Vertu memm

Keppni

Myndir frá Chef´s table – Kokkalandsliðið á Ólympíuleikum

Birting:

þann

Chef´s table - Kokkalandsliðið á Ólympíuleikum

Kokkalandsliðið 2020

Eins og fram hefur komið þá vann Íslenska kokkalandsliðið til gullverðlauna á Ólympíuleikum matreiðslumeistara í Stuttgart í þýskalandi í gær.

Sjá einnig: Gull fyrir Chef´s table

Þetta var fyrri keppnisgreinin af tveimur sem liðið keppir í þetta árið svo kallað „Chefs Table“ og því fyrsta gullverðlaunin á þessum Ólympíuleikum. Liðið keppir svo aftur á morgun í „Hot Kitchen“ sem er seinni grein liðsins í ár. Liðið hefur á síðustu árum raðað inn gullverðlaununum á alþjóðlegum mótum sem hefur tryggt þeim stöðu eins fremsta landsliðs í heimi.

„Ég er ótrúlega ánægður og þakklátur. Landsliðið hefur lagt ótrúlega mikið á sig bæði í undirbúningi og keppninni hérna úti og þau uppskera glæsilega“.

Segir Björn Bragi Bragason, Forseti Klúbbs matreiðslumanna sem er úti í Stuttgart með liðinu.

„Þetta hefði þó ekki verið hægt án allra þeirra sem leggja okkur lið í að komast hingað út. Ég verð sérstaklega að þakka Matarauði, Íslandsstofu, Ísey skyr og MS sem hafa verið með okkur í þessu verkefni og gert okkur kleift að ná þessum árangri“.

Fjögur tonn af búnaði

Í fréttatilkynningu kemur fram að Kokkalandsliðið hefur æft stíft síðustu 8 mánuði fyrir keppnina. Hátt í fjögur tonn af búnaði var sendur til Þýskalands en liðið þarf að setja upp fullbúið eldhús á keppnisstaðnum. Þá er ótalið það hráefnið sem flytja þarf á staðinn en Kokkalandsliðið leggur áherslu á að nota sem mest af hágæða íslensku hráefni í matargerðina.

Ólympíuleikarnir, IKA Culinary Olympics, eru haldnir á fjögurra ára fresti og í ár fagnar keppnin 25 ára afmæli. Þar mætast um 2.000 af færustu kokkum heims sem keppa sín á milli um gull, silfur og brons verðlaun. Keppnin hefst 14. október og stendur til 19. október. Lið frá um 60 þjóðum keppa á leikunum.

Myndir: Chef´s table

Kokkalandsliðið keppir í tveimur greinum, annars vegar er keppt í “Chef´s table” og hins vegar er keppt í heitum mat eða Hot Kitchen. Í keppninni um heitu réttina er útbúinn þriggja rétta matseðill með forrétt, aðalrétt og eftirrétt sem eldað er frá grunni á keppnisstað fyrir 110 gesti. Í Chef´s table er framreiddur 7 rétta hátíðarkvöldverður fyrir 10 manna borð, auk tveggja dómara. Kvöldverðurinn samanstendur m.a. af fiskréttafati, pinnamat, vegan rétt, lambakjöti og desert. Dómarar alls staðar að úr heiminum með tilheyrandi réttindi dæma í keppnunum þar sem meðal annars er tekið mið af bragði, útliti, samsetningu, hráefnisvali og fagmennsku við undirbúning og matargerð.

Íslenska kokkalandsliðið hefur síðustu ár skipað sér meðal þeirra færustu í matreiðslu og er nú meðal 6 bestu kokkalandsliða heims.

Í Kokkalandsliðinu eru:

Sigurjón Bragi Geirsson, þjálfari Kokkalandsliðsins
Björn Bragi Bragason, forseti Klúbbs matreiðslumeistara
Fanney Dóra Sigurjónsdóttir, varaforseti Klúbbs matreiðslumeistara
Kristinn Gísli Jónsson
Snorri Victor Gylfason
Sindri Guðbrandur Sigurðsson
Snædís Xyza Mae Jónsdóttir
Ísak Darri Þorsteinsson
Jakob Zarioh Sifjarson Baldvinsson
Ísak Aron Ernuson
Chidapha Kruasaeng

Auk þess fara með út aðstoðarmenn:

Ari Þór Gunnarsson
Aþena Þöll Gunnarsdóttir
Dagur Hrafn Rúnarsson
Guðmundur Halldór Bender
Kristján Örn Hansson
Valur Bergmundsson
Jón Þór Friðgeirsson
Ragnar Marinó Kjartansson
Ívar Kjartansson

Myndir: facebook / Kokkalandsliðið

Keppni

Taktu þátt í skemmtilegum spurningaleik – Ice Breaker Games – Vídeó

Birting:

þann

Ice Breaker Games

Frá Norðalandamóti vínþjóna.

