Jakobsson, Fannar Vernharðsson og Jóhannes Steinn Jóhannesson en þeir hafa yfirgripsmikla reynslu á matreiðslusviðinu þegar kemur að veislum og einkamatreiðslu fyrir allskonar viðburði enda hafa þeir eldað frá litlum VIP einkadinnerum og uppí mörg hundruð manna árshátíðir o.fl.

„Við m.a. sérsníðum matseðla fyrir hvert og eitt tilefni og höfum sérstaklega gaman að því að fara út fyrir hið hefðbundna. Við eigum eða höfum aðgang að öllum tækjum og búnaði sem til þarf og við getum einnig útvegað þjóna, kokkteilhristara og jafnvel tónlistarfólk ef eftir því er leitað.“

Sagði Bjarni Siguróli Jakobsson í samtali við veitingageirinn.is.

Nomy er ætlað að verða leiðandi veislueldhús á Íslandi fyrir stór sem smá tilefni:

„Við teljum okkur geta boðið uppá talsvert betri mat og flottari þjónustu heldur en víða er boðið uppá. Einnig munum við von bráðar opna vefverslun á heimasíðu okkar nomy.is, þar sem að hægt verður að panta smárétti og pinnamat á fljótlegan og einfaldan hátt.“

Sagði Bjarni.

Á meðal viðskiptavina þeirra í gegnum tíðina má nefna Arion banka, DeCode, Marel, Landsvirkjun, Íslandsstofa, HÍ, Logos, Advel, Fulltingi og allskonar stórstjörnur eins og Bill Gates, David Beckham, Guy Ritchie o.fl.

Samanlögð reynsla þeirra má með sanni segja að ein öflugasta kokkasveit landsins er samankomin, enda hafa þeir komið víða við á þeirra ferli t.a.m. sem meðlimir, þjálfarar og fyrirliðar Kokkalandsliðsins, keppt í innlendum og alþjóðlegum matreiðslukeppnum og náð þar eftirtektarverðum árangri, verið umsjónarmenn matreiðsluþáttanna Grillsumarsins Mikla á Stöð 2, farið víða sem gestakokkar á erlenda grundu til að kynna íslenskt hráefni og sýnt frábæran karakter sem íslenskir matreiðslumeistarar, umsjónarmenn námskeiða fyrir professional fólk í veitingabransanum, leikið í auglýsingum, vöruþróun í matvælaiðnaði, þjálfun starfsfólks og almenn ráðgjöf.

Öflugasta kokkasveit landsins

Bjarni Siguróli Jakobsson

Bjarni Siguróli Jakobsson

Bjarni Siguróli Jakobsson er Bocuse d’Or kandídat Íslands 2018-2019 og landaði 11. Sæti í úrslitunum sem haldin voru í Lyon í janúar sl. Bocuse d’Or er heimsmeistarakeppni einstaklinga í matreiðslu og mest krefjandi matreiðslukeppni sem haldin. Hann var meðlimur og fyrirliði Kokkalandsliðsins 2013-2016 sem vann til gull- og silfurverðlauna. Einnig vann hann titilinn Kokkur ársins á Íslandi 2012.

Fannar Vernharðsson

Fannar Vernharðsson
Mynd: kokkalandslidid.is

Fannar Vernharðsson vann til gull- og silfurverðlauna með Kokkalandsliðinu 2013-2016. Sigraði eftirrétta keppni Íslands árið 2015. Hann stjórnaði eldhúsinu á VOX restaurant frá 2011-2017 og starfaði nú síðast sem yfirkokkur á hinu geysivinsæla Mathúsi Garðabæjar.

Bocuse d´Or - Jóhannes Steinn Jóhannesson

Jóhannes Steinn Jóhannesson
Mynd: Ari Jónsson

Jóhannes Steinn Jóhannesson hefur unnið til fjölmargra verðlauna með Kokkalandsliðinu síðan 2010 sem meðlimur og þjálfari. Hann vann titilinn Kokkur ársins á Íslandi árin 2008 og 2009. Fræðin sín lærði hann á Hótel Holt og hefur stýrt síðan veitingastöðunum Jamie’s Italian, Geira Smart, Slippbarnum, VOX, Sjávarkjallaranum og Silfur.

Myndir: úr safni

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið