Frétt
Nói Síríus innkallar fleiri vörur
Eins og fram kom í fyrri tilkynningu frá Nóa Sírus varð bilun í vélbúnaði sem varð til þess að ákveðið var innkalla ákveðnar súkkulaðiplötur, þar sem ekki var hægt að útiloka að plast hefði borist í þær.
Til þess að gæta fyllstu varúðar hefur Nói Síríus ákveðið að bæta við, bæði vörum og best fyrir dagsetningum við innköllunina.
Um er að ræða þrjár stærðir af Síríus Rjómasúkkulaði og þrjár stærðir af Síríus Suðusúkkulaði.
Plastið sem kann að hafa farið í súkkulaðið er ýmist blátt eða bleikt að lit og ætti því að vera sjánlegt neytendum þegar varan er opnuð. Tekið skal fram að umræddur vélbúnaður hefur verið lagfærður og því um einangruð tilvik að ræða. Nói Síríus fylgir ströngum gæðastöðlum og gerðar hafa verið ráðstafanir til að útiloka að sambærilegt tilvik komi upp aftur.
Neytendur sem hafa keypt tilgreindar vörur eru beðnir að skila þeim inn í verslun eða á skrifstofu Nóa Síríusi að Hesthálsi 2-4.
Nói Síríus harmar þau óþægindi sem þetta kann að hafa valdið neytendum.
Nánari upplýsingar veitir Nói Síríus: noi@noi.is, sími 575 1800.
Tegundir sem um ræðir: Vert er að taka fram að bæði strikamerki og best fyrir dagsetning verður að vera sú sama til þess að um innköllunarvöru sé að ræða. Best fyrir dagsetningar merktar bláar eru viðbót, sem sjá má á myndinni hér að ofan.

-
Keppni2 dagar síðan
Íslenska landsliðið í kjötiðnaði sýndi frábæran árangur á Heimsmeistaramótinu í París – Myndir og vídeó
-
Frétt5 dagar síðan
Er sveinspróf í framreiðslu orðið úrelt á Íslandi?
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Snædís, Hafliði og Marlís kynntu íslenska matargerð á ríkisheimsókn forsetahjóna
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Pop-up kvöld: Gísli Matt mætir á Le KocK – aðeins þetta eina kvöld
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Kælivagn til leigu
-
Íslandsmót barþjóna1 dagur síðan
Róbert Aron Garðarsson Proppé er Íslandsmeistari Barþjóna 2025 – Myndir og vídeó
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Kynning í Garra næsta miðvikudag
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Þú átt eftir að elska þetta sítrónupasta með humri og burrata