Ice Breaker Games var leikur sem Vínþjónasamtök Íslands settu upp í úrslitum Norðalandamót vínþjóna sem haldið var hér á landi í september sl.

Markmið leiksins var að auka á skemmtanagildi keppninnar fyrir áhorfendur í sal og á streymi og líka fyrir keppendur að gera eitthvað öðruvísi.

Yfirleitt fá keppendur myndir af vínhúsum, frægum vínpersónum og stundum vín tilvitnanir, en wine & lyric´s hefur aldrei verið gert og heppnaðist svona ljómandi vel, sjá vídeó hér að neðan.

Ice Breaker Games

Deildu með öðrum niðurstöðunni:

Share your score!
Tweet your score!

#1. "The Moët and Alizé keep me pissy Girls used to diss me Now they write letters 'cause they miss me"

#2. So I called up the Captain, “Please bring me my wine” He said, “We haven’t had that spirit here since nineteen sixty nine”

#3. "She keeps Moet et Chandon in a pretty cabinet. 'Let them eat cake,' she says, just like Marie Antoinette."

#4. "I'm not much into health food I am into champagne"

#5. "I saw her today at the reception A glass of wine in her hand I knew she would meet her connection"

#6. "Yo, ayo tonight is the night that I'ma get twisted Myx Moscato and vodka, I'ma mix it Roll that spaceship, we about to get lifted"

#7. "Some day you will find me Caught beneath the landslide In a champagne supernova in the sky"

Ljúka

Vídeó

Keppnin Ice Breaker Games í úrslitunum í Norðalandamóti vínþjóna. Hefst á 03.49.25 mín þegar Alba fór á kostum sem kynnirinn á Norðurlandamótinu.

Sjá einnig:

Úrslit – Vínþjónn Norðurlanda 2021 – Myndir og Vídeó

Mynd: skjáskot úr myndbandi

Lesa meira

Keppni

Keppnin Kokkur ársins haldin í Laugardalshöllinni

Birting:

þann

Kokkur ársins 2019

Frá keppninni Kokkur ársins 2019

Keppnin um titilinn Kokkur ársins verður haldin í Laugardalshöll í apríl, þar sem búast má við að bestu kokkar landsins keppi sín á milli.

Keppandi skilar inn uppskrift af aðalrétti fyrir 8 manns sem inniheldur prótein, sterkju og meðlæti.

Hverjum matreiðslumanni er einungis heimilt að senda inn eina uppskrift og eina mynd.

Litmynd í fullum gæðum skal sýna réttinn á ómerktum diski eða platta og ekkert má gefa til kynna um nafn keppanda eða vinnustað.

Þátttaka er ókeypis. Valnefnd, skipuð sex faglærðum dómurum, velur nafnlaust þær 10 uppskriftir sem þykja lofa góðu þar sem mið er tekið af frumleika, nýtingu á hráefni, gæði ljósmyndar og útliti réttarins.

Skil á uppskriftum er 15. mars 2022.

1. apríl verður forkeppni haldin í Laugardalshöllinni þar sem 10 matreiðslumenn keppa og 5 komast í úrslit sem haldin verður daginn eftir 2. apríl í laugardalshöllinni.

Kokkur ársins 2022 hlýtur þátttökurétt fyrir Íslands hönd í Nordic Chef of the Year 2023.

Í verðlaun er:

1. sæti – 300.000 kr.
2. sæti – 200.000 kr.
3. sæti – 100.000 kr.

Fyrirspurnir er hægt að senda á netfangið: [email protected]

Keppnin hefur ekki verið haldin síðastliðin ár vegna COVID-19 heimsfaraldurs.  Árið 2019 hreppti Sigurjón Bragi Geirsson titilinn Kokkur ársins.

Sjá einnig:

Sigurjón Bragi Geirsson er Kokkur ársins 2019

Fréttayfirlit: Kokkur ársins

Mynd: Ólafur Sveinn Guðmundsson

Lesa meira

Keppni

Arctic Challenge – Nýjar myndir – Allt um keppnina

Birting:

þann

Arctic Challenge 2022

Tvær keppnir voru haldnar þann 10. janúar s.l. á Strikinu Akureyri með yfirskriftinni Arctic Challenge, en þessi menningarviðburður var til þess gerður að sameina matreiðslu (Arctic Chef) og kokteilagerð (Arctic Mixologist) í eina keppni.

Fullbókað var í báðar keppnirnar, en hún var haldin í fyrsta sinn nú, en stjórnendur keppninnar stefna á að gera að árlegum viðburði í bæjarlífinu. Þátttökugjald var 3000 kr.

