Keppni
NBC 2013 er hafið | öflugt íslenskt lið á kaffibarþjónakeppni í Osló
Keppnin og ráðstefnan Nordic Barista Cup (NBC) er haldin í tíunda skiptið, að þessu sinni í nýlega opnuðum matarmarkaði í Osló sem heitir Mathallen. Auk fyrirlestra senda Norðurlöndin Noregur, Danmörk, Svíþjóð, Finnland og Ísland keppnislið frá sér sem keppa sín á milli um að veita ráðstefnugestum framúrskarandi kaffi og þjónustu.
Kaffibarþjónafélag Íslands sendir fjóra fulltrúa, en þau eru Carolina Franco, Torfi Þór Torfason, Kristín Þóra Jökulsdóttir og Vala Stefánsdóttir og eru þau öll með mikla reynslu í kaffibarþjónakeppnum og unnið fjölmarga titla þá bæði hér á íslandi og erlendis, en hægt er að lesa nánar um þau með því að smella hér (neðst á síðunni).
NBC hófst í dag og stendur yfir í þrjá daga og hefur hver dagur tiltekið þema. Veitingageirinn.is og kaffibarthjonafelag.is verða með ítarlega umfjöllun um keppnina þá bæði í máli og myndum.
Twitter notendur geta einnig fylgst með á tagginu #nbc2013 eða með því að fylgja @Nordicbaristacu.
Samsett mynd úr safni.
Taggaðu okkur á Instagram: #veitingageirinn og myndirnar birtast sjálfkrafa á forsíðunni.
-
Keppni3 dagar síðan
Þessir veitingastaðir og Íslendingar eru tilnefndir til BCA 2025 – Myndaveisla
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun18 klukkustundir síðan
Fyrsta heildstæða kennsluefnið í matreiðslu gefið út eftir 70 ára kennslusögu – Myndir frá útgáfuteitinu
-
Keppni3 dagar síðan
Ertu lærður matreiðslumaður eða matreiðslunemi og langar til að komast í ungkokkalandsliðið?
-
Nemendur & nemakeppni20 klukkustundir síðan
Reynir Grétarsson matreiðslumeistari með áhugavert fræðsluerindi um súkkulaðigerð – Myndir
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Uppskrift – Poke skál með kjúklingi og salatosti
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Uppskrift – Rjómalöguð tómatsúpa og grillað ostabrauð
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Hótel og heilsulind Bláa Lónsins á meðal 10 bestu hótelum heims – Michelin
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Hákarl á þorrabakkann