Eftirréttur ársins
Nemendur í matreiðslu með sælkeraverslun í Hótel og matvælaskólanum | Bakaranemar æfðu sig fyrir eftirréttakeppni Garra
Nemendur í öðrum bekk í Hótel og matvælaskólanum voru með verklegar kennslustundir mánudag og þriðjudag. Verkefnið í þessum kennslustundum var að opna verslum með hluta af þeim afurðum sem unnar hafa verið á önninni. Einnig áttu þau að laga fallega uppbyggt smurbrauð/hálfsneiðar með ýmsum áleggstegundum og meðlæti. Þarna voru notaðar u.þ.b. fjórtán matreiðsluaðferðir.
Í versluninni var einnig boðið uppá þrjár tegundir af gröfnum lax, sultur ýmiskonar, niðursoðið súr-sætt grænmeti, pikklað grænmeti og kaldar sósur. Sushi var einnig lagað í miklu magni enda mjög vinsælt hjá kennurum og nemendum.
Salan var góð og sýndu nemendur góða takta eins og vænta mátti.
, sagði Guðmundur Guðmundsson matreiðslumeistari og kennari í Hótel og Matvælaskólanum.
Nemendur í öðrum bekk í bakariðn í Hótel og Matvælaskólanum gerðu eftirétti og súkkulaði í verklegri æfingu í gær og voru með sama hráefni og notað verður í keppninni Eftirréttur ársins sem haldin verður á morgun 30. október.
Myndir: Guðmundur Guðmundsson matreiðslumeistari og Ásgeir Þór Tómasson bakarameistari
![]()
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanÍsland tók yfir eldhúsið á VOX þegar Sævar Lárusson og Rúrik mættu til leiks
-
Markaðurinn5 dagar síðanHættulega góðar ostakökukúlur með Biscoff og hvítu súkkulaði
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanKristján Örn matreiðslumeistari bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á Gran Canaria – Myndir
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðanSushi staðurinn Majó flytur starfsemi sína í Hof á Akureyri
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun20 klukkustundir síðanMeistarakokkar færa sælkeramat í hillur Krónunnar
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðanNýtt bakarí í undirbúningi á Öskjureitnum á Húsavík
-
Markaðurinn3 dagar síðanRMK heildverslun: Opnunartími yfir hátíðarnar
-
Frétt4 dagar síðanAðskotahlutur í Bónus grjónagraut – Matvælastofnun varar við neyslu



















