Frétt
Matreiðslumenn og nemar sýna félagsstarfi Ungkokka Íslands áhuga – Opið fyrir umsóknir
Nú á dögunum var opnað fyrir umsóknir í félagsstarf Ungkokka Íslands sem hefur hafa hlotið góðar undirtektir hjá matreiðslumönnum og nemum í matreiðslufaginu.
Umsjónarmenn Ungkokka Íslands eru Kara Guðmundsdóttir og Logi Brynjarsson. Kara er matreiðslumaður hjá Fiskfélaginu og er meðlimur í Kokkalandsliðinu. Logi er matreiðslumeistari að mennt og er framleiðslustjóri hjá Hafinu fiskverslun ásamt því að sitja í stjórn Klúbbs matreiðslumeistara.
„Það er mikill áhugi á félagsstarfi Ungkokka Íslands,“ sagði Logi Brynjarsson aðspurður um hvort að umsóknir hafa borist, en fjölmargar fyrirspurnir hafa borist frá matreiðslumönnum og nemum í matreiðslufaginu.
Það er Klúbbur matreiðslumeistara (KM) sem stefnir á að virkja félagsskap Ungkokka á ný.
Ef þú hefur áhuga á að sækja um í þennan skemmtilega félagsskap, þá smelltu hér.
Ungkokkar Íslands – Fréttayfirlit – 12 ár aftur í tímann
Með því að smella hér þá er hægt að lesa fréttir og fleira tengt Ungkokkum Íslands, allt að 12 ár aftur í tímann.
Til gamans getið þá kepptu Ungkokkar Íslands í ScotHot keppninni sem haldin var í Skotlandi árið 2007 og náðu þar gull í heita matnum og silfur í sýnikennslunni. Lið Kanada sigraði keppnina með gull í báðum flokkum og Ungkokkar Íslands stóðu sig frábærlega og hrepptu 3. sætið, en 9 þjóðir kepptu á mótinu.

-
Keppni4 dagar síðan
Fréttavaktin: Kokkur ársins 2025
-
Keppni3 dagar síðan
Gabríel Kristinn Bjarnason er Kokkur ársins 2025
-
Keppni4 dagar síðan
Stóra stundin runnin upp – Úrslitakeppni Kokkur ársins 2025 fer fram í dag – Myndaveisla frá forkeppni Kokkur ársins og Grænmetiskokkur ársins
-
Keppni5 dagar síðan
Fréttavaktin: Grænmetiskokkur ársins 2025
-
Keppni3 dagar síðan
Andrés Björgvinsson er Gænmetiskokkur ársins 2025
-
Frétt16 klukkustundir síðan
Kaffisala bönnuð eftir kl. 14 – Nýjar reglur um koffín á veitingastöðum
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Gefðu hlutunum nýtt líf – skoðaðu úrvalið hjá Efnisveitunni
-
Keppni4 dagar síðan
Keppninni Grænmetiskokkur ársins 2025 lokið – Úrslit kynnt í Bjórgarðinum á morgun