Keppni
Nóg um að vera hjá félögum í Klúbbi matreiðslumeistara í Hell í Noregi
Það verður nóg um að vera félögum í Klúbbi matreiðslumeistara, en í þessari viku ferðast hátt í tuttugu félagar til Hell í Noregi þar sem keppnirnar um matreiðslumann Norðurlandanna, ungkokk Norðurlandanna og grænkerakokk Norðurlandanna fer fram ásamt þingi Norðurlandasamtakanna.
Í keppninni um matreiðslumann Norðurlandana (Nordic Chef of the Year) keppir Rúnar Pierre Heriveaux en hann vann keppnina um Kokk ársins 2022 og hlaut þannig réttinn til að keppa í Hell. Rúnar var yfirmatreiðsulmaður á hátíðarkvöldverði KM í janúar síðastliðnum. Rúnar starfar sem yfirmatreiðslumaður á veitingahúsinu ÓX, sem er annar af tveimur stöðum á Íslandi sem hafa hlotið Michelin stjörnu.
Guðmundur Halldór Bender keppir í keppninni um ungkokk Norðurlandanna (Nordic Young Chef of the Year) en Guðmundur útskrifaðist frá Hótel og matvælaskóla Íslands nú í maí. Hann var aðstoðarmaður Sigurjóns Braga Geirssonar í Bocuse d´Or keppninni í janúar síðastliðnum. Þrátt fyrir ungan aldur er þetta ekki fyrsta keppni Guðmundar, en hann var nemi ársins 2021 og í öðru sæti í Norrænu nemakeppninni 2022.
Sjá einnig: Stífar æfingar hjá Andreu fyrir framreiðslukeppni í Helvíti
Bjarki Snær Þorsteinsson og María Ósk Steinsdóttir keppa fyrir okkar hönd í keppninni um grænkerakokk ársins (Nordic Green Chef of the Year).
Bjarki starfar hjá Lux veitingum og er meðlimur í íslenska Kokkalandsliðinu sem mun keppa á Ólympíuleikunum í febrúar 2024. María er aðstoðarmaður hjá Kokkalandsliðinu og er fyrsta árs nemi hjá Lúx veitingum.
Á þinginu verður kosinn nýr forseti Norðurlandasamtakanna og eru tveir frambjóðendur; Marcus Hallgren frá Svíþjóð og undirritaður, Þórir Erlingson.
Á þinginu munu allir heiðursfélagar KM; Ib Wessman, Hilmar B. Jónsson og Lárus Loftsson mæta og verður gaman að hitta þá og ná mynd af þeim saman.
Kær Kveðja,
Þórir Erlingsson,
forseti Klúbbs matreiðslumeistara.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Slippurinn í Vestmannaeyjum tekur sitt síðasta tímabil 2025 – Gísli Matt: ástæða lokunarinnar er sú að við trúum því að allt gott taki enda
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
La Barceloneta er fyrsti veitingastaðurinn á Íslandi sem hlýtur ICEX viðurkenningu
-
Food & fun5 dagar síðan
Tveir íslenskir gestakokkar verða á Food and Fun hátíðinni í Stavanger
-
Uppskriftir2 dagar síðan
Vinsælustu uppskriftirnar árið 2024
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Þessi réttir stóðu upp úr hjá Michelin eftirlitsmönnum á árinu 2024
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel7 dagar síðan
Árið 2024 var stórt ár fyrir matgæðinga á KEF
-
Frétt1 dagur síðan
Mest lesnu fréttir ársins 2024 á Veitingageirinn.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun15 klukkustundir síðan
Fálkahúsið og Kokka verðlaunuð fyrir bestu jólaskreytingarnar á árinu sem var að líða