Vertu memm

Eftirréttur ársins

Nemendur í matreiðslu með sælkeraverslun í Hótel og matvælaskólanum | Bakaranemar æfðu sig fyrir eftirréttakeppni Garra

Birting:

þann

Sælkeraverslun í Hótel og matvælaskólanum

Nemendur í öðrum bekk í Hótel og matvælaskólanum voru með verklegar kennslustundir mánudag og þriðjudag.  Verkefnið í þessum kennslustundum var að opna verslum með hluta af þeim afurðum sem unnar hafa verið á önninni.  Einnig áttu þau að laga fallega uppbyggt smurbrauð/hálfsneiðar með ýmsum áleggstegundum og meðlæti.  Þarna voru notaðar u.þ.b. fjórtán matreiðsluaðferðir.

Í versluninni var einnig boðið uppá þrjár tegundir af gröfnum lax, sultur ýmiskonar, niðursoðið súr-sætt grænmeti, pikklað grænmeti og kaldar sósur. Sushi var einnig lagað í miklu magni enda mjög vinsælt hjá kennurum og nemendum.

Salan var góð og sýndu nemendur góða takta eins og vænta mátti.

, sagði Guðmundur Guðmundsson matreiðslumeistari og kennari í Hótel og Matvælaskólanum.

Nemendur í öðrum bekk í bakariðn í Hótel og Matvælaskólanum gerðu eftirétti og súkkulaði í verklegri æfingu í gær og voru með sama hráefni og notað verður í keppninni Eftirréttur ársins sem haldin verður á morgun 30. október.

Bakaranemar með verklega æfingu

 

Myndir: Guðmundur Guðmundsson matreiðslumeistari og Ásgeir Þór Tómasson bakarameistari

/Smári

twitter og instagram icon

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið