Markaðurinn
Negroni vikan í næstu viku – Sjáðu dagskrána hér
Spennið beltin því góðgerðar Negroni vikan verður haldin í 12. sinn í ár með þétta dagskrá alla næstu viku. Ólíkir viðburðir en hinn ómótstæðilegi Negroni tengir þá alla saman en Negroni var einmitt #1 mest seldi kokteill heims þriðja árið í röð skv. Drinks International ´24.
Metþátttaka er í ár og hafa 42 staðir skráð sig til leiks sem er 27% aukning frá metári í fyrra og rennur skráningargjald til SLOW FOOD samtakanna.
Við mælum sérstaklega með að mæta og vera viðstödd NEGRONI HLAUPIÐ við Austurvöll á miðvikudag kl.14 en barþjónar munu hlaupa þrjá hringi í kringum Austurvöll og blanda Negroni með hverjum hring sem er hlaupinn. Ætli hann verði ekki „hristur en ekki hrærður“ í þetta sinn!
Klakavinnslan selur húfur og poka til styrktar www.miamagic.is sem styður við langveik börn og allur ágóði hlaupsins rennur einnig til samtakanna.
Lokapartýið verður auglýst sérstaklega en það fer fram á sunnudag og þá munum við koma saman og fagna frábærri viku og afhenda MíaMagic styrkinn og verðlaunaafhending fyrir besta Negroni bæjarins.

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Hafliði Halldórsson og landsliðskokkurinn Kristín Birta kynna íslenskan mat í hjarta Chicago
-
Frétt3 dagar síðan
Kaffisala bönnuð eftir kl. 14 – Nýjar reglur um koffín á veitingastöðum
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Tækifæri í Hveragerði – Bás laus í Gróðurhúsinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Aprílgabb Veitingageirans vakti kátínu
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Efnisveitan í Skeifunni: Nýtt og notað fyrir hótel, veitingastaði og mötuneyti
-
Keppni3 dagar síðan
Kokkakeppni þar sem notkun á örbylgjuofni er skylda – Glæsileg verðlaun í boði
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Við eigum majónesið fyrir þig – Heinz & Kraft majónes – Fullkomið fyrir stóreldhús
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Lavazza frumsýnir samstarf við Maríu Guðjohnsen á HönnunarMars