Strikið er með tvo sali og fór kokteilkeppnin fram í öðrum þeirra og matreiðslukeppnin í hinum. Strikið var lokað fyrir almenningi þann daginn á meðan keppni stóð yfir, en opið var fyrir fólk úr veitingageiranum og styrktaraðila svo hægt var að hvetja sitt fólk áfram.

Keppnin Arctic Challenge

Veglegir farandbikarar

Arctic Chef

Í matreiðslukeppninni var skilyrði að keppandi væri búinn með sveinspróf eða búinn með námssamning. Keppandi skilaði inn köldum forrétti með fyrirfram ákveðnu hráefni og heitum aðalrétti sem einnig var með fyrirfram ákveðnu hráefni, með 15 mínútna millibili.

Dómarar voru fjórir. Þrír sáu um blindsmakk og dæmdu m.a bragð, áferð, vinnu o.s.frv. Fjórði dómari er eldhúsdómari sem dæmdi m.a frágang, passaði að klæðnaður væri viðeigandi o.s.frv.

Keppendur í Arctic Chef voru:

Úrslit í Arctic Chef

Arctic Challenge 2022

Guðmundur Sverrisson, Aron Gísli Helgason og Jón Birgir Tómasson

Það var Aron Gísli Helgason frá Brút restaurant sem sigraði í Arctic chef, en úrslitin voru eftirfarandi:

1. sæti – Aron Gísli Helgason frá Brút restaurant
2. sæti – Jón Birgir Tómasson frá Múlaberg
3. sæti – Guðmundur Sverrisson frá Múlaberg

Arctic Mixologist

Hjá barþjónunum var aðeins meira rými fyrir keppendur, en engin skilyrði var að vera faglærður eða nemi í faginu. Heldur máttu veitingastaðir/barir senda frá sér hvern sem er sem vildu taka þátt.

Barþjónarnir þurftu að blanda kokteilinn fyrir framan dómnefnd. Dómnefndin gat þá átt samskipti við hvern barþjón fyrir sig til þess að fá hugmynd um hver hugsunin er bakvið hvern og einn kokteil.

Dómarar dæmdu eftir bragð, lykt, útliti, þema, vinnubrögðum og hreinlæti. Hver keppandi á bar fékk 10 mínútur til þess að blanda og skila frá sér tvöfaldri uppskrift fyrir framan dómnefnd.

Síðan hafði dómnefnd 5 mínútur til að tala sín á milli og gefa einkunn.

Keppendur í Arctic Chef voru:

Úrslit í Arctic Mixologist:

Arctic Challenge 2022

Þórkatla Eggerz Tinnudóttir, Unnur Stella Níelsdóttir og Ýmir Valsson

Það var Unnur Stella Níelsdóttir frá Múlaberg sem sigraði í keppninni með drykkinn Rabbis Blues, en efstu þrjú sætin voru eftirfarandi:

1. Unnur Stella Níelsdóttir – Múlaberg
2. Þórkatla Eggerz Tinnudóttir – R5 bar
3. Ýmir Valsson – Múlaberg

Dómarar

Það var flottur hópur af dómurum sem dæmdu í Arctic Challenge, en dómgæslan var þannig háttað að sitthvort dómarateymið dæmdu kokteila-, og kokkakeppnina.

Dómnefnd í Arctic Mixologist voru:

Arctic Challenge 2022

Jónína Björg Helgadóttir – eigandi á menningar og veitingastaðnum Majó
Þorleifur „Tolli“ Sigurbjörnsson – Sommelier/Vínþjónn allra Íslendinga
Sigmar Örn Ingólfsson – Framreiðslumeistari

Dómnefnd í Arctic Chef voru:

Arctic Challenge 2022

Haraldur Már Pétursson – eigandi á Salatsjoppunni
Haukur Gröndal – Forstöðumaður eldhúsinu á SAK
Snæbjörn Kristjánsson – forstöðumaður eldhúsinu á Hrafnagili

Eldhúsdómari var Kristinn Frímann Jakobsson

Stjórnendur Arctic Challenge

Viðburðarhaldarar Arctic Challenge voru eftirfarandi:

Styrktaraðilar

Arctic Challenge - Styrktaraðilar

Fylgstu með

Samfélagsmiðlar Arctic Challenge eru:

Instagram: acakureyri

Facebook: acakureyri

Sýnt var frá keppninni á veitingageirasnappinu: Veitingageirinn

Meðfylgjandi myndir tók Auðunn Níelsson ljósmyndari

Myndir: Auðunn Níelsson

Fleiri Arctic Challenge fréttir hér.

Lesa meira

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:

Mest lesið