Smári Valtýr Sæbjörnsson
Mateiðslumeistarinn Óskar Finnsson til Íslandshótela
Óskar Finnsson matreiðslumeistari hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Íslandshótela.
Íslandshótel reka 18 hótel sem eru meðal annars Grand Hótel Reykjavík, Best Western Hótel Reykavík, Hótel Reykjavík Centrum og Fosshótelin sem eru víðsvegar um landið. Í sumar munu um 1000 manns starfa hjá fyrirtækinu og á síðasta ári seldust um 500.000 gistirými, segir í fréttatilkynningu sem birt er á mbl.is hér.
Þar segir jafnframt að á næstu vikum verður Fosshótel Jökulsárlón opnað sem verður 4 stjörnu hótel á Hnappavöllum með 104 herbergi.
Óskar hefur starfað við veitingarekstur og ráðgjöf frá árinu 1990. Óskar var annar af eigendum Argentínu steikhús frá 1990 til 2003, gefið út matreiðslubækur svo fátt eitt sé nefnt.
Síðastliðin 13 ár hefur starfsvettvangur hans aðallega verið í Bretlandi og á Spáni þar sem hann hefur verið búsettur. Óskar hefur einnig stýrt fjölda matreiðsluþátta í sjónvarpi og nú síðast þættinum Korter í kvöldmat á mbl.is og er hægt að horfa á einn þátt af mörgum hér að neðan:
Íslandshótel áforma að opna tvö ný hótel á næstu árum. Óskar er kvæntur Maríu Hjaltadóttur og eiga þau þrjú börn.
Mynd: skjáskot úr myndbandi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Saga barónanna lifir – Veitingahúsið Hornið heldur upp á 46 ára afmæli
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Viðskiptavinir okkar eiga skilið að hafa valkost: Segir Sigurður um ákvörðun MooGoo að vera opinn allt árið
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Ný bylgja í vínheiminum – Fyrsta áfengislausa vínverslunin opnar í hjarta vínborgarinnar Bordeaux
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Hvað er Heitast á BWW 2025? Sóley Björk og fremstu vínsérfræðingar heims afhjúpa leyndardóma Spænskra vína
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Súkkulaðið sem fór á flug á TikTok – Hvað er svona sérstakt við PortaNOIR?
-
Frétt2 dagar síðan
Fuglaflensa veldur eggjaskorti: Veitingastaðir og bakarí í vanda
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Rósasalat – Salatið sem fær diskinn til að blómstra – Uppskriftir með rósasalati
-
Keppni3 dagar síðan
Þessir keppendur komust áfram í úrslitakeppni Tipsý og Bulleit