Frétt
Matreiðslumenn og nemar sýna félagsstarfi Ungkokka Íslands áhuga – Opið fyrir umsóknir
Nú á dögunum var opnað fyrir umsóknir í félagsstarf Ungkokka Íslands sem hefur hafa hlotið góðar undirtektir hjá matreiðslumönnum og nemum í matreiðslufaginu.
Umsjónarmenn Ungkokka Íslands eru Kara Guðmundsdóttir og Logi Brynjarsson. Kara er matreiðslumaður hjá Fiskfélaginu og er meðlimur í Kokkalandsliðinu. Logi er matreiðslumeistari að mennt og er framleiðslustjóri hjá Hafinu fiskverslun ásamt því að sitja í stjórn Klúbbs matreiðslumeistara.
„Það er mikill áhugi á félagsstarfi Ungkokka Íslands,“ sagði Logi Brynjarsson aðspurður um hvort að umsóknir hafa borist, en fjölmargar fyrirspurnir hafa borist frá matreiðslumönnum og nemum í matreiðslufaginu.
Það er Klúbbur matreiðslumeistara (KM) sem stefnir á að virkja félagsskap Ungkokka á ný.
Ef þú hefur áhuga á að sækja um í þennan skemmtilega félagsskap, þá smelltu hér.
Ungkokkar Íslands – Fréttayfirlit – 12 ár aftur í tímann
Með því að smella hér þá er hægt að lesa fréttir og fleira tengt Ungkokkum Íslands, allt að 12 ár aftur í tímann.
Til gamans getið þá kepptu Ungkokkar Íslands í ScotHot keppninni sem haldin var í Skotlandi árið 2007 og náðu þar gull í heita matnum og silfur í sýnikennslunni. Lið Kanada sigraði keppnina með gull í báðum flokkum og Ungkokkar Íslands stóðu sig frábærlega og hrepptu 3. sætið, en 9 þjóðir kepptu á mótinu.
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Iðunn Mathöll á Akureyri opnar í dag
-
Frétt2 dagar síðan
Atvinnurekanda skylt að greiða matreiðslumanni 1,4 milljónir króna vegna vangreiddra launa
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Veitingastaðurinn MAR opnar á Frakkastíg
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Fljótlegur hátíðareftirréttur – Einfaldasta skyrkaka í heimi
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Kalkúnaveisla með öllu tilheyrandi
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Wolt “wrapped” samantektin – Það sem Íslendingar pöntuðu á árinu 2024
-
Keppni3 dagar síðan
Skráning hafin á Íslandsmót nema og ungsveina í matvæla -og veitingagreinum
-
Frétt4 dagar síðan
Innköllun á sviðasultu frá Kjarnafæði