Vertu memm

Frétt

Matreiðslumenn og nemar sýna félagsstarfi Ungkokka Íslands áhuga – Opið fyrir umsóknir

Birting:

þann

Ungkokkar Íslands

Hluti meðlima í Ungkokkum Íslands 2008

Nú á dögunum var opnað fyrir umsóknir í félagsstarf Ungkokka Íslands sem hefur hafa hlotið góðar undirtektir hjá matreiðslumönnum og nemum í matreiðslufaginu.

Umsjónarmenn Ungkokka Íslands eru Kara Guðmundsdóttir og Logi Brynjarsson.  Kara er matreiðslumaður hjá Fiskfélaginu og er meðlimur í Kokkalandsliðinu.  Logi er matreiðslumeistari að mennt og er framleiðslustjóri hjá Hafinu fiskverslun ásamt því að sitja í stjórn Klúbbs matreiðslumeistara.

„Það er mikill áhugi á félagsstarfi Ungkokka Íslands,“ sagði Logi Brynjarsson aðspurður um hvort að umsóknir hafa borist, en fjölmargar fyrirspurnir hafa borist frá matreiðslumönnum og nemum í matreiðslufaginu.

Það er Klúbbur matreiðslumeistara (KM) sem stefnir á að virkja félagsskap Ungkokka á ný.

Ef þú hefur áhuga á að sækja um í þennan skemmtilega félagsskap, þá smelltu hér.

Ungkokkar Íslands – Fréttayfirlit – 12 ár aftur í tímann

Með því að smella hér þá er hægt að lesa fréttir og fleira tengt Ungkokkum Íslands, allt að 12 ár aftur í tímann.

Til gamans getið þá kepptu Ungkokkar Íslands í ScotHot keppninni sem haldin var í Skotlandi árið 2007 og náðu þar gull í heita matnum og silfur í sýnikennslunni. Lið Kanada sigraði keppnina með gull í báðum flokkum og Ungkokkar Íslands stóðu sig frábærlega og hrepptu 3. sætið, en 9 þjóðir kepptu á mótinu.

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið