Kristinn Frímann Jakobsson
Myndir frá hátíðarkvöldverði Klúbbs matreiðslumeistara á Norðurlandi
Klúbbur matreiðslumeistara á Norðurlandi hélt sinn fyrsta hátíðarkvöldverð á Hótel Kea 10. október s.l. Safnaðist alls 800.000 kr. til styrktar Krabbameinsfélagi Akureyrar og nágrennis.
Allir gáfu vinnu sína þetta kvöld, kokkar, þjónar og skemmtikraftar. Fjölmargir birgjar og veitingastaðir lögðu fram hráefni í veisluna ásamt því að Hótel Kea bauð upp á húsnæði og aðstöðu fyrir kvöldverðinn. Heppnaðist kvöldið mjög vel og er strax farið að undirbúa hátíðarkvöldverð að ári.
Stjórn Krabbameinsfélags Akureyrar og nágrennis sendi frá sér orðsendingu til klúbbsins:
„Það sem þið eruð og hafið verið að gera til stuðnings félaginu, hefur haft margfeldis-áhrif m.a. vegna þess að önnur fyrirtæki og einstaklingar hafa tekið eftir því þegar þið hafið auglýst það sem þið eruð að gera fyrir okkur, þá sjáum við gjafir og styrki í október og nóvember nálgast 3 miljónir króna.
Þetta gæti mögulega gert okkur kleift að greiða reikninga vegna dvalarkostnaðar sjúklinga sem þurfa til Reykjavíkur vegna geislameðferðar að fullu. Eftir síðustu uppákomu ykkar, þá gátum við hækkað þetta framlag úr 50% í 75%. Og eitt enn, ég var beðin um að skila innilegu þakklæti frá stjórninni til ykkar ALLRA frábæra fólks fyrir stuðning og hlýhug í garð félagsins.
Þetta er alveg ómetanlegt og gerir okkur kleift að styðja við krabbameinssjúka og fjölskyldur þeirra sem búa hér á okkar félagssvæði.
Jólakveðja, Þorbjörg Ingvadóttir framkvæmdarstjóri KAON.“
Matseðill kvöldsins:
Síld, kjúklingalifur, nauta þynnur, tómatsúpa, rækjur
Að hætti: Rauðka Siglufjörður
Meðfylgjandi myndir tók Kristinn Jakobsson og Magnús Örn Friðriksson.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
100 myndir frá hátíðarkvöldverði KM
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Fyrsta heildstæða kennsluefnið í matreiðslu gefið út eftir 70 ára kennslusögu – Myndir frá útgáfuteitinu
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Uppskrift – Rjómalöguð tómatsúpa og grillað ostabrauð
-
Nemendur & nemakeppni3 dagar síðan
Reynir Grétarsson matreiðslumeistari með áhugavert fræðsluerindi um súkkulaðigerð – Myndir
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Uppskrift – Mozzarella fiskréttur
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Hótel og heilsulind Bláa Lónsins á meðal 10 bestu hótelum heims – Michelin
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Bóndadagsgjöf ástríðukokksins
-
Markaðurinn2 dagar síðan
World Class barþjónakeppnin – Skráning 2025