Kokkalandsliðið
Lokaundirbúningur Landsliðsins er hafinn
Já nú er pressan að byrja að myndast, og stuttur tími í keppni en liðið komið á tærnar í undirbúningsvinnunni og í tilefni af fyrsta fundi KM og að það var stjórnarfundur NKF á sama tíma stillti liðið upp kalda hlutanum upp í skólanum síðastliðinn fimmtudag við mikla hrifningu manna.
Undirritaður lenti í því ásamt Bjarka að fara yfir borðið og krítisera og get sagt það hér og nú að öllu ólöstuðu þá er þetta eitt það allra besta sem ég hef séð af köldu borði liðsins í gegnum tíðina, og segi ég bara til hamingju og gangi ykkur allt í haginn í Erfurt.
Eftirtaldir skipa landsliðið sem fer til Erfurt:
-
Bjarni Gunnar Kristinsson, Grillið RadissonSAS Hótel Saga
-
Ragnar Ómarsson, Domo
-
Alfreð Ómar Alfreðsson, Kaupþing banki
-
Gunnar Karl Gíslasson, Vox Hilton Nordica
-
Eyþór Rúnarsson, Veitingastaðurinn Ó
-
Hrefna Rós Jóhannsdóttir, Sætran Fiskmarkaðurinn
-
Þórarinn Eggertsson, Orange
-
Þráinn Freyr Vigfússon, Grillið RadissonSAS Hótel Saga
-
Örvar Birgisson, Nýja Kökuhúsið
-
Karl Viggó Vigfússon, GV Heildverslun
Aðstoðarmenn eru:
-
Vigdís Ylfa Hreinsdóttir Sjávarkjallaranum
-
Guðlaugur Frímannsson Fiskmarkaðinum
-
Óli Ágústsson Vox Hilton Nordica
-
Þórður Matthías Þórðarson, Salthúsið Restaurant
-
Daníel Cochran Jónsson, Fiskmarkaðurinn
Hafið í huga að Laugardaginn 13. september í Smáralind stillir liðið upp kalda borðinu í síðasta sinn fyrir Þýskalandsför og hvet ég menn til að koma og kíkja á afrakstur þeirra og ekki síður að sýna stuðning í verki.
-
Starfsmannavelta6 dagar síðanRosewood London til sölu vegna lausafjárvanda eigenda
-
Frétt5 dagar síðanNew York herðir reglur um þjórfé, DoorDash og Uber segja ný lög grafa undan eftirspurn
-
Markaðurinn4 dagar síðanÁr breytinga, mikilla anna og stórra ákvarðana. Pistill eftir Óskar Hafnfjörð Gunnarsson formann hjá Matvís
-
Markaðurinn3 dagar síðanStökkir Brie bitar með pistasíuhjúp og chili hunangi
-
Keppni5 dagar síðanJólapúnsinn í Jólaportinu skilaði 200 þúsund krónum til góðs málefnis
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanMest lesnu fréttir ársins 2025
-
Uppskriftir3 dagar síðanÞetta elduðu flestir. Vinsælustu uppskriftir Veitingageirinn.is á árinu
-
Markaðurinn2 dagar síðanJanúartilboð: Kjöt fyrir veitingastaði, mötuneyti og stóreldhús






