Frétt
Matreiðslumenn og nemar sýna félagsstarfi Ungkokka Íslands áhuga – Opið fyrir umsóknir
Nú á dögunum var opnað fyrir umsóknir í félagsstarf Ungkokka Íslands sem hefur hafa hlotið góðar undirtektir hjá matreiðslumönnum og nemum í matreiðslufaginu.
Umsjónarmenn Ungkokka Íslands eru Kara Guðmundsdóttir og Logi Brynjarsson. Kara er matreiðslumaður hjá Fiskfélaginu og er meðlimur í Kokkalandsliðinu. Logi er matreiðslumeistari að mennt og er framleiðslustjóri hjá Hafinu fiskverslun ásamt því að sitja í stjórn Klúbbs matreiðslumeistara.
„Það er mikill áhugi á félagsstarfi Ungkokka Íslands,“ sagði Logi Brynjarsson aðspurður um hvort að umsóknir hafa borist, en fjölmargar fyrirspurnir hafa borist frá matreiðslumönnum og nemum í matreiðslufaginu.
Það er Klúbbur matreiðslumeistara (KM) sem stefnir á að virkja félagsskap Ungkokka á ný.
Ef þú hefur áhuga á að sækja um í þennan skemmtilega félagsskap, þá smelltu hér.
Ungkokkar Íslands – Fréttayfirlit – 12 ár aftur í tímann
Með því að smella hér þá er hægt að lesa fréttir og fleira tengt Ungkokkum Íslands, allt að 12 ár aftur í tímann.
Til gamans getið þá kepptu Ungkokkar Íslands í ScotHot keppninni sem haldin var í Skotlandi árið 2007 og náðu þar gull í heita matnum og silfur í sýnikennslunni. Lið Kanada sigraði keppnina með gull í báðum flokkum og Ungkokkar Íslands stóðu sig frábærlega og hrepptu 3. sætið, en 9 þjóðir kepptu á mótinu.

-
Markaðurinn8 klukkustundir síðan
Matreiðslumaður óskast á veitingahúsið Sauðá á Sauðárkróki
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Fermingarundirbúningur í brennidepli – Kynningarsýning í Múlabergi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun23 klukkustundir síðan
Matarveisla í Reykjavík: Stjörnukokkar töfra fram íslenska sælkerarétti
-
Vín, drykkir og keppni13 klukkustundir síðan
Einstök keppni í dag á Gilligogg – hver hristir besta kokteilinn í Graham’s Blend Series?
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Vantar kokka á hótel Hellnar og hótel Húsavík
-
Markaðurinn14 klukkustundir síðan
Þjónar og barþjónar óskast – spennandi tækifæri
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Skapandi konfektmeistari óskast
-
Keppni2 dagar síðan
Nýr vettvangur fyrir brauð-sérfræðinga: Heimsmeistaramót brauð-sommelier í fyrsta sinn