Markaðurinn
Námskeið – Fullverkun á lambi
Matreiðslumenn, matreiðslunemar, matartæknar, matsveinar, starfsfólk í mötuneytum.
Á þessu námskeiði taka þátttakendur fyrir fullverkun á einum lambaskrokki. Þátttakendur fá allt hráefni til notkunar á þessu námskeiði sem og þær afurðir sem eru búnar til og er það innifalið í námskeiðsgjaldi.
Farið er í gegnum úrbeiningu á lambi, þar sem lögð er áhersla á nýtingu og hvernig á að búa til mismunandi afurðir úr skrokknum. Sýndar verða mismunandi afurðir úr hverjum parti lambsins, til að auka skilning þátttakenda á hvernig hægt er að nýta skrokkhluta á ólíka vegu. Að úrbeiningu lokinni verður farið í gegnum frekari vinnslu á kjötinu.
Seinni daginn verður farið í gegnum vinnslu á kjötinu. Þar munu þátttakendur gera pylsu úr hakkefninu sem fellur til. Farið verður í gegnum jerky gerð, og hvernig skal undirbúa kjöt til þess að þurrka. Þátttakendur munu taka einn vöðva og grafa.
Einnig verður farið í gegnum söltun á rúllupylsu auk þess að möguleiki verður á því að salta frampart til að búa til álegg. Sýnt verður hvernig á að skjóta í net og búa til kryddblöndur fyrir afurðirnar. Möguleiki er að fara í gegnum kæfugerð ef einhverjir þátttakendur óska eftir því.
Dagur 1
Úrbeining. Fyrst sýnir kennari úrbeiningu, síðan úrbeina þátttakendur sinn skrokk og búa til afurðir úr honum. Það sem ekki verður notað í frekari vinnslu geta þátttakendur pakkað og tekið með sér heim. Skera niður kjöt í jerky og búa til lög fyrir kjötið.
Dagur 2
Dagurinn hefst á því að grafa vöðva. Þar munu allir þátttakendur hanna sína eigin kryddblöndu á grafna kjötið.
Pylsugerð. Sýnd verður fyrst ein pylsa frá kennurum og síðan gera þátttakendur allir eina pylsuuppskrift þar sem þeir hanna sína eigin pylsu.
Kæfugerð fyrir þá sem óska, þar sem soðin verður hefðbundin kindakæfa.
Söltun á rúllupylsu eða framparti. Þar verður farið í gegnum aðferðir til að salta hvernig á að gera pækil.
Jerky verður þurrkað í ofni yfir daginn.
HVAR OG HVENÆR
DAGSETNING | KENNT | FRÁ | TIL | STAÐSETNING |
---|---|---|---|---|
04.03.2023 | lau. | 09:00 | 16:00 | Hótel- og matvælaskólinn |
05.03.2023 | sun. | 09:00 | 16:00 | Hótel- og matvælaskólinn |
Hefst 4. mar. kl: 09:00
- Lengd: 14 klukkustundir
- Námsmat: Full þáttaka í verkun á lambaskrokki
- Kennarar: Jónas Þórólfsson og Rúnar Ingi Guðjónsson
- Staðsetning: Hótel- og matvælaskólinn
- Fullt verð: 99.000 kr.-
- Verð til aðila IÐUNNAR: 25.000 kr.-
-
Keppni4 dagar síðan
Grétar Matthíasson keppir í kokteilagerð um helgina í stærsta spilavíti í Evrópu
-
Uppskriftir2 dagar síðan
Jóla gúrkur – Asíur
-
Keppni5 dagar síðan
Guðmundur og Svala hrepptu titilinn Íslandsmeistarar í brauðtertugerð
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Vel heppnað eftirréttanámskeið Iðunnar og Ólöfu Ólafsdóttur Konditor og eftirréttameistara – Myndir og vídeó
-
Keppni5 dagar síðan
Ingi Þór Einarsson á Útópía er hraðasti Barþjónn Íslands – Myndaveisla
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Fullbúin bás til sölu á besta stað í Mathöll Höfða
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Vel mætt á aðalfund Barþjónaklúbbs Íslands – Nýtt fríðindakerfi fyrir meðlimi klúbbsins – Myndir
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel19 klukkustundir síðan
Nýr Indverskur veitingastaður opnar í Miðbæ Selfoss